Kenía

Safarí í Kenía með KILROY!
 

Kenía - upplifðu Afríku!

Kenía hefur mörg andlit og er góð ástæða fyrir því að landið er talið eitt af bestu löndunum til að ferðast um með bakpoka. Að ferðast í Kenía er ódýrt og auðvelt. Hér geturðu rekist á villt dýr, notið sólarupprásar í 5000 metra hæð, snorklað og skokkað á snjóhvítum ströndum, tekið andköf yfir fegurð Rift Valley, og hitt vingjarnlegt fólk.

Masai menn við sólarupprás - Kenía

Það eru miklar líkur á að ferðalagið þitt hefjist í höfuðborginni Naíróbí. Athugaðu að borgin er í um 1500 metrum yfir sjávarmáli og því líklega ekki eins heitt þar og þú heldur. Miðbær Naíróbí er frekar nútímalegur og ekkert sérlega heillandi en hins vegar eru nálæg úthverfi skemmtileg og þess virði að heimsækja. Og ef þú þorir ættirðu að prufa 'Nyama Choma' á næsta staðbundna veitingastað - grilluð geit sem er einstaklega bragðgóð! Eftir máltíðina getur þú svo skorað heimamenn í billjard og spilað undir berum himni.

Gönguferðir í Keníu

Njóttu stórbrotna útsýnisins þegar þú gengur um sigdalinn, East African Rift. Njóttu kyrrðarinnar í litlu afskekktu þorpi og þegar sólin sest og kertaljós er eina lýsingin skaltu ekki gleyma því að horfa upp í stjörnubjartan himininn.

Gönguferð upp Mount Kenya - KILROY

Fyrir reynda göngugarpa er algert skilyrði að upplifa sólarupprásina við Lenana, sem er einn af tindum Mount Kenya. Það tekur þig um fjórar til fimm klukkustundir að ferðast að rót fjallsins með 'matatu' farartæki, frá Nairobi. 

Safarí í Keníu

Þegar þú ferðast um undraverðar gresjur Masai Mara eru miklar líkur á að þú sjáir uppáhaldsdýrin þín en á svæðinu búa yfir 3 milljónir spendýra. Upplifðu heim dýranna með eigin skilningarvitum í magnaðri safaríferð. Bókaðu nokkurra daga leiðangur um Masai Mara, Lake Naivasha og Lake Nahuru og fylgstu með nashyrningum, flóðhestum, ljónum, sebrahestum og gíröffum í sínu náttúrulega umhverfi. 

Magnað safarí í Kenía - KILROY

Strandlengja Keníu

Sjávarréttirnir við strandlengju Kenía eru himneskir! Þegar þú ert búinn að borða skaltu njóta bragðsins af ferskum berja-hristing (þú verður að prófa ástríðuávöxt með banönum og mangó) á meðan þú liggur og flatmagar í hengirúmi og horfir á sólsetrið yfir hafið og perluhvíta ströndina. 

Heimsæktu Lamu eyju þar sem tíminn stendur í stað og bílar eru bannaðir. Asnar eru vinsæll flutningsmáti sem skapar afslappaða og einstaka stemmningu. Leitaðu í höfninni að skipstjóra sem er til í að taka þig á 'dhow'. Á þessum heimabyggða viðarbáti geturðu veitt þér til matar og notið fallegs útsýnis eyjunnar.

Langar þig að ferðast til Kenía?
Hafðu samband

Hafa samband