Evrópa

Hjólað í Ölpunum - Austurríki
 

Ferðir til Evrópu - Nær heimaslóðum

Evrópa er sívinsæl heimsálfa. Það er endalaust hægt að finna eitthvað nýtt og spennandi í Evrópu. Heimsálfan er yfirfull af földum perlum og leyndarmálum. Hvernig væri að prófa eitthvað annað en þetta hefðbundna? Hvað hljómar gönguferð í Skosku hálöndunum? Lestarferð um Austur-Evrópu? Sólarlandaferð til Silileyjar? Ferðastu um Evrópu með KILROY!

Evrópa býður uppá ótal marga merkisstaði og margar sjarmerandi borgir og því ferðast fólk frá öllum heimshornum hingað. Fyrir evrópska bakpokaferðalanga er þessi heimsálfa fullkomin bæði til styttri og lengri ferða - mörgum Evrópubúum sem ferðast um Evrópu finnst mikill kostur að hér svipar margt til heimalandsins. 

Og þó. Í Austur-Evrópu eru fólk og staðir alls ekki líkt fólki og stöðum á Norðurlöndunum. Austur-Evrópa er mjög falleg og spennandi og hefur þessi hluti verið mjög vinsæll á undanförnum árum. Hér eru margir sjarmerandi háskólabæir þar sem er notalegt að setjast niður á kósí kaffihúsi og njóta ódýra en góða Austur-Evrópska bjórsins.

Stórborgir og strendur

Evrópa er að mörgu leiti samnefnari yfir stórborgir og strandir. London, París, Róm, Berlín, Mílanó, Barcelóna, Madrid, Lissabon, Prag, Moskva og Vín eru vinsælar en ef maður fær nóg af stórborgum þá er málið að skella sér á frábæru strendurnar á Ítalíu, á Ríveruna eða á strendurnar í kringum spænsku eyjarnar í Miðjarðarhafi og í Grikklandi og Kýpur. 

Önnur aðdráttaröfl í Evrópu

Það eru að sjálfsögðu aðrir möguleikar ef stórborg og strandalíf heilla ekki. Gönguferðir í Austurrísku Ölpunum, vínsmökkun í Frakklandi, pílgrímsferð til Spánar, októberfest í Munchen og að ógleymdu skíðamöguleikunum.  Já það er af nógu að taka. Skoðaðu ævintýraferðirnar okkar ef þú vilt upplifa Evrópu á nýjan hátt. 

Gisting í Evrópu

KILROY þekkir ódýru bakpokagistinguna í Evrópu auk ódýrustu og best staðsettu hótelin. Ef þú gistir þar sem aðrir bakpokaferðalangar gista áttu möguleika á að kynnast fólki alls staðan að úr heiminum hvort heldur sem þú ert í Barcelona eða Varsjá. Líkt og fyrir aðrar heimsálfur þá mælum við með að þú bókir fyrstu tvær næturnar áður en þú leggur af stað í ferðalagið til að sleppa við að þurfa að finna gistingu eftir langa og þreytandi flugferð.  

Á ferðalagi um Evrópu

Að ferðast með lest er besta leiðin til að komast á milli staða innan Evrópu. Interrail er ennþá vinsæl leið og verður vinsælli með hverju árinu. KILROY býður uppá allskonar lestarpassa þar sem þú getur ráðið svolítið sjálfur ferðinni. Þú getur keypt passa sem gildir til 30 landa eða passa sem gildir til ákveðins svæðis innan Evrópu. Interrail býður þér einnig uppá möguleikann að stoppa oftar og en flug ferðalög gera. 

Hafa samband