Nepal

Hæsta fjall í heimi - Mount Everest
 

Nepal - Heimili hins stórbrotna Mount Everest

Snævi þaktir tindar Himalaya fjallanna, gönguleiðir sem eru bæði fallegar og hrikalegar í senn, hof sem virðast gefa frá sér andlega orku, ævafornar venjur og svo margt fleira er það sem Nepal snýst um. Landið er afar töfrandi og þeim sem heimsækja það einu sinni reynist oft erfitt að snúa ekki aftur. Upplifðu einstök ævintýri í Nepal með KILROY.

Nepal er vissulega land mikilfengleika og menningarfjársjóða. Landið er heimili hins tignarlega Mount Everest og 7 annarra fjalla sem eru á lista yfir 10 hæstu fjallstindi heims. Nágrannalönd eru Indland og Kína. Þrátt fyrir mikla fátækt í Nepal þá er landið ríkt af menningu, sögu og náttúrufegurð. Ferðamenn sem hafa heimsótt landið eru flestir á þeirri skoðun að Nepal verði að heimsækja í annað sinn. 

Upplifðu heillandi landslagið í Nepal - KILROY

Kathmandu

Kathmandu er höfuðborg landsins. Hún er miðstöð bakpokaferðalanga og göngugarpa. Frá Kathmandu Valley finnur þú marga sögufræga og heilaga staði. Kathmandu er einnig þekkt fyrir margar og litríkar hátíðir. Búddisminn er útbreiddur og mjög sýnilegur hér. Einn helgasti staðurinn er Bodnath, sem er landsins stærsta "stupa", einskonar turnspíra á búdda hofi. Þar kemur saman mikill fjöldi pílagríma frá Tíbet og aðrir ferðamenn til að upplifa hið sérstaka andrúmsloft sem hvílir yfir Bodnath. Dakshinkali hofið er annar trúarlegur staður sem gaman er að heimsækja. Þar rennur blóð á hverjum laugardegi eftir dýrafórnir sem og yfir hina árlegu Dansai hátíð í október. 

Pokhara

Þessi litla borg laðar að marga bakpokaferðalanga og ævintýramenn. Hér er gott að hvíla sig og virða fyrir sér hina tignarlegu fjallstinda Himalaya áður en þú leggur upp í langa gönguferð eða flúðasiglingu. Hér ríkir yndisleg ró og ómurinn af "hummandi" fólki í hugleiðslu skemmir ekki fyrir.

Kynntu þér einsatak menningu Nepals - KILROY

Bodh Gaya

Bodh Gaya er frægur staður því sagan segir að hér hafi Buddha fengið uppljómun sína í gegnum hugleiðslu. Einn af hápunktunum er Mahabodhi hofið sem er einfaldlega stórkostlegt. Á svæðinu er einnig hægt að skoða Buddhist University of Nalanda þar sem 10.000 nemendur stunda nám. 

Safaríferðir í Nepal

Langar þig að upplifa heim dýranna með eigin augum, eyrum og nefi. Bókaðu ævintýralega safaríferð í Nepal. 

  • Royal Chitwa National Park þjóðgarðurinn er stórfenglegt svæði með einstöku dýralífi sem býður upp á skemmtileg jeppasafarí. Ef heppnin er með þér gætir þú komið auga á tígrisdýr og hlébarða.Koshi Tappu Wildlife Reserve

  • Koshi Tappu þjóðgarðurinn er einn besti staðurinn í Nepal til að sjá þau framandi dýr sem lifa í þessum heimshluta - sérstaklega margar fuglategundir sem flykkjast þangað í stórum miklu magni. Dæmi um stærri dýrin sem þar lifa eru buffalóar, krókódílar, dádýr og höfrungar. Garðurinn er ótrúlega óspilltur og færri ferðamenn heimsækja hann heldur en aðra þjóðgarða Nepal.

Upplifðu heim dýranna í safaríferð í Nepal - KILROY

Afþreying og gönguferðir í Nepal

Í Nepal finnurðu margar mögnuðustu gönguleiðir heims. Flestar leiðirnar eru í 1.000 - 3.000 metra hæð en nokkrar fara yfir 5.000 metra hæð. Þrjú svæði búa yfir sérstaklega góðum gönguleiðum: Annapurna, Everest og Langtang/Gosainkunda/Helambu svæðið. Á ákveðnum stöðum geturðu farið í allt að 30 daga gönguferð. Áður en lagt er af stað í slíka ferð þarf að athuga vel öll öryggismál, hvaða leyfi þarf að verða sér út um og hvernig veðurskilyrðin eru á þeim tíma ársins sem þú ætlar þér að fara. Einnig þarftu að verða þér út um mjög góða ferðatryggingu.

Að sigla kanó á ánni Rapti í Royal Chitwan þjóðgarði er afar skemmtileg lífsreynsla. Ef þú vilt reyna eitthvað auðveldara þá er sniðugt að fara í útsýnisflug yfir hið tilkomumikla fjallasvæði Himalaya frá flugvellinum í Kathmandu. Útsýnið í slíkri ferð er ógleymanlegt.  

Hvenær er best að fara til Nepal?

Í ágúst til október er háannatími í Nepal og mikill fjöldi ferðamanna heimsækir landið, svo kannski er betra að fara í mars og apríl. Í maí er ótrúlega heitt en í júní til september tekur monsoon rigningin öll völd sem hefur í för með sér að götur og gönguleiðir verða forugar og að hluta til ófærar. Köldustu mánuðirnir eru desember og janúar, en þá er útsýnið oft best vegna þess að himininn er svo heiður. Ef þú ferð á þessum tíma skaltu taka með þér svefnpoka til að nota á hostelunum.

Upplifðu heillandi landslag í Nepal - KILROY

Öryggi á ferðalaginu þínu

Það borgar sig alltaf að fylgjast með aðstæðum í landinu áður en þú leggur af stað og þegar þú ert komin/n á staðinn. Haltu þig frá öllum mótmælum í Nepal og ekki fara ein/n út eftir myrkur. Þú skalt einnig fylgjast vel með færð á vegum, sérstaklega á regntímanum þegar flóð eru ekki sjaldgæf.

Langar þig að ferðast til Nepal?
Hafðu samband

Hafa samband