19 ástæður fyrir því að þú ættir ekki að heimsækja Fiji

19 ástæður fyrir því að þú ættir ekki að heimsækja Fiji

Þegar þú lokar augunum og ímyndar þér Fiji, hvað sérðu fyrir þér? Hvítar strendur, pálmatré sem vaggast rólega í vindinum, kristaltæran sjó, fallega fossa, vinalega heimamenn og litríka kokteila? Já þú hefur nokkuð rétt fyrir þér. Fiji er sannkölluð paradís þar sem þú finnur yfir 300 eyjar og fullt af spennandi upplifunum en það eru þó nokkrir hlutir sem við verðum að vara þig við!

1. Dreymir þig um letidag í hengirúmi undir pálmatrjám á hvítri sandströnd. Hljómar nokkuð vel! En vertu varkár, það getur verið áskorun að komast í og úr þessum sveiflandi hlut.

Slakað á í hengirúmi á Fiji

2. Þú átt eftir að verða óþolandi á Instagram með myndum af einstöku landslagi og fullkomnun fossum.

Einstakir fossar á Fiji - KILROY

3. Varúð, þú gætir tapað öllum peningnum þínum með því að veðja á rangan krabba í krabbaveðhlaupi.

Krabbaveðhlaup á Fiji

4. Ert þú ekki mikið fyrir hitabeltishita? Lægsti hitinn á Fiji er um 18 gráður og það er á nóttunni.

Upplifðu einstakt sólarlag á Fiji

5. Þeir segja að þeir stunda ekki lengur mannát á Fiji en það er samt enn hægt að kaupa the four-pronged” viðar gafflana, sem vísa til mannátsfortíðar Fiji, í öllum minjagripa verslunum og mörkuðum landsins.

Paradísareyjan Fiji - KILROY

5. Að auki átt þú eftir að heyra margar undarlegar og já frekar ógeðslegar sögur af mannáti. Og til að vera alveg örugg(ur) - ekki snerta höfuðið á Fijibúa, það þykir enn mikil óvirðing þó þér verði ekki lengur refsað með því að enda sem kvöldmaturinn.

Þú átt eftir að kynnast mannátsfortíð Fiji

7. The Beqa´s fire walkers! Þurfum við að segja meira - hverjum dettur í hug að gera þetta?

The Beqa´s fire walkers!

8. Á Fiji er algengt að húsin hafi ekki útidýrahurð, rúturnar hafa ekki gler í gluggunum og lögreglan gengur ekki um með skotvopn.

Dansandi lögreglumenn á Fiji - KILROY

9. En þú átt eftir að sjá stóra vöðvamikla Fijibúa rölta um göturnar með stórar sveðjur - ekki hafa áhyggjur þeir eru aðeins í leit að sykurreyr.

Bændur með sveðjur á röltinu á Fiji

10. Kava - þjóðardrykkur Fijibúa. Verum hreinskilin hann lítur út eins og drullupollur. 

Kava - þjóðardrykkur Fiji búa

11. Fijibúar eru meðal hamingjusömustu þjóða heims. Varúð, þú gætir smitast af þessari hamingju.

Fiji búar eru meðal hamingjusömustu þjóða heims - KILROY

12. Þú átt líklega eftir að freistast til að skrá þig í fitness æfingabúðir á sama tíma og þú upplifir menninguna á Fiji.

Fitness æfingabúðir á Fiji

13. Það á eftir að verða mjög erfitt að venjast lífinu heima þegar þú getur ekki lengur útskýrt seinkun með setningunni no hurry, no worries.

"No worrie, no hurry"

14. Brosandi starfsmenn í litríkum skyrtum spilandi á ukulele er þú ferð í gegnum vegabréfsskoðunina - það verður ómögulegt að heimsækja aðra flugvelli í framtíðinni.

Upplifðu hið fræga "Fiji welcome"

15. Bula á eftir að verða þitt nýja uppáhalds orð og já þú átt eftir að segja það oft! Það þýðir lífið” og er hægt að nota það til að segja næstum allt t.d. hæ, bless, velkomin, ást o.s.frv.

BULA á eftir að verða uppáhalds orðið þitt - KILROY

16. Það eru miklar líkur á því að þú verður háður Fiji og í stanslausri þörf fyrir Fiji fix.

Þú gætir orðið háð(ur) Fiji

17. Kristaltær sjór og litríkt neðansjávarlífríki á eftir að gera það erfitt fyrir þig að kafa á öðrum stöðum. Og til að gera það enn erfiðara þá getur þú einnig safnað karmastigum á sama tíma og þú lærir að kafa á Fiji. 

Það er einstök upplifun að kafa við Fiji - KILROY

18. Þú gætir orðið sjóveik(ur) þegar þú siglir á milli allra paradísareyjanna en Fiji samanstendur af yfir 300 eyjum, svo það liggur í augum uppi að eyjahopp er besta leiðin til þess að kanna landið! 

Eyjahopp er besta leiðin til að kanna Fiji - KILROY

19. Það eru mjög miklar líkur á því að þú eigir eftir að missa af fluginu heim eftir að þú hefur kynnst lífinu á Fiji.

Það eru miklar líkur á því að þú eigir eftir að missa af fluginu heim frá Fiji

Þorir þú að heimsækja Fiji?
Hafðu samband
Hafa samband