Road trip um Ástralíu - okkar bestu ráð

Road trip um Ástralíu - okkar bestu ráð

Road trip er frábær leið til að ferðast og sérstaklega í Ástralíu. Þú hefur fullkomið frelsi, ræður algjörlega hraða ferðalagsins og því mikilvægasta tónlistinni!

Magnaðar stórborgir, stórkostleg náttúru, langar strendur og dásamleg menning. Road trip ferðalag um Ástralíu á eftir að verða ógleymanlegt ævintýri en mundu að þú ert að ferðast í öðrum hluta heims og þar gilda aðrar reglur. Hér eru nokkur ráð sem gott er að hafa í huga!

1. Að tjalda í Ástralíu

Epískt road trip ferðalag um Ástralíu

Í Ástralíu er sumstaðar er leyfilegt að tjalda á óræktuðu svæði en vertu alveg viss áður en þú setur upp tjaldið því annars gætir þú átt von á mjög hárri sekt. Öruggast er ætíð að tjalda á skipulögðum tjaldsvæðum en þú finnur þau víðsvegar um Ástralíu. Við mælum með Campermate appinu en það sýnir þér öll tjaldsvæðin í þínu næsta nágrenni, bæði þau sem kosta og eru frí. Að auki mælum með því að kíkja á þessa síðu en hér finnur þú upplýsingar um öll tjaldsvæðin í Ástralíu.

2. Aktu á daginn

Road trip ferðalag um Ástralíu

Það gæti verið að þú sért vön/vanur því að keyra langar vegalengdir á nóttunni hér heima. Hins vegar ef þú ert að plana akstur að nóttu til í Ástralíu mælum við með því að þú breytir því. Það hefur kannski marga kosti að aka á nóttunni eins og minni umferð og meiri tími á næsta áfangastað. En í Ástralíu getur það verið gríðarlega hættulegt sérstaklega vegna villtra kengúra sem eiga það til að fara yfir vegina á nóttunni. Að auki þá er algengt að tryggingarnar á bílaleigubílum tryggja þig ekki ef þú keyrir eftir að það fer að dimma. 

Annað ráð: Reyndu að forðast hraðbrautir og njóttu þess frekar að aka um fáfarna vegi og litla bæi - það tekur kannski lengri tíma en algjörlega þess virði.

3. Eldsneyti - sparaðu pening!

Road trip um Ástralíu

Eldsneyti er einn stærsti kostnaðarliðurinn og eru hér nokkur ráð um hvernig þú getur lækkað þann kostnað. 

  • Mundu eftir því að fylla tankinn á þriðjudögum og/eða miðvikudögum en í Ástralíu er algengt að á þessum dögum veiti bensínstöðvar allt frá 5% til 15% afslátt.
  • Sniðugt er að versla inn á milli í matvöruverslunarkeðjunum Coles og Woolsworth en algengt er að þær veiti viðskiptavinum sínum afslátt af eldsneyti.
  • Náðu þér í appið MotorMouth en það sýnir þér hvaða bensínstöð er ódýrust næst þér.

Mundu einnig að Ástralía er stórt land með langar vegalengdir og því getur stundum verið langt í næstu bensínstöð. Vertu alltaf viss um að hafa nóg eldsneyti!

4. Vegatollar í Ástralíu

Farðu í road trip um Ástralíu

Sumir vegir í Ástralíu hafa vegatolla og ef þú ætlar að keyra um í New South Wales, Queensland og Viktoríu fylki átt þú líklega eftir að lenda á nokkrum. Vanalega er það þannig að þegar þú leigir bíl/húsbíl í Ástralíu þá ert þú ábyrg(ur) fyrir því að greiða alla tolla. Gott er því að kanna hvort leiðin sem þú ætlar að aka hafi vegatolla en í Ástralíu eru þeir gjaldfærðir rafrænt.

Hér getur þú sett upp ferðamanna e-passa fyrir vegatolla í Ástralíu.

Bókaðu húsbílinn

Hjá okkur getur þú leigt nokkrar tegundir og gerðir af húsbílum í Ástralíu. Kynntu þér hið fjölbreytta úrval húsbíla hér og ef þú ert ekki viss um vhaða tengund hentar þér best þá ekki hika við að hafa samband við ferðasérfræðinga okkar. 

Við mælum með:

Jackpot húsbíllinn

Jackpot húsbíllinn
The Mighty Jackpot húsbíllinn er fullkominn faramáti fyrir tvo og einn vinsælasti húsbíllinn í Ástralíu. Í bílnum er tvíbreitt rúm, eldunaraðstaða og ísskápur. Allt sem þú þarft fyrir ævintýralegt road trip í Ástralíu!
Nánari upplýsingar

 

Dreymir þig um road trip um Ástralíu?
Hafðu samband

 

Hafa samband