Ghana

Lífið er afslappað á ströndum Ghana
 

Ghana - litríkt ævintýri!

Ghana er eitt vinalegasta land í heimi! Þar getur þú farið í spennandi safarí, slappað af á gullfallegum ströndum, víkkað sjóndeildarhringinn í gegnum sjálfboðastarf og upplifað framandi borgarlíf. Landið er fullkomið fyrir forvitna bakpokaferðalanga. Bókaðu ferð þína til Ghana með KILORY!

Magnað sólarlag í Ghana

Ghana er staðsett á vesturströnd Afríku og á landamæri að Fílabeinsströndinni, Burkina Faso og Tógo. Landið er ríkt af náttúrulegum auðlindum og hefur ferðaþjónustan verið að aukast þar á síðustu árum. Drífðu þig til Ghana og vertu á undan straumnum! 

Accra - litrík höfuðborg Ghana

Upplifðu hið litríka borgarlíf í Accra. Þar finnur þú tvo markaði sem báðir eru þess virði að heimsækja. Á Kaneshi markaðinum finnur þú fjöldan af áhugaverðum matvælum. Ekki borða neitt áður en þú ferð þangað þar sem þú verður að smakka eins marga rétti og þú getur. Markaðurinn Makola er nær miðbænum en þar finnur þú mikið af skemmtilegum minjagripum. Mundu eftir að fara yfir reglurnar varðandi prútt! 

Accra er þekkt fyrir skemmtilegt næturlíf og finnur þú þar marga skemmtilega bari og dansstaði. Upplifðu það hvernig hin afríska og vestræna tónlist blandast saman. Daginn eftir er síðan ekki langt fyrir þig að slappa af á ströndinni. Kíktu við á Coco ströndina og njóttu lífsins.

Þú upplifir einstaka gestrisni í Ghana

Hvað á ég að borða í Ghana?

Maturinn í Ghana er hreint frábær og sérstaklega ef þér líkar við sjávarrétti! Þú verður að smakka fufu, sérréttur heimamanna, en það er einskonar þykk bolla gerð úr annaðhvort korni eða rótargrænmeti. Fufu er oft borðað með öðrum réttum og nota heimamenn það sem einskonar skeið. Við skorum á þig að prufa! Ef þig langar að læra meira um matargerð er frábært að skella sér á matreiðslunámskeið þar sem þú bæði lærir að elda og einnig smakka á öllum sérréttum heimamanna.

Hvað á ég að gera í Ghana?

Ghana hefur upp á mikið að bjóða. Sigldu um Tadane ánna og heimsóttu hið fræga þorp sem byggt er á stultum yfir ánni. Stoppaðu við í fallega sjávarþorpinu Elmina og njóttu þess að kynnast menningunni. Farðu til Cape Coast og heimsæktu kastalann þar sem einn af stærstu þrælamörkuðunum í Afríku var. Upplifðu hina magnþrungnu stund að horfa á dyrnar "of no return". Einnig þá máttu ekki gleyma því að heimsækja konungshöllina, er um sex tíma akstur þangað frá Accra. 

Höllin í Ghana

Ef þú hins vegar þarft meiri hreyfingu þá finnur þú margar skemmtilegar gönguleiðir í Ghana. Skorum á þig að fara upp á hæsta fjall Ghana, Mount Afadjato og upplifa þar einstakt útsýni sem þú munt aldrei gleyma.

Sjálboðastarf í Ghana

Víkkaðu sjóndeildarhringinn og kynnstu menningunni í gengum sjálfboðastarf. Í Ghana finnur þú fjölbreytt sjálfboðaverkefni tengd samfélagsþjónustu sem eiga eftir að veita þér frábæra reynslu. Kenndu börnum eða aðstoðaðu við að byggja um samfélag. Ótrúleg reynsla sem þú munt aldrei gleyma.

Hvað er best að gista í Ghana?

Í Accra munt þú finna allar tegundir af gistingu, frá hostelum til 5 störnu hótela. Hins vegar þegar komið er í minni bæji er ekki mikið um fínni gistingar en þú munt allstaðar finna hostel og skemmtileg gistiheimili. 

Að ferast um Ghana

Almenningssamgöngur í Ghana eru almennt góðar og er Ghana STC mjög þæginlegur ferðamáti. Þú getur hins vegar ekki alveg reitt þig á tímatöfluna þeirra. Ef þú ert að flýta þér mælum við með að þú takir leigubíl.

Ýmislegt gerist í umferðinni í Ghana

Hvenær er best að ferðast til Ghana?

Í Ghana er sól og heitt allt árið um kring og er hitinn vanalega í kringum 30°c. Regntíminn er í júní mælum við því með að þú ferðist þangað frekar á hinum mánuðunum.

Dreymir þig um að heimsækja Ghana?
Hafðu samband!

Hafa samband