Balí eða Kúba? Tvær frábærar ævintýraferðir

Balí eða Kúba? Tvær frábærar ævintýraferðir

Crossfit og surf á Balí með Netgíró

Balí er sannkölluð paradís og það er ekki að ástæðulausu að eyjan er meðal vinsælustu áfangastaða Asíu. Hvort sem þig langar að slaka á í sólinni, upplifa nýja menningu og bragðgóðan mat eða fara í magnaða ævintýraferð sem reynir á líkamann og þol þá færð þú tækifæri til þess á Balí.

Hér byrjar þú ævintýrið í crossfit æfingabúðum á Balí. Hvort sem þú vilt styrkjast, léttast eða bæta þolið þá færðu þú hér tækifæri til að ná markmiðum þínum í einstöku umhverfi. Eftir eina frábæra og sveitta viku ferð þú svo í sannkallað surfævintýri þar sem þú lærir að surfa á nokkrum af bestu surfstöðum heims á Balí, Nusa Lembongan og Lombok. Þess á milli færð þú svo fjölda tækifæra til að upplifa menninguna, matinn og slaka á í sólinni.

Crossfit og surf á Balí

Frá 220.000 ISK
Crossfit og surf á Balí
Hér færð þú tækifæri til að bæta líkamlegan styrk og læra að surfa á Balí á sama tíma og þú kynnist menningunni, nýtur sólarinnar á ströndinni og kynnist öðrum ferðalöngum alls staðar að úr heiminum.
Senda fyrirspurn

Innifalið:

 • Allir flugmiðar
 • Eins vikna crossfit æfingarbúðir (Lean prógramm)
  • gisting
  • hópatímar
  • jógatímar
 • 6 daga surfævintýri
  • gisting
  • morgun-, hádegis- og kvöldverður
  • dagleg surfkennsla

Surfskóli á Balí - KILROY 


Spænska, salsa og ekkert stress á Kúbu með Netgíró!

Mojitos, salsa, strendurnar og „mañana time"! Það er ekkert land í heiminum sem líkist Kúbu! Þar færð þú tækifæri til að upplifa dásamlega menningu, læra spænsku og að dansa salsa. Já við elskum Kúbu og það er ekki að ástæðulausu. 

Námskeiðið er kennt í Havana þar sem þú munt fimm daga vikunnar læra spænsku á morgnana og fara í menningarlegar ferðir eða læra að dansa salsa á kvöldin. Þess á milli hefur þú svo fullt frelsi til að gera það sem þú vilt á þessari frábæru eyju. Njóttu sólarinnar á ströndinni, heimsæktu söfnin, fylgstu með mannlífinu á torgum borgarinnar eða spjallaðu við heimamenn. 

Spænska, salsa og ekkert stress!

Frá 185.000 ISK
Spænska, salsa og ekkert stress!
Langar þig að upplifa eitthvað einstakt? Öðruvísi áfangastað með heillandi menningu og fallegum ströndum? Þá er þessi ferðatillaga fullkomin fyrir þig.
Senda fyrirspurn!

Innifalið:

 • Allir flugmiðar
 • Tveggja vikna spænsku og menningarnámskeið á Kúbu
  • Gisting
  • Morgun- og hádegisverður
  • Spænskukennsla
  • Danskennsla
  • Móttaka á flugvellinum

Havana á Kúbu - KILROY

Dreymir þig um spennandi ævintýraferð?
Hafðu samband
Hafa samband