Maldíveyjar

Strönd á maldives
 

Maldíveyjar - ógleymanleg paradís

Maldíveyjar eru hreint út sagt ómótstæðilegar og draumaáfangastaður allt árið um kring. Þar finnur þú hvítar silkimjúkar strendur, turkísbláa sjó, falleg blá lón, litríkt neðansjávarlíf og svipmikil pálmatré. Og ekki má gleyma að þar er lítil úrkoma og hitastigið um 30°C alla daga ársins.

Maldíveyjar - upplýsingar

Maldíveyjar eru land sem byggist upp af 26 eyjum innan svæðis sem telur samtals 1192 eyjar, þar af 200 sem eru byggðar. Landið er staðsett í Indlandshafi og er minnsta landið í Asíu. Því hefur verið haldið fram að Maldíveyjar séu fallegustu suðrænu eyjum heims og margir ferðamenn eru sammála þeirri fullyrðingu.

  • Á Maldíveyjum búa um 300.000 manns - af þeim eru yfir 70.000 erlendir starfsmenn sem vinna við ferðamennsku.
  • Ferðamennska sem iðnaður, hófst ekki á Maldíveyjum fyrr en árið 1972 en fer ört vaxandi.
  • Í dag er ferðamennskan orðin arðbærasta atvinnugrein landsins og nær inn miklu meiri tekjum en fiskveiðar sem er þó enn megin atvinnugrein innfæddra.
  • Þær eyjar sem eru notaðar í ferðamennsku eru ekki þær sömu og íbúar Maldíveyja búa á.

Á kvöldin eru venjulega skipulagðar sýningar á ferðamannaeyjunum. Þú getur skoðað þig um með því að ferðast á milli eyja. Njóttu þess að kafa, snorkla og borða maldíveyskan mat sem er virkilega bragðgóður. Fiskur, aðallega túnfiskur er áberandi í eldamennsku eyjanna en sjá má arabísk, indversk og austurlensk áhrif á matargerðina. Það er eiginlega nauðsynlegt að heimsækja Maldíveyjar a.m.k einu sinni á lífsleiðinni.

Velkominn til Maldiveseyja

Malé

Malé, höfuðborg Maldíveyja, er ein af minnstu höfuðborgum heims með um 75.000 íbúa. Kannaðu gamla markaðssvæðið eða fiskmarkað Malé, þar sem þú getur skoðað fiskibátana, dhonis. Þá er einnig við hafið í norðri er The Local Market sem er fullur af litlum sölubásum með vörum sem koma aðallega frá eyjunum.

Ekki gleyma því að dást að Friday Moskunni sem er einnig nefnd Huskuru Miskiiy og er 400 ára gömul. Skoðaðu líka Islamic Centre moskuna með gullna þakið. Moskan er nógu stór fyrir 5000 manns og hefur bókasafn, ráðstefnusal, kennslustofur og skrifstofur.

Mulee-aage er hundrað ára gömul höll sem er byggð af soldáninum Mohamed Shamsuddeen III og stendur hún rétt fyrir framan Friday Mosque. Við hlið hallarinnar er þjóðminjasafn eyjanna.

malé höfuðborg Maldiveseyja

Veður á Maldíveyjum

Veðrið á Maldíveyjum er eins og í paradís, hlýtt, rakt og sólríkt allan ársins hring. Meðalhitastig er um 29-32 gráður. Apríl er heitasti mánuðurinn en desember sá kaldasti. Febrúar og janúar eru þurrustu mánuðirnir; regntímabilið hefur áhrif á úrkomu frá maí og fram í september. Besti tíminn til þess að ferðast til eyjanna er frá desember til apríl þegar er heiðskýrt og lægsta rakastigið.

Ráð frá okkur

Þar sem Maldíveyjar eru múslimaland eru hátíðisdagar á föstudögum og laugardögum, en sumar búðir munu þó vera opnar. Eyjarnar eru ferðamannastaður þannig að verðlagið þar er mjög hátt. Möguleikar til að skoða menningu eyjanna eru mjög takmarkaðir en Maldíveyjar eru frábær staður til þess að hvíla sig á og njóta þess að vera í fríi.

Ekki er hvatt til samskipta milli íbúa eyjanna og ferðamanna. Á ferðamannaeyjunum eru engar strangar menningarreglur til staðar, þú getur fengið þér vínglas á veitingastað eða klæðst hversdagslegum fötum en þegar þú ferð að skoða aðrar byggðar eyjar er mælt með því að þú klæðist af hógværð. Dæmi er að konur ættu ekki að láta sjást of mikið í hold. Ferðamenn geta einungis farið til nokkurra eyja þar sem innfæddir búa.

Þetta er í alvörunni svona - PARADÍS

Annað áhugavert er varðar Maldíveyjar

Evrópskir ferðamenn geta fengið vegabréfsáritun til 30 daga þegar þeir koma til landsins (Hafðu þó samband við utanríkisráðuneytið því þessar reglur geta breyst sem litlum fyrirvara). Þú ættir að fá þér tryggingu fyrir ferðina því ef eitthvað kemur fyrir gæti jafnvel einfaldasta meðferð orðið kostnaðarsöm. Á megineyjunni, Malé, eru tveir spítalar en ef þú þarft alvarlega meðhöndlun eru nálægustu spítalar í Indlandi, Sri Lanka og í Singapúr.

Maldíveyjar eru lægsta land heimsins yfir sjávarmáli og einhver eyjanna gæti þess vegna horfið ef yfirborð sjávar hækkar of mikið. Forseti landsins, Mohamed Nashee, hefur tilkynnt að það væri mögulegt að kaupa land frá Indlandi, Sri Lanka og Ástralíu ef fé ferðamanna sé nýtt til þess að bjarga þessum fallegu eyjum. Þess vegna borga ferðamenn 10 dollara í brottfarargjald þegar þeir fara frá landinu. Maldíveyjar stefna á að verða kolefnalausar innan áratugar og nýta einungis sólar- og vindorku.

Langar þig að heimsækja Maldíveyjar?
Hafðu samband

Hafa samband