Vientiane

Mörg heillandi hof til að skoða í Vientiane
 

Vientiane - rólega höfuðborgin

Við árbakka Mekong, þar sem Laos og Tæland mætast finnur þú eina af rólegustu borgum Asíu. Ef þú vissir ekki að Vientiane væri höfuðborg Laos myndir þú líklega halda að þú værir í litlum bæ. Njóttu þess að ganga um grænar götur, skoða hin fjölmörgu gullnu hof og upplifa einstaka menningu. Bókaðu ferð þína til Vientiane með KILROY!

Patuxai - sigurboginn í Vientiane

Hvað á ég að gera í Vientiane?

Þó svo að Vientiane sé mun rólegri borg en nágrannaborgir hennar þá á þér ekki eftir að leiðast. Farðu og skoðaðu Vientiane Patuxai, Laos útgáfan af Sigurboganum, sem sýnir vel hin frönsku áhrif frá nýlendutímanum. Farðu efst upp á Patuxai og upplifðu einstakt útsýni yfir Mekong ánna - ekki gleyma myndavélinni!

Einnig mátt þú ekki missa af því að heimsækja Pha Tat Luang hofin sem eru staðsett rétt fyrir utan borgina. Það er mögnuð upplifun að standa fyrir fram þessi gullhúðuðu hof. Hofin Wat Prha Kep og Wat Sisaket eru einnig þess virði að heimsækja.

Að versla í Laos - mundu eftir því að prútta

Ef þig langar að versla hina týpísku minjagripi eru Talat Sao eða Morning Market þeir markaðir sem þú ættir að heimsækja. Þar finnur þú allskonar raftæki, fatnað, úr og skartgripi. Athugaðu að Morgunn markaðurinn er í raun opinn allan daginn þrátt fyrir nafnið! Á þessum stöðum getur þú gert góð kaup - það er ef þú kannt að prútta. Hér eru nokkrar reglur sem gott er að hafa í huga varðandi prútt. 

Upplifðu matinn á mörkuðum borgarinnar!

Buddha garðurinn

Í um það bil 24 km fjarlægð frá miðbænum finnur þú hinn fræga búdda garð Wat Xieng Kuan. Garðurinn er byggður upp með það hugarfar að sameina trú og menningu en þar finnur þú magnað safn af steyptum skúlptúrum af bæði hindúa og búdda guðum sem og frægum einstaklingum. Það sem gerir garðinn síðan enn skemmtilegri að hann er staðsettur við Mekong ánna þar sem þú finnur einnig skemmtilega veitingastaði. Njóttu þess að ganga um garðinn og borða frábæran mat á einstökum stað! 

Hvar er best að gista í Vientiane?

Ferðamannafjöldinn í Laos er alltaf að aukast og hefur því fjöldinn af gistimöguleikum aukist á sama tíma. Í Vientiane getur þú valið gistingu á allt frá 5 stjörnu hótelum niður í ódýr farfuglaheimili. Best er að ganga eftir götunum í kringum Nam Phu Square en þar eru flestir gistimöguleikarnir í boði. Athugaðu að í kringum háannatímann er sniðugast fyrir þig að panta gistingu fyrirfram svo þú lendir ekki í að allt sé fullbókað. Bókaðu frábæran komu pakka hjá KILROY!

Ótrúlega auðvelt að ganga um borgina - Vientiane

Að ferðast um Vientiane

Vientiane er fullkomin borg fyrir gangandi vegfaranda. Annar möguleiki er að leigja hjól en þá hefur þú einnig möguleika á að skoða útjaðar borgarinnar. Njóttu þess að hjóla meðfram Mekong ánni og mundu eftir að stoppa og bragða á framandi ávöxtum sem þar eru ræktaðir. Ef þú ert hins vegar þreyttur ferðalangur þá er um að gera að hoppa upp í tuk-tuk en þá finnur þú á hverju götuhorni. Sestu niður og njóttu ferðarinnar!

Það er auðvelt að ferðast til og frá Vientiane með rútu. Í borginni eru þrjár umferðarmiðstöðvar svo mundu eftir því að skoða vel hvaðan þú ert að ferðast! Þú getur einnig keypt miða í rúturnar á öllum ferðaskrifstofum borgarinnar.

Langar þig að ferðast til Vientiane?
Hafðu samband!

Hafa samband