Osaka

Sumo Wretler
 

Osaka – japönsk ævintýri

Það tekur þig um sex tíma að ferðast frá Tokýó til Osaka. Borgin er þekkt fyrir einstaka matarmenningu, verslun og næturlíf. Á kvöldin er himinninn upplýstur af ljósaskiltum og göturnar fullar af íbúum borgarinnar, alveg eins og þú hefur ímyndað þér „alvöru Japan“. Bókaðu draumaferðina þína til Osaka með KILROY.

Osaka er viðskiptahöfuðborg Japans og eins og í öðrum japönskum stórborgum eru þar mikið af háhýsum og skýjakljúfum. Ef þú elskar að versla og borða japanskan mat er Osaka rétti staðurinn fyrir þig! Þar eru einnig margir litríkir karókíbarir, „ástarhótel“ og jafnvel vagnar í neðanjarðarlestunum sem eru eingöngu fyrir konur. 

Fyrir þá sem eru að leita sér að góðum stað til að byrja ferðalagið sitt um Japan er Osaka mjög góður kostur. Þaðan er auðvelt að ferðast til annarra staða í Japan eins og Nara, Kyoto, Kobe og Mountain Koya hofið.

Osaka að nóttu til - KILROY

Verslun í Osaka

Þú færð fjölda tækifæra til að versla í Osaka og gæti það orðið eitt af því skemmtilegasta sem þú gerir þar. Tenjinbashi-suji er 2600 metra löng, yfirbyggð verslunargata. Þú finnur pottþétt það sem þú leitar að þar! Þá er einnig Umeda, verslunar- og veitingasvæðið, sem er staðsett mjög miðsvæðis. Ef þú ert að leita að raftækjum þá ættir þú að heimsækja Den Den Town.

Hvað á ég að gera í Osaka?

Karókí kom upprunalega frá Osaka en ef þú ert ekki mikið fyrir að syngja fyrir ókunnuga þá er það ekki vandamál í Osaka. Þar getur þú leigt karókíherbergi fyrir aðeins þig og vini þína þar sem allir drykkir eru innifaldir - eitthvað sem þú verður að prófa! Þetta er frábær skemmtun en mundu að Japanir taka karókí mjög alvarlega!

Annað sem er þess virði að skoða er Osaka Palace sem er virkilega falleg bygging í miðju borgarinnar. Kaiykan Harbour er líka spennandi valkostur en þar finnur þú stærsta fiskabúr heims og parísarhjól.

Osaka Palace

Næturlífið í Osaka

Vinsælasta barhverfi Japan er Namba Street og er það nokkrir kílómetrar á lengd. Miðpunktur næturlífs Osaka er Dotonbori Street sem er nálægt Shinsaibashi lestarstöðinni. Þar er mikið af veitingastöðum, klúbbum og stöðum til að borða, drekka, djamma og syngja. Í Umeda er líka mikið af klúbbum og börum.

Ekki láta það koma þér á óvart þegar þú ferð á klúbbinn í Osaka að algengt er að Japanir skilji veskin sín og handtöskur eftir á borðinu þegar þeir fara út á dansgólfið. Ásamt því að þeir dansa mjög oft á nákvæmlega eins.

Hvar er best að gista í Osaka

Þú finnur marga fjölbreytta gistimöguleika í Osaka þar sem verðið er frá um 25 dollurum fyrir rúm í svefnsal og allt upp í nokkur hundruð dollara fyrir nótt á lúxushóteli.

Fyndinn gistimöguleiki sem við getum mælt með, er svokallað hylkjahótel en það er lítið einstaklingsrými (um 1 x 2 metrar), næstum eins og holur í vegg eða box. Hvert hylki hefur venjulega sjónvarp en allt annað er sameiginlegt, s.s. baðherbergi og stofur. Þessi týpísku japönsku hótel eru eingöngu fyrir karlmenn. Verðið er um 40 dollarar á nótt.  

Langar þig að ferðast til Osaka?
Hafðu samband

Hafa samband