Cairns

Það er þess virði að sjá Fizroy ströndina
 

Cairns – köfunarparadís Ástralíu

Cairns er hitabeltisparadís Ástralíu. Borgin liggur í norðurhluta Queensland þar sem stærsta kóralrif í heimi, The Great Barrier Reef, mætir gróðursælu landi og regnskóginum sem byrjar norðan við borgina. Cairns og umhverfi hennar er vinsæl meðal bakpokaferðalanga úr öllum heiminum en þeir koma hingað til að kafa, snorkla og njóta þess að vera í afslöppuðu andrúmsloftinu.

Sjálf borgin Cairns er kannski ekki stærsta afhjúpun í heiminum, en þar er mikið af frábærum gistimöguleikum og þar er líflegt umhverfi fyrir bakpokaferðalanga. Meðal annars má finna þar bari og verslanir með brimbretti og strandarvarning.

Hér getur þú séð Kóralrifið mikla

Borgin er auðvitað fyrst og fremst þekkt fyrir æðislegt umhverfi sitt en þar ber helst að nefna hið magnaða Great Barrier Reef, stærsta kóralrif í heiminum, en það er ótrúlega stórt og fallegt. Höfnin í Cairns er full af köfunarfyrirtækjum og bátum sem bjóða ferðir um kóralrifið. Ef þú hefur ekki tíma til að fara á köfunarnámskeið eða langar ekki til þess er mögulegt að fara í ferð þar sem þú færð allar upplýsingar í bátnum þegar þú siglir í átt að áfangastað þínum. Þar getur þú síðan kafað í stuttan tíma í einu með leiðbeinanda.

Kóralrifið mikla (e. Great Barrier Reef) liggur að stórum hluta meðfram ströndinni í Queensland. Í norðurhlutanum, nálægt Cairns, er styttri vegalengd frá meginlandinu að góðum köfunarstöðum, en sunnar. Þess vegna er Cairns svona vinsæl en í raun er hægt að finna fjölmörg tækifæri til ævintýra þar. Taktu tíma í að skoða hvað er í boði og finna bestu verðin og möguleikana áður en þú ferð í köfunarævintýri lífs þíns. Það er auðvitað líka í boði að snorkla í sömu ferðum og köfun er í boði.

Sama hvað þú velur þá muntu upplifa þennan dásamlega heim sem liggur fyrir neðan sjávarborðið. Þú munt finna sjálfur hvað þessi heimur er fallegur og heillandi og þú munt ekki vilja sleppa takinu og fara aftur upp á yfirborðið! Kóralrifið er einstakt og það er ástæða fyrir því  að það er á heimsminjaskrá UNESCO. Þannig er vandlega passað upp á að það spillist ekki.

Raki, fegurð og heillandi umhverfi

Norðurhluti Queensland sem umkringir Cairns er kjarni hitabeltis Ástralíu. Hér er náttúran græn og gróðursæl (og falleg), þökk sé miklum rigningum og þrumuskúrum, yfirleitt í nóvember – mars. Á þessum tíma gætu fellibylir farið yfir svæðið, þannig að ferðamenn ættu að hafa það í huga!

Ferðir inn til landsins eru nauðsynlegar, sérstaklega til hálandanna í suðvestri við borgina. Atherton Tableland, er mjög góður staður með ám, fossum og mikið af áhugaverðu sjónarspili í sveitaþorpum og sveitabæjum. Í eldfjallagarðinum Undura Volcanic Park getur þú skoðað spennandi hraunæðar, hella og göng sem hraun hefur myndað í gegnum árin.

Í átt til norðurs

Þegar þú hefur upplifað lífið hjá fiskum, friðsælum hákörlum og sæhestum í hafinu – ásamt því að slaka á í skugganum af hinum mörgu börum og kaffihúsum í Cairns, gætir þú viljað halda áfram ferð þinni lengra norður. Nágrannaborgin Port Douglas er í jafnvel enn fallegra umhverfi en Cairns (og býður einnig upp á góðar köfunarferðir í rifinu). Hafðu einnig í huga að skoða Daintree National Park í Cape Tribulation, þar sem regnskógurinn umlykur yndislegar strendur í dásamlega fallegu umhverfi. Hvernig væri svo halda áfram enn norðar, að nyrsta hluta Ástralíu, Cape York Peninsula? Eini vegurinn að þessum stað er auðvitað holóttur og oft leirugur. Þú ekur í gegnum gróðursælan frumskóg og framhjá dásamlega fallegum stöðum til að synda á. Sjálf bílferðin þangað frá Cairns verður að ævintýri! 

Hafa samband