Grikkland

Ferðir til Grikklands með KILROY
 

Ferðir til Grikklands - Strendur, saga & siglingar

Við vitum öll að Grikkland er vinsæll sumarleyfisstaður, en það þýðir ekki að þú neyðist til að elta alla hina á vinsælustu túristastrandirnar. Þetta forna land við Miðjarðarhafið hefur upp á svo miklu meira að bjóða!

Á hverju ári koma átta milljón ferðamenn til Grikklands, því getur verið erfitt að vera einn þar. Landslagið á meginlandinu einkennist helst af fjöllum og úti fyrir strandlengjunni er eyjaklasi sem samanstendur af þúsundum fallegra eyja. Við mælum með að þú kaupir passa sem gerir þér kleift að ferðast á milli grísku eyjanna og sjá eins mikið og mögulegt er á þeim tíma sem þú hefur. Það er svo margt fallegt að sjá!

Ródos & Krít

Ródos er eyja sem  býður upp á brot af því besta sem finnst í Grikklandi: grænar hlíðar, frábærar strandir og fullt af möguleikum til að versla og skemmta sér. Svo má ekki gleyma rjómakenndri tzatziki sósu og sólsetrum sem þú getur ekki tekið augun af.

Þetta er fullkominn áfangastaður til að njóta fallegs landslags, fara í sólbað og synda í sjónum því hér eru langar náttúrulegar strendur. Á Ródos eru líka fleiri sólardagar en á öllum hinum grísku eyjunum. Næturlífið í Ródos er frábært og saga eyjarinnar heillandi. Flestir ferðamenn halda til á norðurhluta eyjarinnar, nálægt borginni Ródos. Restin af eyjunni er nánast ósnortin en þar má finna falleg þorp og stendur. Við mælum með því að bóka gistingu á þessum hluta eyjarinnar.

Grikkland er sólríkt og fallegt land

Margbrotnasta eyja Grikklands er Krít. Hér eru frábærar strendur, gamaldags þorp og forn saga. Krít er líka með dásamlega, náttúrulega loftkælingu vegna þess að kaldir vindar frá norðri, Meltimi vindarnir, fara hér um. Þessir vindar gera það að verkum að jafnvel heitustu dagarnir eru þægilegri en á mörgum öðrum eyjum. 

Kos & Samos

Kos er heillandi eyja og fullkomin fyrir þá sem elska að sóla sig, synda í sjónum og hjóla um í fallegu landslagi. Kos býður upp á allt frá fallegum ströndum að áhugaverðum fornminjasvæðum, rústum og uppgröftum. Kos er einn af vinsælustu sumarleyfisstöðum Grikklands en þar er frábært næturlíf og margt að sjá og gera.

Samos er grónasta gríska eyjan og þess vegna að margra mati sú fallegasta og fjölbreyttasta. Þar eru u.þ.b. 240 strendur af ýmsum stærðum og gerðum svo að þú átt pottþétt eftir að eignast uppáhaldsströnd hérna.

Strendur Grikklands eru margar og fjölbreyttar

Santorini & Mykonos

Það eru bara tvær eyjar í viðbót sem við verðum að nefna. Mykonos er heimsfræg fyrir strandir og næturlíf. Hingað kemur hver stórstjarnan á eftir annarri, en hér finnur þú líka bestu grísku veitingastaðina, skemmtilegustu barina og líflegustu klúbbana.

Santorini er þekkt fyrir hæðótt landslagið sem myndaðist í eldgosum og hin einkennandi hvítu hús með bláu þökunum sem nánast hverfa inn í heiðbláan himininn. Ótrúlega falleg sjón! Svo er ekki hægt að tala um Santorini án þess að nefna að hér sérðu örugglega fallegustu sólsetur í heimi. Þú vilt ekki gleyma myndavélinni þegar þú heimsækir Santorini!

Santorini, Grikklandi

Að ferðast um Grikkland

Besta leiðin til að upplifa Grikkland er á vespu. Bílar eru jafn þægilegur, kostur en þú færð ekki sömu frelsistilfinningu. Norræn ökuskírteini gilda í Grikklandi en gættu þess að vegirnir eru ekki í sömu gæðum og heima og umferðarreglur eru meira viðmið en reglur fyrir Grikki!
Til þess að ferðast um eyjarnar er að sjálfsögðu best að sigla! Ferjur geta komið þér til næstum allra grísku eyjanna og margir nota þær til að ferðast á milli eyja og skoða minni eyjarnar. Þú getur einnig farið í skipulagðar siglingar í litlum hóp með local leiðsögumanni þar sem gist er um borð í bátnum. Það er sko alvöru ævintýri!

Grískur matur

Grikkland er þekkt fyrir sína eigin útgáfu af Miðjarðarhafs-matargerð. Þar sem flestir íbúar búa nálægt sjó er mjög vinsælt að vinna með hráefni úr hafinu og yfirleitt hægt að finna fjölbreytta fiskrétti hvar sem þú kemur. Moussaka, kartöflu- og eggaldinbaka, og grískt kebab, Souvlaki, er eitthvað sem þú ættir að prófa. Svo er það Metze, blanda af fjölbreyttum litlum réttum – eitthvað fyrir alla. Þessir réttir eru mjög vinsælir og gott er að drekka Retsina, hefðbundið grískt vín með matnum. Vínið hefur einkennandi furukeim. Síðast en ekki síst verðum við að nefna Ouzo, sterkt grískt vín með anísbragði sem þú átt pottþétt eftir að smakka þegar þú heimsækir Grikkland.

Parþeon hofið á Akrópólis hæð í Aþenu - Grikkland

Hvað er að sjá í Grikklandi

Saga Grikklands er einstök og það er í raun ótrúlegt að ímynda sér hversu mikið af þekkingu og menningu okkar er komið frá Grikkjum. Það er því nánast skylda að kynna sér sögu þessa merkilega lands, en flest söfnin  og merkilegustu fornminjarnar eru staðsett í Aþenu.

  • National Archaeological Museum of Athens: Mikið af ríkri sögu og arfleifð Grikklands hefur verið varðveitt og er til sýningar á þjóðminjasafninu.
  • Peloponnese Peninsula: Á Pelópsskaga eru fjölmargir sögufrægir staðir sem er áhugavert að skoða, t.d. Corinth og Mystras.
  • Parthenon Temple: Á Akrópólishæð er þetta einstaka hof sem var byggt sem minnismerki um goðið Aþenu. Þetta er án nokkurs vafa frægasta kennileiti Grikklands og það er sko algjörlega þess virði að skoða, jafnvel þó þú hafir séð fullt af myndum af því! 
  • Theatre of Dionysus: Hið forna Dionysus leikhús er líka á Akrópólishæð, en það er vettvangur flestra fyrstu klassísku tragedíanna. Rústir þess eru enn í dag notaðar fyrir ýmis viðburði.
  • Strendurnar í Kassandra og Sithonia: Bestu strendurnar í Norður-Grikklandi, því miður verður þú ekki eini ferðamaðurinn þar!
  • Höllin í Knossos: Áhugaverð höll í úthverfum Iraklio sem er stærsti bær Krítar. Höllin var grafin upp í upphafi 20. aldar og þetta er einn áhugaverðasti staðurinn í Grikklandi.

Loftslag í Grikklandi

Fjöllin sem skipta niður Grikklandi eru meginástæðan fyrir skyndilegum veðurbreytingum í landinu. Grikkland er þekkt fyrir milda, raka vetur og heit, þurr sumur. Við mælum ekki með að þú heimsækir suðurhluta landsins í júlí nema þú viljir eyða öllum tíma þínum í skugganum. Þá er HEITT!

Dreymir þig um að heimsækja Grikkland?
Hafðu samband!

Hafa samband