Varð ástfangin af Fiji á fimm dögum!

Varð ástfangin af Fiji á fimm dögum!

Þessi grein er persónuleg upplifun höfundar.

Þetta var ást við fyrstu sýn og þar sem ég er ekki mikið fyrir „long distance” sambönd þá er eitt á hreinu - ég mun heimsækja Fiji aftur! 

Eftir epískt 14 daga road trip ferðalag um Nýja Sjáland var mig farið að dreyma um pálmatré, hvítar strendur og ferskar kókoshnetur. Aldrei grunaði mig þó að ég væri að fara að upplifa jafnmikla paradís.

Stórkostleg byrjun!

Ég viðurkenni að hvorki ég né ferðafélagi minn höfðum hugmynd um hvað biði okkar í raun þegar við lentum á flugvellinum í Nadi á Viti Levu eyjunni. Við höfðum heyrt að Fijibúar væru einstaklega gestrisnir og meðal brosmildustu þjóða heims en að á móti okkur myndu taka fjórir syngjandi Fijibúar í litríkum skyrtum er við fórum í gegnum vegabréfsskoðunina - var eitthvað sem ég bjóst ekki við.

Móttökunefndin á flugvellinum í Nadi - KILROY

Já bros eru smitandi og er ég leit yfir hópinn var ég alls ekki sú eina sem smitaðist - stórkostleg byrjun á ferðalagi mínu um Fiji.

Fyrsta kvöldið!

Eftir að hafa innritað okkur inn á gistiheimilið þá ákváðum við að fara á röltið um bæinn sem varð til þess að við enduðum á litlum bar með litríka kokteila. Þetta var þó ekki bara einhver bar - þetta var Ed's bar! Með rauð og blá ljós, snilldar barþjóna og frábæra gesti endaði kvöldið þannig að við fórum ekki heim fyrr en undir morgun en með mun meiri kunnáttu um ruðning í farteskinu - já það er rétt Fijibúar dýrka ruðning!

Sólarlagið í Nadi - KILROY

Sólarlagið í Nadi var klárlega einstök upplifun.

Þetta var kannski ekki skynsamleg ákvörðun þar sem við áttum bókaða ferju klukkan 08.30 um morguninn frá Port Denarau en hún var það algjörlega þess virði.

Bula og allar paradísareyjurnar

Við vitum eiginlega ekki hvernig það tókst en jú við komumst á fætur og náðum ferjunni. Ævintýrið sem við vorum búin að bíða eftir var að hefjast en þar sem Fiji samanstendur af yfir 300 eyjum þá er eyjahopp um Fiji fullkomin leið til að kanna landið. 

Eyjahopp á Fiji - KILROY

Báturinn okkar!

Við höfðum bókað Bula Pass en það er fyrirfram greiddur hop-on / hop-off miði. Sem betur fer höfðum við einnig fengið upplýsingar um að við þyrftum að bóka gistinguna fyrirfram. Það eru 20 eyjar í Yasaw eyjakeðjunni og af þeim bjóða aðeins 13 upp á gistingu og það er mjög einfalt ef þú átt ekki bókaða gistingu þá færð þú ekki að fara frá borði.

Fyrsta stoppið okkar var Beachcomber eyjan, sem er hluti af Mamanuca eyjunni. Og já við urðum ekki fyrir vonbrigðum - þvílík fegurð!

Beachcomber eyjan - KILROY
Beachcomber eyjan!

Og aftur var móttökunefnd sem tók á móti okkur með tónlist og orðinu „BULA”. Þarna var okkur orðið ljóst að þetta væri hefðin á Fiji sem var ekki leiðinlegt.

Beachcomber eyjan - partý, slökun og frábær matur.

Já það var ást við fyrstu sýn er við stigum á land. Hvítar strendur, kristaltær sjór og heiður himinn. Nei það þarf ekki að „photoshopa” myndirnar okkar frá Fiji.

Beachcomber eyjan er einnig þekkt fyrir að vera partý eyja og já það passar! Þessar tvær nætur sem við dvöldum á eyjunni nutum við þess að snorkla, slaka á í hengirúmi á ströndinni og fara í ævintýraferðir á daginn og kíkja svo út á næturlífið á kvöldin. Kannski það skrítnasta en á sama tíma skemmtilegast var þegar við rákumst á krabba veðhlaup. Algjörlega mögnuð upplifun og skemmti ég mér konunglega þó ég hafi tapað þremur drykkjum - krabbi nr. 7 var ekki að standa sig þetta kvöld.

Krabba veðhlaup á Fiji - KILROY
Krabba veðhlaup er jafn spennandi og það er undarlegt!

„Seaweed rastas” og Kava

Frá Beachcomber sigldum við yfir til Kuata þar sem við kynntumst menningu Fijibúa mun betur. Eftir að hafa komið okkur fyrir á hótelinu fórum við í magnaða göngu upp á topp eyjunnar. Gangan er stutt en frekar brött og eitthvað sem við mælum með - þaðan fengum við einstakt útsýni yfir Kyrrahafið og nálægar eyjar.

Magnað útsýni á Fiji - KILROY
Magnað útsýni frá toppnum

Þegar við komum aftur niður að ströndinni sáum við tvo heimamenn sem litu út eins og rastafaris að safna sjávarþangi. Eftir að hafa spjallað við þá í smá tíma vorum við komin með ítarlegar upplýsingar um sjávarþangs iðnaðinn á Fiji, menninguna og lifnaðarhætti. 

Seaweed industry in Fiji

Þennan dag áttum við einnig bókaða skoðunarferð og eftir stutta bátsferð komum við að Waya eyjunni þar sem heimamenn voru búnir að undirbúa hina frægu Kava athöfn. Það verða allir að smakka Kava á Fiji. Kava er þjóðardrykkur Fijibúa og mikilvægur partur af félagslífi þeirra. Drykkurinn er búinn til úr Kava rótinni og vatni - lítur út eins og drullupollur og tungan þín dofnar upp.

Kava athöfn á Fiji - KILROY
Svona lítur Kava drykkurinn út

Ef þú spyrð mig út í bragðið þá varð það kannski ekki það besta en þú verður samt að smakka.

Tveir dagar á sannkallaðri paradísareyju

Síðustu tvo dagana okkar í eyjahoppinu áttum við bókað gistingu á Yasawa eyjunni. Þá eyju völdum við þar sem við vorum búin að frétta að hún væri frekar afskekkt og að þar væru færri ferðamenn - urðum ekki vonsvikin. Hvítar strendur, pálmatré og kristaltær sjór! 

Fiji Yasawa Islands KayakingFórum í magnaða kajakferð

Á Yasawa eyjunni fórum við í frábæra kajakferð þar sem við sigldum meðfram ströndinni og vorum að mestu ein á svæðinu - ef þú ert að hugsa um að heimsækja Fiji þá mæli ég með þessari eyju. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum hversu mikil paradís þetta var og sem betur fer tókum við myndavélina með. 

Fiji Remote BeachEin af ströndunum sem við heimsóttum

Á Yasawa höfðum við einnig bókað köfunarferð sem endaði á því að við vorum syndandi innan um 1,5 metra langa hákarla (reef sharks) og þó að margir þeirra hafi verið mjög forvitnir og synt mjög nálægt okkur þá urðum við aldrei hrædd eða óörugg - hjartaslátturinn jókst samt gríðarlega. Þessi ferð var mögnuð í alla staði og ef þú ert á leið til Fiji verður þú að bóka köfunarferð. 

Köfun á Fiji - KILROY
Einn af hákörlunum sem við hittum

Öll ævintýri þurfa víst að enda!

Eftir fimm ógleymanlega daga var ævintýrið á enda og áður en við vissum vorum við komin til baka á Viti Levu eyjuna þar sem við stoppuðum í eina nótt áður en við flugum yfir til Ástralíu.

Fiji ég sakna þín gífurlega en vertu viss ég mun heimsækja þig aftur einn daginn. Það var klárlega okkar besta ákvörðun að bæta þér inn í heimsreisuna okkar. 

Dreymir þig um Fiji upplifun
Hafðu samband
Hafa samband