Laos

Hitti munka í höfuðborg Laos, Vientiane.
 

Laos - óspillt náttúra og einstök gestrisni

Laos er einstakt land þar sem náttúran er ein sú óspilltasta í allri Asíu. Laos er í nokkrum orðum, óspillt landslag, fossar og fjöll, stórkostleg og forn musteri, einstök þorp, frábær gestrisni og mögnuð ævintýri. Ekki hika og bókaðu ferð með KILROY til Laos!

Skemmtisigling á hinni frægu Mekong á, gönguferð milli hofa í hinum sögulega Luang Prabang, morgunmatur við árbakkann í höfuðborginni Vientiane, heimsókn til hins gamla konunglega bæjar Champasak. Það skiptir litlu hvert þú ferðast innan Laos, allsstaðar muntu upplifa eitthvað einstakt. Landið eru afskaplega hreint og óspillt og hlutirnir ganga fyrir sig á sama þægilega tempóinu. Já Laos er virkilega rétti staðurinn fyrir bakpokaferðamenn.

Vang Vieng í Laos - KILROY

Eins og blóm í suðaustur-asísku eggi

Laos er staðsett í suðaustur-Asíu, með landamæri að Myanmar (áður Búrma), Kína, Víetnam, Kambódíu og Tælandi. Í landinu búa yfir 6 milljónir íbúa sem kalla sig "Laotians" eða Laosbúa og býr meirihlutinn í Mekong Valley. Laos er þekkt fyrir ótrúlega náttúrufegurð en einnig ríka menningararfleifð og gestrisni heimamanna.

Magnaður áfangastaður

Í dag getur þú flogið til þriggja alþjóðlegra flugvalla í Laos; Vientiane, Luang Prabang og Pakse, en einnig er hægt að ferðast landleiðina, frá nærliggjandi löndum. Sumir telja að Huay Xai (norðaustur) sé besti staðurinn til að byrja ferðina um Laos. 16 héruð eru í Laos og er stór hluti þeirra þakinn ósléttu fjallasvæði. Langar þig að ferðast úr alfaraleið þá er Laos algerlega málið.

Hvað á ég að gera í Laos?

Höfuðborgin Vientiane er fræg fyrir líflegt og afslappað andrúmsloft. Hér finnur þú mikið úrval veitingastaða. Borgin er sú stærsta í landinu, staðsett í vesturhluta landsins við hina frægu Mekong á sem er um 5000 kílómetra löng og er aðalsamgönguæð landsins. 

Sólarlag við Luang Praband - KILROY

Við mælum með því að þú skellir þér í siglingu niður Mekong ánna á hægum fljótabáti og notið einstaks útsýnis. Á leiðinni munt þú sjá grösugar hæðir, mögnuð fjöll og inn á milli lítil friðsæl fiskiþorp. Ef þú verður ekkert sérstaklega uppnumin/n af Laos þá er það í svona ferð sem landið mun vinna hjarta þitt. Einnig er þessi samgöngumáti frábær til að kynnast öðrum ferðamönnum. Það er mjög líklega að þú munir hitta fyrir sama fólkið aftur í ferð þinni um landið. Mundu eftir því að stoppa á leiðinni og fara í skoðunarferðir - til dæmis til smábæjarins Pakbeng og Luang Prabang, sem var áður höfuðborg landsins!

Frönsk áhrif

Margir ferðamenn sem eru vanir að ferðast um Tæland verða undrandi þegar þeir sjá að Laosbúar keyra á hægri vegarhelmingi. Einnig eru Laosbúar fátækari en Tælendingar. Þrátt fyrir mikla fátækt þá eru Laosbúar afar gestrisnir og tala bæði ensku og frönsku (landið var undir yfirráðum Frakka í rúmlega hálfa öld eða þar til 1949) og því er ekki erfitt að tjá sig og kynnast heimamönnum. Margir ferðamenn sem koma hér í fyrsta sinn taka eftir því hversu afslappaðir Laosbúar eru miðað við Asíubúa frá nágrannalöndunum. Þetta gerir ferð þína um Laos ógleymanlega upplifun.

Bakpokaferðalag í Laos - KILROY

Luang Prabang

Þessi sögufræga borg er staðsett við samrennsli Mekong og Nam Khan ánna. Hér vilt þú vera ef þú hefur áhuga á menningu. Það tekur tvo daga að ferðast til borgarinnar frá Huay Xai (við tælensku landamærin) með hægfara fljótabáti. Luang Prabang er litla Frakkland. Hér geturðu fundið franska veitingastaði, croissants, Vache Qui Ride ost og frönskumælandi heimamenn. Hér upplifir þú frábæra stemmningu! Helsta minning ferðamanna sem koma í þessa borg er hin mikla matarmenning. Fylltu magann af einhverju öðru en bara núðlum og hrísgrjónum, sem erfitt er að forðast annar staðar í landinu.

Van Vieng

Ferðalagið um Laos getur tekið þig til Van Vieng sem er þriðji depillinn í þríhyrningnum sem einnig inniheldur Luang Prabang og höfuðborgina Vientiane. Borgin er einnig þekkt undir nafninu "þorp bakpokaferðalangans". Vinsælasta vatnasportið hér er "tubing" (hraðbátur dregur þig á túbu yfir vatn).

Ævintýraferð í Vang Vieng - KILROY

Borgin liggur ekki langt frá landamærum Kambódíu og hér er að finna hinn fallega Li Phi foss sem er stærsti foss Asíu. Fossinn er umkringdur fallegu og gróðurmiklu graslendi og háum fjöllum. Nærtæk svæði eru einnig einstök. Þú getur leigt hjól eða farið í gönguferð til að skoða dásamlega hella og kalksteinsholur í grenndinni.

Hátíðarhöld og ferðatímabil

Það er regntímabil í Laos frá júní til október en það er alveg hægt að heimsækja landið á þessu tímabili þar sem það liggur í mikilli gróðursæld og allt verður því gróskumeira og grænna á þessum árstíma.

Nýja árið er haldið hátíðlegt í apríl og stóra vikulanga hátíðin, That Luang Festival, er í nóvember. Á Laos geturðu bæði skoðað og slappað af í fallegu, hreinu og vingjarnlegu landi.

Það er enginn tími fyrir hangs, ferðastu til Laos eins fljótt og mögulegt er!

Dreymir þig um að ferðast til Laos?
Hafðu samband!

Hafa samband