Eyjaálfa

Kengúrur - Bestu boxarar dýraríkisins!
 

Eyjaálfa - Paradís Kapteins Cooks

Bakpokaferðir til Eyjaálfu með KILROY! Hér finnur þú falleg kóralrif, víðáttúmiklar eyðimerkur, stórbrotin fjöll, stórkostlegar strendur, virk eldfjöll, stóra jökla og margt, margt fleira. Bókaðu flugið, gistinguna og ævintýraferðirnar með okkur og fáðu bæði bestu verðin og gagnlegustu upplýsingarnar!

Í Eyjaálfu er að finna mörg af óspilltustu og fallegustu náttúrulífssvæðum heims. Landslagið hér er einstakt og þrátt fyrir að vera vinsæll áfangastaður ferðamanna hefur það lítið eða ekkert breyst frá því að Kapteinn Cook nam hér land fyrir meira en 200 árum.

Óbyggðir Ástralíu þekja gríðarstórt svæði og þar geturðu ferðast í marga daga án þess að rekast á aðra manneskju. Svo geturðu einnig heimsótt einhverja af stórborgum álfunnar, t.d. Sydney eða Melbourne og upplifað allt það sem spennandi stórborgir hafa upp á að bjóða! Á ferðalagi þínu um Eyjaálfu geturðu einnig kafað eða snorklað í einu af þeim þúsundum kóralrifja sem saman mynda Great Barrier Reef, farið á brimbretti eða kannað villt dýralíf álfunnar sem er svo sannarlega einstakt.

Þú finnur einstakar strendur - KILROY

Loftslag og umhverfi Eyjaálfu er því mjög fjölbreytt; allt frá hitabeltissvæðum í norðurhluta Ástralíu til stórbrotinna stranda í Kyrrahafi eins og Fijieyja og skíðasvæða í suðausturhluta Nýja Sjálands.

Vingjarnlegir íbúar Eyjaálfu

Mesta aðdráttarafl þessarar heillandi heimsálfu er hugsanlega íbúar hennar. Hér hittirðu fyrir einstaklega vingjarnlegt og glaðlynt fólk með afslappað lífsviðhorf sem einkennist af 'þetta reddast' hugsanahættinum. Fólk hér hefur tamið sér afar jákvætt hugarfar og mun taka þér opnum örmum. Hér er auðvelt að slaka á og tileinka sér lífsvenjur heimamanna. 

Að ferðast til og um Eyjaálfu

KILROY býður upp á ódýr flug fyrir alla til Eyjaálfu (og þá sérstaklega fyrir námsmenn og ungt fólk). Þú getur ferðast til Ástralíu, Nýja Sjálands eða Kyrrahafseyjanna í gegnum Asíu, Norður-Ameríku, Suður-Ameríku eða jafnvel Afríku ef þú kýst það. Margir áfangastaðir á svæðinu geta verið hluti af heimsreisu-flugmiða eða öðruvísi flugmiða sem leyfir mörg stopp. Spurðu ferðaráðgjafa KILROY um frekari upplýsingar - svona ferðalög eru oft ódýrari en þig grunar! Námsmönnum og ungu fólki bjóðast flugmiðar með enn meiri sveigjanleika sem gerir þeim kleift að breyta miðunum á meðan á ferðinni stendur gegn litlu gjaldi. 

Maori Bay á Nýja Sjálandi - KILROY

Ævintýraferðir eru frábær leið til að ferðast um Eyjaálfu! Þú munt heimsækja flottustu og ævintýralegustu staðina með reyndum leiðsögumönnum - ferðast með fólki sem er í svipuðum ferðahugleiðingum - og á sama tíma eignast nýja vini frá öllum heimshornum. Í ævintýraferðum færðu mikið fyrir peningana; ferðalög, gistingu, leiðsögn, mat o.fl. og þú borgar kostnaðinn áður en þú leggur af stað og þarft því ekki að hafa áhyggjur af að klára gjaldeyrinn á miðri ferð. Skoðaðu úrvalið af öllum þeim ævintýrum sem KILROY hefur upp á að bjóða á síðunni eða hafðu samband við ferðaráðgjafa okkar og fáðu aðstoð við að velja ferðina sem hentar best fyrir þig - úrvalið er ótrúlegt!

Eyjaálfa er stór og vegalengdir á milli staða mjög miklar, þú þarft því að gefa þér góðan tíma til þess að ferðast um álfuna. Sem dæmi er Ástralía svipuð að flatarmáli og meginland Evrópu og því mælum við oft með að fólk fljúgi innanlands frekar en að taka lest eða rútu til þess að spara tíma og geta nýtt tímann í eitthvað skemmtilegra.

Þegar ferðast er um Ástralíu og Nýja Sjáland er góður kostur að kaupa Greyhound rútupassa. Greyhound rúturnar fara um nánast allt svæðið, meira að segja á afskekkta staði. Ef þú vilt meira frelsi og sjálfstæði geturðu leigt bíl - sveigjanlegasta leiðin til að ferðast ódýrt um Ástralíu og Nýja Sjáland, en þú þarft að venjast því að keyra á "röngum vegarhelmingi". Ef þú vilt svo leigja húsbíl með KILROY þá bjóðum við upp á alla sveigjanlegustu og ódýrustu ferðamöguleikana!

Njóttu lífsins á Fiji - KILROY

Gisting í Eyjaálfu

Í Ástralíu, Nýja Sjálandi og á Fiji og öðrum Kyrrahafseyjum er hægt að finna góð og um leið ódýr hostel og hótel. Á Kyrrahafseyjunum geturðu einnig fundið hlýleg og notaleg gistiheimili eða smáhýsi. Ferðaráðgjafar KILROY þekkja alla bestu staðina og geta gefið þér góð ráð varðandi gistingu í Eyjaálfu. Við getum einnig bókað fyrir þig gistingu - sama hvort það er einungis fyrir fyrstu næturnar eða alla ferðina. Við mælum með að þú bókir að minnsta kosti fyrstu næturnar í borginni sem þú byrjar ferðalagið þitt fyrirfram og sleppir þannig við vesenið við að finna gistingu þegar þú kemur á staðinn þreytt(ur) eftir langt ferðalag.

Verðlag í Eyjaálfu

Verðlag í Eyjaálfu er almennt lægra en í Evrópu, og að sjálfsögðu eru sumir staðir mun ódýrari en aðrir. Gæði á þjónustu, gistingu og mat eru almennt mjög góð.

Hvenær er best að ferðast til Eyjaálfu?

Eyjaálfa er góður áfangastaður allt árið um kring, en mundu að sumarið þar er frá nóvember til febrúar og því sunnar sem þú ferðast því kaldara veður. 

Langar þig að ferðast um eyjaálfu?
Hafðu samband!

Hafa samband