5 einstakar upplifanir í Afríku

5 einstakar upplifanir í Afríku

Að ferðast til Afríku hefur upp á ótalmargt að bjóða! Hvort sem það er sjálfboðastarf í Afríku eða ógleymanlegar ævintýraferðir þá skaltu ekki láta þessar 5 einstöku upplifanir í Afríku framhjá þér fara! 

Sofðu í skála með nashyrning rétt fyrir utan dyrnar!

Við vitum öll að Afríka hefur að geyma einn flottasta þjóðgarð í heimi þegar kemur að því að fara í safarí - Kruger National Park. Sumir heimsækja garðinn einungis í einn dag á meðan aðrir velja að dvelja í garðinum í heila viku í þess til gerðum húsum eða skálum. Vissir þú að ekki öll þeirra eru búin girðingu?

Safari lodge Kruger Park South AfricaHazyview Greenfire skálinn, Kruger Park

Þetta þýðir að þér gefst tækifæri til að vakna með nashyrning standandi aðeins nokkra metra frá gististað þínum! True story. Það er þrátt fyrir það engin ástæða til þess að hafa áhyggjur þar sem þetta er húsvaninn nashyrningur sem kemur einungis við í búðunum á hverjum degi til þess að hvíla sig og fá smá frið frá eldri og stærri nashyrningum sem ógna oft yngri og minni nashyrningum. Þótt að þetta geti verið svolítið ógnvekjandi fyrst getur þú verið viss um að starfsmenn búðanna fylgjast alltaf vel með dýrunum sem vappa um í kringum þær. Ekki heldur gleyma að flest dýr eru hrædd við hljóðin sem við gerum bæði á daginn og á kvöldin.

Ennþá spennt/ur að fara? Auðvitað!

 

Gangtu upp í 5895 metra hæð á topp Kilimanjaro í 5-14 daga

Ertu mikið fyrir ævintýralegar áskoranir? Þetta mun vera krefjandi en algjörlega þess virði þegar þú stendur í 6000 metra hæð! Við erum að tala um hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro. Það eru nokkrar leiðir sem hægt er að fara þegar klífa á toppinn og þær taka allt frá 5 upp í 14 daga.

Kilimanjaro-camping-under-the-starsTjaldað undir berum himni, Kilimanjaro

Þú getur valið á milli 6 mismunandi leiða sem taka þig allar á toppinn og gefa þér stórkostlegasta útsýni sem þig hefur hingað til einungis dreymt um. Vinsælasta leiðin er Maranga Route, einnig kölluð Coca Cola leiðin og hægt er að fara hana á einungis 5 dögum. Ef þú vilt fara fáfarnari leið mælum við með Machame Route sem er einnig þekkt sem Whiskey Route. Ef þú ferð þá leið hefur þú einn auka dag til þess að venjast þunnu lofti og treystu okkur þegar við segjum að þú munt vera fegin/n því að hafa bætt við einum til tveimur dögum við ferðina einmitt vegna þess.

 

Trukkaferð um fjarlæg svæði

Ferð af þessu tagi gefur þér tækifæri til þess að ferðast með hópi fólks á öllum aldri. Keyrðu um á sértilgerðum trukk og kannaðu fjarlæg svæði með áður óþekkt innviði. Atvinnusafarí leiðsögumaður mun keyra bílinn á meðan ferð þinni stendur.

Overlanding through Africa

Trukkurinn býr yfir öllu því helsta svo það eina sem þú þarft að taka með þér eru vel vakandi augu og svefnpoka (ef þú ákveður að gista í tjaldi sem við mælum svo sannarlega með!). Ferðir sem þessar geta tekið allt frá nokkrum dögum til nokkrra mánuða en í þessari 24 daga ferð í gegnum suðurhluta Afríku hefur þú meiri en nægan tíma til þess að njóta þessa einstaka ferðamáta.

 

Kafaðu með hnúfubökum og Manta Rays í Zanzibar

Ef þú elskar að kafa (hver gerir það annars ekki?) þá ættiru hiklaust að skella þér til Zanzibar. Ef þú hefur ekki kafað áður máttu búast við því að verða forfallinn aðdáandi köfunar um leið og þú hefur lært réttu tökin. Hnúfubakur og Manta Rays (stórar skötur) eru mjög algengar í Zanzibar og þú munt missa andlitið þegar þú kemst svona nálægt þessum stórbrotnu skepnum.

Humpback Whale In ZanzibarHnúfubakur, Zanzibar

Manta rays kippa sér ekkert upp við návist mannsins. Ef satt skal segja eiga þær það meira að segja til að nálgast þig og njóta lofbólanna sem myndast í kringum þig þegar þú kafar. Hnúfubakar eru forvitinir og það er því oft auðvelt að nálgast þá. Þú getur komið auga á Hnúfubaka frá júní til septembers. Manta Rays má koma auga á allt árið um kring.

Spennt/ur fyrir að vita meira um köfun í Zanzibar? Við mælum með þessu köfunarskóla:

 

Lærðu að vera brimrettakennari og kenndu bágstöddum börnum að surfa

Þetta sjálfboðastarf í Cape Town, Suður-Afríku er sett upp til að kenna bágstöddum börnum dýrmæta lífsreglu. Með því að gefa þeim fræðandi íþróttakennslu eins og hjólabrettakennslu, sundkennslu og brimbrettakennslu er hægt að halda þeim af götunum.

Adventure Surf Club South AfricaAdventure Surf Club sjálfboðastarf, Cape Town

Fyrir flest börn er þessi starfsemi hápunktur viku þeirra og þess vegna er hún notuð sem hvatning fyrir börn til þess að standa sig vel í skóla. Ef þau mæta, eru stillt og prúð og leggja á sig við lærdóminn eru þau verðlaunuð. Sem sjálfboðaliði muntu ekki einungis aðstoða þessi börn heldur muntu einnig afla þér sérstakrar starfsreynslu þegar kemur að starfi með börnum og samfélaginu. Þú þarft ekki að hafa neina brimbrettareynslu, það nægir að kunna að synda!

Ertu tilbúin/n til að afla þér nokkura karamstiga?

 

Ef þú vilt ferðast til Afríku en getur ekki ákveðið þig hvert þú vilt fara þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur og við munum aðstoða þig við að setja upp hina fullkomnu ferð áður en þú leggur af stað.

Tilbúin/n fyrir þitt afríska ævintýri?
JÁ!
Hafa samband