Road trip um Suður-Afríku - Epísk leið til að kanna landið

Road trip um Suður-Afríku - Epísk leið til að kanna landið

Hvað þekkur þú marga sem hafa farið í road trip um Suður-Afríku? Líklega fáa ef einhverja en við getum lofað þér að það verður epískt og klárlega ein besta upplifun ársins.

Suður-Afríka er land sem býr yfir ótrúlegu dýralífi og náttúru ásamt því að vera fullkominn áfangastaður fyrir þá sem þrá útivist og ævintýri.

Hér fyrir neðan er snilldar tillaga að mögnuðu road trip ferðalagi frá Jóhannesarborg til Cape Town og til að komast þangað þá mælum við með eftirfarandi flugleið:

✈️ Flugleiðin ✈️

Keflavík – London – Jóhannesarborg // Cape Town – London - Keflavík 
// = leigðu húsbíl og upplifðu epískt road trip.

Epískt road trip um Suður-Afríku - KILROY

Með því að fljúga til Jóhannesarborgar og til baka frá Cape Town (eða öfugt) getur þú auðveldlega skellt þér í magnað road trip. Leigðu húsbíl og mundu eftir því að stoppa á eftirfarandi stöðum. 

Við mælum með því að hafa 4-5 vikur - þetta eru um 3000 km. Ef þú hefur takmarkaðan tíma þá er einnig hægt að fljúga til Port Elizabeth og aka þaðan til Cape Town en þá eru tvær vikur fullkominn tími.

1. Kruger þjóðarðurinn

Kruger er einn af stærstu þjóðgörðum Afríku sem og einn þeirra bestu þegar kemur að dýralífi. Þar færð þú tækifæri til að sjá öll „Big 5” dýrin þ.e. ljón, fíla, buffalóa, hlébarða og nashyrninga ásamt fjölda annarra dýra í sínu náttúrulega umhverfi.

Fylgstu með dýralífinu í Kruger - KILROY

Það er einstök og ólýsanleg tilfinning að vera í mikilli nálægð við ljón, fíla, gíraffa, flóðhesta og önnur stórkostleg dýr. Í Kruger getur þú valið að aka sjálf(ur) um garðinn eða bóka safaríferð. Athugaðu að ef þú velur að aka sjálf(ur) þá tekur þú áhættu á að sjá ekki öll dýrin þar sem þú hefur líklega ekki þekkingu á svæðinu. 

2. Drakensberg

Drakensberg - Suður-Afríka

Drakensberg svæðið er á heimsminjaskrá en þar finnur þú einstakt plöntulífríki og ótrúlegt safn af vel varðveittum hellamálverkum. Að auki er þar hæsta fjall Suður-Afríku! Skelltu þér í magnaða göngu. Fullkomin leið til að hreinsa hugann og hlaða batteríin.

3. Durban

Durban, Suður-Afríka

Frábær borg sem, því miður, margir ferðamenn gleyma að heimsækja. Borgin er á meðal stærstu borga Suður-Afríku og finnur þú þar frábærar verslanir (mikið um suður-afríska hönnun), snilldar veitingastaði og einstakar strendur þar sem þú getur bæði sleikt sólina eða æft surfhæfileikana þína.

4. Coffee Bay

Coffee Bay er lítill afskekktur bær staðsettur á mögnuðu svæði sem kallað er „The Wild Coast”. Vegurinn þangað er steyptur en þú átt líklega eftri að rekast á nokkrar holur svo mundu að aka varlega og aka í dagsbirtu. Mundu einnig eftir því að hafa augun opin fyrir bæði villtum dýrum og öðrum vegfarendum.

Suðu-Afríka - heimamenn í Coffee Bay

Grænar hæðir, litrík leirhús og skemmtilegar strendur þar sem þú átt líklega eftir að geta fylgst með höfrungum að leik. Svæðið þekkt fyrir frábær surfskilyrði - ef þú hefur aldrei stigið á brimbretti er tilvalið að skella sér í surfskóla. Að auki mátt þú ekki gleyma því að ganga meðfram ströndinni að Hole In the Wall

5. Jeffrey’s Bay

Surfers J-Bay, Suður-Afríka

Jeffrey´s Bay, einnig kallaður J-Bay, er gríðarlega heillandi bær staðsettur á „the Eastern Cape” og laðar til sín fjölda surfara á hverju ári en þar er að finna einn af 10 bestu surfstöðum heims. Og þó þú sért ekki mikið fyrir surf þá er J-Bay sannkölluð paradís sem er algjörlega þess virði að heimsækja - sól, strönd, sjór, höfrungar, bragðgóðir sjávarréttir og fjölbreytt vatnasport.

6. Wilderness

Kaimaan áin við Wilderness í Suður-Afríku

Wilderness er þekktur fyrir ótrúlega náttúrufegurð, gestrisni og afslappað andrúmsloft. Þar finnur þú gríðarlegt magn af listagalleríum og handverksverslunum. Og þó að bærinn sé lítill þá á þér ekki eftir að leiðast. Stórkostleg náttúra og dýralíf, adrenalínfull ævintýri, afslöppun á ströndinni og dásamleg matargerð. Þarf eitthvað meira?

7. Franschhoek & Stellenbosch

Franschhoek Wine Yard South Africa

Hefur þú smakkað suður-afrísk vín ef ekki þá verður þú að gera það hér. Franschhoek og Stellenbosch eru heimsþekkt vínhéruð, ekki svo langt frá Cape Town, sem við mælum með að heimsækja og auðvitað skella sér í vínsmökkun!

 

10 ráð fyrir road trip ferðalagið þitt í Suður-Afríku

 • Vertu alltaf með gilt alþjóðlegt ökuskírteini meðferðis
 • Kannaðu aðstæður á vegum áður en þú leggur afstað. Þjóðvegirnir eru vanalega í ökufærir á meðan minni vegir eru það ekki alltaf
 • Vegatollar eru algengir svo vertu alltaf með lausan pening meðferðis
 • Athugaðu að þú mátt ekki leggja bílnum og gista hvar sem er - hér finnur þú upplýsingar um tjaldsvæði í Suður-Afríku.
 • Mundu að það er vinstriumferð í Suður-Afríku
 • Aktu varlega og hafðu augun opin fyrir gangandi vegfarendum, hjólreiðamönnum og villtum dýrum.
 • Ekki stoppa til að gefa villtum dýrum mat - það er bæði hættulegt og dýrt (þú getur fengið mjög háa sekt)
 • Aktu á milli staða í dagsbirtu
 • Það er ágætt að venja sig á að aka með hurðir læstar og rúður uppi - sérstaklega á kvöldin í borgum og þegar þú þarft að stoppa á rauðu ljósi.
 • Ekki vera með töskur sýnilegar - settur þær undir sætin eða í skottið á bílnum.
 • Almennt vertu varkár og hugaðu vel að því sem er að gerast í kringum þig.
Dreymir þig um epískt road trip?
Hafðu samband
Hafa samband