Tyrkland

Einstakt sólarlag í Tyrklandi
 

Tyrkland - þar sem austrið mætir vestrinu

Dreymir þig að upplifa mjallhvítar strandir, 300 sólardaga á ári, grænblátt haf, seiðandi markaði, fornar hallir og heillandi fjalllendi. Allt þetta finnur þú í Tyrklandi. Bókaðu ferð þína til Tyrklands með KILROY.

Tyrkland er þar sem Evrópa mætir Asíu en línan liggur í gegnum Istanbúl. Landið er einskonar brú á milli tveggja mismunandi heimsálfa og átt þú eftir að sjá áhrifin frá þeim báðum. Að ferðast til Tyrklands er eins og að ferðast aðeins aftur í tímann en á sama tíma horfa á nútímavæðinguna. Upplifðu það hvernig gamlar hefðir mæta nútímanum! Að ganga um seiðandi markaði og hlusta bænarkallið á sama tíma og þú horfir á glæsilega skýjakljúfa er mögnuð blanda.

Heisæktu bláu moskuna í Istanbúl - TyrklandIstanbúl - ævintýraleg stórborg

Vertu viðbúin/n en Istanbúl getur verið mjög yfirþyrmandi í byrjun. Sértaklega ef þú ert að ferðast þangað beint frá Reykjavík. Istanbúl er fimmta stærsta borg í heimi og búa þar um 14 milljónir manna. Þar er því mikil mannþröng, umferð og læti. Götur eru oft þröngar og margir ranghalar. Mundu eftir að taka með þér gott kort!

Borgin hefur allt það sem þú ert að leita að í sambandi við skemmtilega menningu, afþreyingar og einstök kennileiti. Ekki missa af því að heimsækja risamarkaðinn (sem stendur klárlega undir nafni sínu) og mundu eftir því að prútta! Þá eru einnig margar fallegar moskur, tilkomu miklar hallir fyrrum sóldána og söfn sem eru þess virði að heimsækja eins og Bláa moskan, Topkapihöllin og fornleifasafnið. Ekki gleyma því að stoppa við í Hagai Sphia kirkjunni, eitt magnaðasta dæmi um Byzantine arkitektúr en þessi einstaka kirkja var byggð 537 og er hápunktur margra sem heimsækja Istanbúl.

Upplifðu menninguna á mörkuðum Tyrklands

Hvað á ég að borða í Tyrklandi?

Bragðlaukar þínir eiga ekki eftir að gleyma hinni einstöku matarmenningu í Tyrklandi. Tyrknesk matarmenning inniheldur mjög sterkan og kryddaðan mat en á sama tíma finnur þú einnig mikið af bragðgóðum eftirréttum. Ekki gleyma því að smakka á baklava!

Ef þú heldur að þú hafið smakkað kebab áttu eftir að verða hissa. Kebab í Tyrklandi er engu öðru líkt og þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Annað sem við mælum með að þú smakkir er meze en sá réttur samanstendur af mörgum litlum réttum á einum stórum disk. Það góða er að hann er framreiddur á veitingastöðum og ætti því ekki að fara framhjá þér.

Bragðlaukar þínir verða ekki fyrir vonbrigðum - matarmenning í Tyrklandi

Hvað á ég að gera í Tyrklandi?

Á ferð þinni um Tyrkland er það eiginlega synd að stoppa ekki við í nokkra daga á einni af hinum einstöku ströndum sem finnast í landinu. Meðfram ströndinni finnur þú einnig falleg mörg sjávarþorp eins og Alanya og Side. Þar er næturlífið oft magnað! Ef þú ert að leita að rólegri stað þá eru staðir eins og Kalekoy, Kekova og Kalkan staðirnir þínir. Ekki gleyma því að stoppa við í Ephesus, sem er eitt best varðveittasta fornleifasvæði heims. 

Hvítar strendur og grænblátt haf - Tyrkland

Við Marmara hafið, sem sameinar Svartahaf og Miðjarðarhafið, liggur bærinn Iznik. Þar getur þú fundið ótrúleg handverk ásamt því að skella þér í vínsmökkun. Þá er einnig bærinn Izmir eitthvað sem þú verður að heimsækja. Frábært að stoppa þar í nokkra daga og upplifa fornar minjar. 

Hvernig er best að ferðast um Tyrkland?

Það er auðvelt að ferðast um Tyrkland með rútum. Rútukerfið er nútímalegt og gengur oftast á áætlun á meðan lestarnar eru þekktar fyrir að vera hægar og oft á tíðum seinkanir. Einnig er möguleiki fyrir þig að leigja bíl en mundu að umferðin getur verið mikil og þá sérstaklega þegar þú kemur í stærri bæi og borgir. 

Upplifðu Pamukkale náttúruböðin á Tyrklandi

Ferðaráð frá KILROY

Heimsæktu Grand Bazaar í Istanbúl. Passaðu að hafa nægan tíma til að skoða hverina við Pamukkale og mundu að stoppa við og sjá þá einnig undir stjörnubjörtum himni. Að lokum þá máttu ekki sleppa því að kanna litlu þorpin þar sem tíminn virðist hafa staðið kyrr. 

Dreymir þig um að ferðast til Tyrklands?
Hafðu samband!

Hafa samband