Perth

Einkenni Ástralíu - Perth
 

Perth – demantur á vesturstönd Ástralíu

Það verður ekki erfitt fyrir þig að láta þér líða vel í Perth og þó það séu engin fræg kennileiti eins og óperuhús á borgin eftir að heilla þig með sínum stöðuga heiðskíra himni, fallegum görðum og vingjarnlegu fólki. Já gættu þín, þú gæti endað á því að fara aldrei aftur heim! Bókaðu ferð til Perth með KILROY!

Einstök borg á vesturströnd Ástralíu

Það er einstök upplifun að ferðast til Perth en þér gæti líklega liðið svolítið eins og þú sért á leiðinni á hjara veraldar. Borgin er staðsett langt frá öðrum borgum og er landsvæðið í kring mjög tómlegt. Hinsvegar hefur það þá kosti að ekki margir ferðamenn fara þangað og því getur þú haft þessa einstöku borg út af fyrir þig! Bókaðu fund hjá ferðaráðgjafa okkar og fáðu nánari upplýsingar.

Pert - einstök borg á vesturströnd Ástralíu

Swan River, Kings Park og Hay Street

Í gegnum borgina rennur hin skemmtilega á Swan River eða Svanaá en hún fær nafnið frá svörtu svönunum sem halda til á svæðinu. Gakktu meðfram ánni og stoppaðu inn á milli í einum af fallegu görðunum sem þar eru að finna. Hentu þér á grasið og njóttu sólarinnar! Frægasti garður borgarinnar, Kings Park, er í vesturhluta borgarinnar þar sem það er fullkomið fyrir þig að setjast niður með gott nesti. Farðu einnig í leiðinni upp bygginguna Mt. Eliza og njóttu útsýnisins yfir Perth.

Ef þú villt versla og kynnast næturlífinu farðu þá á Hay Street og Murray Street. Þar munt þú finna flottar verslanir, bari, kaffihús og veitingastaði. 

Væri ekki yndislegt að slaka á þarna - Perth

S-in þrjú - sól, sjór og strönd!

Staðsetning borgarinnar við Indlandshafið gerri það að verkum að þú verður að koma við á ströndinni. Það eina sem þú verður að gera er að koma þér niður í úthverfi borgarinnar en þar finnur þú strax frábærar strendur og tæran sjó. Við mælum með að þú kíkir á strendurnar í Fremantle og Rottnes Island hverfunum og ef þú ferð til Bunbury (í suðurhluta borgarinnar) kemst þú mögulega í návígi við höfrunga!

Áströlsk vín og vínsmökkun

Í um 300 km fjarlægð frá Perth, í kringum bæinn River Margaret, finnur þú ekki aðeins einstakar strendur heldur einnig nokkrar af bestu vínökrum Ástralíu. Þá eru einnig nokkrir vínakrar nær Perth eða í Swan Valley og er fullkomið að fara þangað í dagsferð! Ekki gleyma að prufa Houghton vínin en þau eru algjör klassík á þessum slóðum.

Gaman að hitta þennan - quokka - Perth

Einstök söfn

Það er tvennt sem þú skalt ekki láta fram hjá þér fara það er sædýrasafnið Aquarioum of Western Australia og listasafnið Art Gallery of Wester Australia. Í sædýrasafninu getur þú gengið eftir 90 metra löngum glergöngum og fylgst með sjávarlífinu allt í kringum þig. Hákarlar, skjaldbökur, gaddaskötur og fiskar í öllum regnbogans litum eru bara nokkur dæmi um það sem þú munt sjá. Það er virkilega heillandi að vera umlukin/n vatni og sjávarlífi á alla vegu - eins og að ganga í gegnum hafið! 

Ef þú fær nóg og innilokunarkenndin hefur tekið völdið getur þú slakað á í Art Gallery of Western Australia. Þar getur þú setið og notið einstakrar listar en þar er einnig hægt að skoða eitt stærsta safn frumbyggjalistar í Ástralíu. 

Langar þig til Perth
Hafðu samband!

Hafa samband