Viktoríufossar

Viktoríufossar eru ótrúlegt náttúrufyrirbæri!
 

Ferðir til Viktoríufossa - stórkostlegt, dásamlegt & ótrúlegt!

Það eru ekki til nógu sterk orð til að lýsa því stórkostlega náttúruundri sem Viktoríufossar eru. Samkvæmt sumum mælingum eru þetta mestu fossar jarðarinnar. Þeir eru að minnsta kosti með þeim óvenjulegustu hvað varðar lögun þeirra! Svo finnst við þá meira og sýnilegra dýralíf en við nokkurn annan stórfoss. Upplifðu Viktoríufossa með KILROY!

Viktoríufossar eru staðsettir í efri hluta Zambezi árinnar og þeir mynda náttúruleg landamæri á milli Sambíu og Simbabve og eru þeir á heimsminjaskrá UNESCO. Hægt er að komast að fossunum annað hvort frá Livingstone í Sambíu eða borginni Victoria Falls í Simbabve. Skoski landkönnuðurinn David Livingstone gaf fossunum nafnið og því er þetta heitið sem er notað í Simbabve. Hins vegar eiga þeir annað eldra nafn sem frumbyggjar svæðisins gáfu þeim; Mosi-oa-Tunya. Það heiti er opinbert nafn fossana í Sambíu og merkir það „Reykurinn sem þrumar“.

Viktoríufossar - Simbabve

Þó að fossarnir séu hvorki þeir hæstu né breiðustu í heimi vill fólk meina að þeir séu þeir mestu. Óvenjuleg lögun Viktoríufossa gerir fólki kleift að horfa á nær alla dýrðina frá toppi fossana og úr allt að 60 metra fjarlægð, því öll Zambesi áin steypist niður í djúpt, þröngt hyldýpi sem tengist langri röð af gljúfrum. Þegar þú ferð inn í Victoria Falls þjóðgarðinn getur þú gengið 1,7 km langan göngustíg fram að brún gljúfursins en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir fossana. Á regntímabilinu er þetta eins og að ganga í miklum regnskúr þar sem vatnið skvettist hundruði metra yfir jörðina.

Borgin Victoria Falls

Victoria Falls borg sýnir lítið sem ekkert af hinu raunverulega Simbabve. Borgin er í nýlendustíl og birtist eins og lítil vin í eyðimörkinni. Hún virðist vera svolítið úr samhengi við ástand landsins. Gangan frá borginni að fossunum tekur um 10 mínútur. Gættu að því að þú gætir óvart rekist á dýr á leiðinni, allt frá buffalóum til fíla. Þú ættir því að halda þig á veginum. Í borginni er banki (sem þú ættir ekki að nota, lestu meira um Simbabve hér), nokkur frábær hótel, veitingastaðir og minjagripaverslanir. Það er algjörlega þess virði að fara á handverksmarkaðina þar sem hægt er að nálgast eitthvert besta handverk í Afríku.

Hvað er hægt að gera í Victoria Falls?

Reyndu að fara í þyrluflug yfir fossana. Það kostar yfirleitt um 100 dollara að fara í 10 mínútna flugferð en þeim peningum er vel varið. Taktu myndavélina þína með þar sem þú munt geta náð frábærum myndum af fossunum. 

Viktoríufossar eru einnig þekktir sem adrenalínparadís. Hægt er að takast á við fjölbreyttar áskoranir svo sem teygjustökk, gljúfurrólur og rafting. Öryggið er í fyrirrúmi hér eins og annars staðar svo þú þarft ekki að hræðast það að prófa.

Þú getur líka fylgst með dýralífinu í Victoria Falls þjóðgarðinum eða farið í ferð til Chobe National Park í Botsvana. Kvöldsigling (e. booze cruise) á Zambezi ánni er eitthvað sem hiklaust er hægt að mæla með og þar er farið nokkuð nálægt fossunum. Sólsetrið við ánna er dásamlegt og ef heppnin er með þér sérðu krókódíl ásamt stórum hópi af flóðhestum.

Viktoríufossar - Simbabve

Það er erfitt að gera sér grein fyrir stærð fossana. Sérðu fólkið hægra megin fyrir miðju? Það stendur á útsýnispalli.

Að komast á milli staða í Victoria Falls

Leigubílar eru ódýrir og það er auðvelt að ná í þá. Flest allt sem þú þarft á að halda er í göngufjarlægð ef þú gistir í eða nálægt miðborginni. Ekki ganga um ein(n) eftir sólsetur. Villt dýr ganga óáreitt um og þú myndir ekki vilja rekast á buffalóa eða nashyrning í myrkrinu.

Við mælum með!

Farðu á veitingastaðinn „The Boma“ en þar færðu frábæra villibráð og grillmat. Þú færð að klæðast hefðbundnum simbabveskum fatnaði og greiðir bara eitt verð fyrir allt sem þú borðar. Ef þú þorir er skorað á þig að borða Mopani orma og lirfur þeirra - nammi namm!

Langar þig að sjá Viktoríufossa?
Sendu okkur tölvupóst!

Hafa samband