Hið fullkomna kombó: Paradís á Maldíveyjum & menningin á Sri Lanka

Hið fullkomna kombó: Paradís á Maldíveyjum & menningin á Sri Lanka

Það eru nýjir áfangastaðri í kortunum og þeir kallast Maldíveyjar og Sri Lanka! Ókei, kannski eru áfangastaðirnir ekki beint nýir, en við getum með sanni sagt að þeir eru þeir allra heitustu í dag! Með því að sameina paradísarstrendurnar á Maldíveyjum með glæsilegu, sögulegu og ævintýralegu Sri Lanka þá færðu hið fullkomna frí, samansett af fjöri, menningu og afslöppun.

Til þess að létta þér lífið höfum við sett saman pakkaferð af öllum okkar uppáhalds afþreyingum á áfangastöðunum tveimur sem og flugmiðum svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvert þú ert að fara, hvað þú átt að sjá og hvernig þú átt að komast þangað. Hvernig hljómar að skella sér í öldurnar í Surf camp í Sri Lanka? Því er svo fylgt eftir með eyjahoppi á milli fallegra Maldíveyja sem eru ennþá tiltölulega ósnertar af ferðamönnum. Missti hjartað þitt úr slag? Ef svo, þá skaltu halda áfram að lesa!

 

Flug, surf og eyjahopp á Maldíveyjum og Sri Lanka

Frá Hafðu samband
Flug, surf og eyjahopp á Maldíveyjum og Sri Lanka
Við höfum létt þér lífið og sameinað okkar uppáhalds afþreyingu ásamt flugmiðum.
Fá meiri upplýsingar

 

Hvað er innifalið í verðinu?

 • Flug: Heim - Colombo - Malé - Heim
 • Sri Lanka:
  • Gisting í 7 nætur í búðunum.
  • 7 x Morgunmatur.
  • 5 x Kvöldmatur.
  • Leiga á búnaði í 7 daga (blautbúningur + brimbretti)
  • Surfkennsla (5 X 2 klukkutímar)
  • 2 jógatímar
 • Maldíveyjar:
  • Gisting í gestahúsi í 7 nætur.
  • Allar samgöngur á milli eyja.
  • 7 x Morgunmatur.
  • Snorkeling safarí og sólarlags kayakferð.

Ferðaáætlun

Campaign Mayjun Maldives Sri Lanka Map 1380X776px En

Vika 1: Surf og sólskin á Sri Lanka

 

Dagur 1: Þegar þú lendir í Colombo þá skaltu byrja á því að koma þér til Ahangama og tékka þig inn í surfbúðirnar. Eftir stutta skoðunarferð um nýju heimkynni þín næstu 7 dagana er kominn tími til að skella sér í stutta dýfu ofan í kristaltæran sjóinn og slaka á eftir langt ferðalag.

Lapoint Surfing Sri Lanka Beach2Tuk-tuk surfbúðanna er notaður til þess að flytja brimbrettin á milli staða

Dagur 2: Það er kominn tími til að surfa! Að vera brimbrettakappi þýðir að þú látir veðrið stjórna þér. Suma dagana getur þú fengið þér stóran morgunmat og síðan skellt þér á ströndina til að surfa en aðra daga er best að fá sér létt nasl og skella sér beint á ströndina til þess að nýta tímann. 

Á fyrsta degi verður þér skipað í hóp eftir þinni surfreynslu og síðan verður þér úthlutað brimbretti. Þú munt því næst eyða deginum að læra á búnaðinn og um öryggi í sjónum sem er síðan fylgt eftir með paddling og að læra svokölluð pop-ups. Þú munt læra það á sandinum sértu byrjandi. Eftir æfinguna getur þú verið eftir og æft þig meira eða farið og kannað eyjuna af sjálfsdáðum áður en að kvöldmaturinn er framreiddur í búðunum.

Lapoint Surfing Sri Lanka Sunset UnawatunaNjóttu fallegs sólarlags frá ströndum Ahangama.

Dagur 3-6: Annar dagur, önnur surfkennsla. Þú munt hefja dagana á surfi og eyða síðan eftirmiðdögum og kvöldum fyrir framan sundlaugina ásamt öðrum ferðalöngum sem og að kanna eyjuna á eigin vegum. Það er líka í boði fyrir þig að skella þér í jóga og teygja á aumum vöðvum sértu til í það. Í stuttu máli sagt, 3-6 dagar munu fljúga hjá á meðan þú tanar og æfir brimbrettahæfileika þína!

Dagur 7: Það er kominn tími til að segja skilið við brimbrettið og pakka dótinu þínu saman - þitt næsta ævintýri er handan við hornið! Þegar þú hefur kvatt og fengið öll símanúmerin hjá nýju félögunum þínum er kominn tími til að halda fram á veg, fara upp á flugvöll og fljúga til Maldíveyja.

Gott ráð: Er ein vika í Sri Lanka of lítið? Við skiljum það vel - þú getur auðveldlega eytt tveimur eða jafnvel þremur vikum á þessum dásamlega stað. Við getum auðveldlega framlengt dvöl þína um viku eða tvær svo þú getir kannað fleiri af okkar frábæru ferðum. Þú ræður því algjörlega - við hjálpum þér að finna það ævintýri sem hentar þér best!

Vika 2: Eyjahopp á Maldíveyjum

Thulusdhoo Local Life 1280 720Strönd á eyjastoppi 2, Thulusdhoo.

Þegar þú lendir á flugvellinum á Malé muntu annað hvort eyða nóttinni í Malé (ekki innifalið í verðinu) eða leiðsögumaður kemur og tekur á móti þér og hjálpar þér að komast í ferjuna sem flytur þig yfir á þína fyrstu eyju, Dhiffushi. Það fer allt eftir því á hvaða tíma þú lendir.

Dagur 8-9: Þú munt byrja daginn þinn á eyjunni Dhiffushi með indælum morgunmat en eftir það liggur leiðin í dýrindis snorklferð í kringum Turtle Point, sem er sandrif nálægt Dhiffushi. Eyjan sjálf er frekar lítil í norður Male Atoll, en hún er um það bil 1 km á lengdina og aðeins um 250 m á breiddina. Eyjalífið samastendur af kaffihúsum, veitingastöðum og köfunarverslunum. Dögunum er síðan vel varið í það að slaka á á ströndinni og láta sig fljóta í sjónum en það er nákvæmlega það sem þú munt gera þegar þú ert búin/n að taka inn alla fegurðina í kringum þig sem eyjan hefur upp á að bjóða.

Dagur 10-13: Þú munt eyða næstu dögum á Maldíveyjum að sleikja sólina, slaka á á ströndinni og mögulega að heimsækja nálæga fjölfarna ferðamannastaði. Ef þú elskar svo ævintýri þá getur þú bókað snorklferð eða köfunarferð. 

Eftir nokkra daga í afslöppun muntu ferðast með ferju á næstu eyju, Thulusdhoo.

Thulusdhoo er önnur eyja í norður Male Atoll en hún er þekkt fyrir brimbrettaöldur og gott andrúmsloft.

Þegar þú kemur á áfangastað skaltu skilja töskurnar eftir í gistihúsinu þínu og halda af stað í morgunmat en á eftir honum getur þú skoðað eyjuna í rólegheitunum og jafnvel lagt þig í einu af hengirúmunum á ströndinni.

Thoddoo Local Life 1280 720Röltu um eyjuna og hittu heimamennina.

Dagur 14-15: Ef þú hefur ekki gert það nú þegar þá skaltu eyða næstu dögum í að skoða þig um á eyjunni. Thulusdhoo er stærri en Dhiffushi og hún er því frábær til þess að kynnast lífi heimamanna. Hér getur þú líka prófað að fara á brimbretti.

Á síðasta degi þínum í paradís muntu svo fara í sólseturs kayakferð á Indlandshafi. Ferðin mun fara með þig í gegnum falleg lón og sandgrynningar þar sem þú getur horft á sólina setjast.

Dagur 16: Þegar þú ert búin/n að pakka muntu halda af stað upp á flugvöll með því að taka ferjuna aftur til Malé.

 

Viltu vita meira um þetta fullkomna kombó?
Hafðu samband

 

Lesa meira um ferðirnar:

Hafa samband