New Road Guest House

Entrance - New Road Guest House, Bangkok
Frá ISK 6.500

Inniheldur

  • Móttaka á flugvellinum
  • 2 nætur
  • Morgunverður
Bangkok, þrátt fyrir að vera ein mest heillandi borg Asíu, getur við fyrstu sýn oft á tíðum virst óskipulögð og yfirþyrmandi. Gerðu ferðalagið þitt til Tælands einfalt og þægilegt með komupakka Road Guest House hotel. Hann inniheldur móttöku á flugvellinum, gistingu í tvær nætur og morgunverð.

Komupakki Road Guest House hotel

Með komupakka Road Guest House færð þú frábæra byrjun á ferðalagi þínu um Tæland. Innifalið er móttaka á flugvellinum, gisting í tvær nætur og morgunverður. 

New Road Guest House er staðsett í rólegu hverfi, nálægt ánni, í hjarta Bangkok. Þaðan ert þú aðeins í um 5 mínútna göngufjarlægð frá sky-lestinni og í um 15 mínútur með leigubíl í eitt vinsælasta verslunarhverfi Bangkok.

Á New Road Guest House finnur þú kaffihús, veitingastaði og upplýsingaborð þar sem þú færð allar þær upplýsingar sem þú þarft varðandi afþreyingu og ferðir í Bangkok og nálægum svæðum. Að auki býður hótelið upp á fría farangursgeymslu fyrir gesti.

Innifalið í komupakkanum er:

Innifalið er móttaka á flugvellinum (Suvarnabhumi Airport), tvær nætur og morgunverður.

  • frá 6.500 ISK á mann á dorm herberbi með sameiginlegu baðherbergi
  • frá 8.500 ISK á mann í standard herbergi með sér baðherbergi

Börn frá 50% afslátt og er hægt að bóka sérstök fjölskylduherbergi fyrir fjóra, með sér baðherbergi.

New Road Guest House, Bangkok, ThailandNew Road Guest House í Bangkok, Tælandi

New Road Guest House Restaurant, Bangkok, ThailandVeitingastaðurinn á New Road Guest House í Bangkok, Tælandi

New Road Guest House - local area in Bangkok, Thailand
Svæðið í kringum New Road Guest House í Bangkok, Tælandi

 

Kort

 

Contact