Portúgal

Bakpokaferðir til Portúgal
 

Bakpokaferðir til Portúgal með KILROY

Portúgal er áfangastaður sem hefur upp á ótal margt að bjóða; menningarupplifun, ósnortnar sveitaperlur ásamt kósý þorpum og borgum, góðan mat og ljúffeng vín. Hlustaðu á Fado – þjóðlagatónlist Portúgala – en þessi einstöku sönglög fjalla um sársauka og ást.

Það eru ekki mörg lönd í Evrópu sem geta rakið sögu sína allt frá 10. öld. Portúgal hefur svo sannarlega áunnið sér sess í heimssögunni og er það ein af ástæðum þess að ferðamenn ættu að leggja leið sína þangað. Það er þó ýmislegt annað sem laðar ferðamenn að landinu. Letidagar í sólinni, fallegar strendur og skemmtileg viðfangsefni á borð við golf, tennis og surf.

Lissabon – höfuðborg Portúgal

Í höfuðborginni Lissabon gefst kjörið tækifæri til að kynnast hinni fornu sögu Portúgal og því stolti yfir afrekum fortíðar sem einkennir landið. Lissabon er ein af fallegustu borgum í Evrópu, en þar má finna fjölmarga gamla kastala og falleg svæði. Staðsetning bygginga í hlíðum borgarinnar setur skemmtilegan borgarbrag. Víða má finna toglestar, sporvagna og lyftur sem koma ferðamönnum að bestu útsýnisstöðum borgarinnar. Í Lissabon eru einnig mörg minnismerki til að fagna hinum frægu landkönnuðum sem koma frá borginni. 

Suður Portúgal: Algarve, Estoril og Cascais

Ef þú ætlar að ferðast í suðurátt frá Lissabon getur þú varla sleppt því að stíga niður fæti einhvers staðar á ströndinni í Algarve. Í þessum hluta Portúgal má finna miklu meira heldur en túristastaði og golfvelli. Víða má finna fallegar víkur og sandstrendur sem liggja á milli hraundranga alveg niður að sjó. Tveir af vinsælustu og flottustu áfangastöðum Algarve  eru Estoril og Cascais sem eru nú til dags næstum samofnir. Auðvelt er að komast þangað frá Lissabon en einnig er hægt að fljúga þangað frá Faro flugvelli. Báðir þessir áfangastaðir eru einstaklega heillandi og bjóða ferðamenn velkomna í sólarsælu við sjávarsíðuna, en einnig gefst tækifæri til að fara í spilavíti eða versla merkjavöru. Portúgal býður upp á fræg svæði til að surfa og öldurnar eru dásamlegar! Ef þú hefur ekki stigið á brimbretti áður en langar að læra að surfa mælum við með að þú skellir þér í surfskóla í Ericeira.

Portúgal – Land vínmenningar

Portúgal er sérstaklega áhugavert land í ljósi vínmenningar. Margar af hinum frábæru vínekrum landsins eru staðsettar suður af Lissabon en raunin er sú að finna má góð vín um allt landið.

Borgin Porto er fræg fyrir aðra tegund af víni, púrtvín. Ef þú ferð til Porto gætir þú þó verið spenntari fyrir því að ganga um sögufræg hverfi borgarinnar sem hafa verið á heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 1996. Í þessum heillandi hluta af Portúgal getur þú horft yfir hina miklu á Douro sem liggur í gegnum Porto.

Ekki fara frá Portúgal án þess að hafa hlustað á hina tregafullu tónlist Fado eina kvöldstund, í besta falli á vínbar í þröngu hliðarstræti í Lissabon.

Verslun

Eitt af því sem er mjög vinsælt í Portúgal er leirmunagerð en hún er alls staðar og kemur fram í ýmsu formi. Það er skemmtilegt að kaupa leirmuni og fara með heim sem minjagripi. Keramikflísar eru annað frægt portúgalskt handverk og hinar fallegu handmáluðu flísar eru frábærar gjafir. En gættu þess hvað þú kaupir mikið svo þú þurfir ekki að borga yfirvigt á flugvellinum!

Púrtvín og portúgölsk vín eru einnig efst á hverjum innkaupalista, flestar vínbúðir bjóða þér upp á að prófa nokkur vín svo þú getir valið þitt uppáhaldsvín. Það eru fjölmargar búðir í bæjum og borgum til að velja úr.

Maturinn

Matarmenning Portúgal hefur mótast af nýlenduveldi landsins um allan heim. Augljósustu áhrifin eru notkun sterkra krydda en sú er ekki venjan í evrópskri  matargerð. Pipar, karrý, saffran, kanill og engifer eru líka mjög algeng í portúgalskri matargerð í dag. Kvöldverður er borðaður seint, um kl. 20.00 og oftast er um að ræða þriggja rétta máltíð sem inniheldur súpu, aðalrétt og eftirrétt. Nokkrir af réttunum sem þú ættir að prófa eru:

Bife – Nautakjöt, borið fram með annaðhvort steiktum kartöflum eða hrísgrjónum, salati og sósu

Caldeirada – Plokkfiskur

Cozido à portuguesa – Kjöt- og grænmetiskássa

Arroz doce – Hrísgrjónabúðingur

Caldo Verde – Kartöflu- og kálsúpa

Bacalhau à Gomes de Sá – Ofnbakaður þorskur

Sérréttur Azores eyja: Alcatra – Steik sem hefur verið maríneruð í rauðvíni og hvítlauk

Sérréttur Lissabon: Pastel de nata – Snúður með þykkri vanillusósu og kanil.

Rauðvín og hvítvín eru þekktustu drykkirnir með mat. Einnig er hægt að fá rósavín en það er ekki eins vinsælt. Eftir mat er svo auðvitað nauðsynlegt að dreypa á púrtvíni!

 

Hafa samband