Simbabve

Upplifðu magnað dýralíf í Zimbabwe
 

Simbabve - Viktoríafossarnir og spennandi ævintýri

Simbabve er heimili vinalegs fólks, ótrúlegs dýralífs og magnaðar náttúru. Hér hafa átt sér stað erfiðar pólitískar og hagfræðilegar deilur, en ástandið hefur batnað mikið á síðustu árum og hefur ferðamennska aldrei verið mikilvægari! Bókaðu ferðina þína til Simbabve hjá KILROY!

Simbabve (Zimbabwe) er landlukt land í suðurhluta Afríku og á landamæri við Suður-Afríku, BotsvanaSambíu og Mósambík. Hér búa u.þ.b. 14 milljónir manna og lifa flestir í nágrenni borganna Bulawayo og Harare. Þetta er tiltölulega lítið land en ekki láta það plata þig því Simbabve býður upp á nóg af ævintýrum og spennandi upplifunum!

Victoria Falls - Zimbabwe

Viktoríufossarnir 

Eitt helsta aðdráttarafl Simbabve eru auðvitað Viktoríufossarnir í Zambezi ánni sem mynda náttúruleg landamæri á milli Simbabve og Sambíu. Viktoríufossarnir eru ótrúlega kraftmiklir, fallegir og áhrifamiklir, en það býr einnig mjög sérstakt og heillandi dýralíf í nágrenni við fossana. Hér getur þú séð stórar hjarðir af flóðhestum, krókódílum, fílum, buffalóum og ýmsum tegundum antilópa.

Fossarnir ná yfir 1,7 km svæði og vatnið fellur úr um 108 metra hæð. Á regntímabilinu er vatnskrafturinn oft svo mikill að vatnið úr fossunum skvettist í allt að 400 metra hæð og sést það í marga kílómetra fjarlægð. Að auki er það einstök upplifun að horfa á fossana að ofan!

Þjóðgarðar í Simbabve

Victoria Falls National Park er einn af átta stóru þjóðgörðum Simbabve, en sá stærsti er Hwange National Park. Þar lifa yfir 105 spendýrategundir og er þetta eini staðurinn þar sem þú getur séð gemsbok antilópur og brúnar hýenur lifa í stórum hópum. Hwange þjóðgarðurinn er einnig einn af fáum stöðum þar sem hinn nánast útdauði villti afríski hundur býr. Hwang þjóðgarðurinn er mun minna heimsóttur en Victoria Falls National Park, en hann er stutt frá og því er tilvalið að koma hér við á leið þinni um Simbabve.

Þú munt sjá marga fíla í þjóðgörðum Zimbabwe

Fólkið í Simbabve - vinalegasta fólk sem þú hefur hitt!

Þrátt fyrir að íbúar Simbabve hafi upplifað meiri hörmungar en við getum ímyndað okkur eru þeir ótrúlega jákvæðir og vinalegir. Á ferðalagi þínu átt þú eftir að sjá fleiri bros en nokkru sinni áður! Óeirðir og deilur hafa þó sett svip sinn á landið og eiga heimamenn það til að virðast vera örvæntingarfullir er þeir selja handverk sitt. Tréverk frá Simbabve er heimsþekkt og þú munt hvergi finna fallegra handverk í allri Afríku. Já hefðin er að prútta en mundu að stundum skipta einn til tveir dollarar ekki máli. Mundu einnig að skoða vel vöruna sem þú ert að kaupa og alls ekki kaupa vörur sem gerðar eru úr fílabeini (ivory) eða íbenvið (ebony).

Það er ekki auðvelt að ferðast um Simbabve á eigin vegum. Því mælum við með að þú farir í skipulagða ferð með öðrum skemmtilegum bakpokaferðalöngum alls staðar að úr heiminum.

Við mælum með að fara í skipulagða ferð um Zimbabwe

Veðurfar í Simbabve

Þó að Simbabve sé staðsett nálægt miðbaug þá getur hitastigið verið nokkuð breytilegt en það er vegna þess að landið liggur í mikilli hæð og inni í álfunni, en ekki við sjó. Þú mátt því búast við að á kvöldin og nóttunni kólni nokkuð - hitastigið á það til að fara jafnvel niður fyrir frostmark.

Regntímabilið er frá nóvember til mars og bestu mánuðirnir til þess að heimsækja Simbabve eru apríl, maí, ágúst og september. 

Mikilvægt að hafa í huga áður en þú ferðast til Simbabve

Miðað við núverandi efnahagsástand mælum við með að þú notir aldrei kreditkort á meðan þú ert í Simbabve. Það ríkir óðaverðbólga í landinu og þú gætir því átt á hættu að Zimbabwe dollarar sem þú tekur út í hraðbanka verði verðlausir áður en þú veist af. Því mælum við með því að takir með þér seðla í öðrum gjaldmiðlum fyrir alla dvölina. 

Langar þig að ferðast til Simbabve?
Hafðu samband

Hafa samband