Sydney

Bondi beach - Sydney
 

Ferðir til Sydney - Mekka bakpokaferðalangans

Sydney er mjög vinsæll samkomustaður bakpokaferðlanga. Borgin er sú frægasta og ein sú fallegasta í Ástralíu. Hún býr yfir miklu aðdráttarafli og er frábærlega staðsett við sjávarbakkann. Þar er að finna marga áhugaverða staði sem og góða en jafnframt ódýra gistingu. Sydney er fullkominn áfangastaður fyrir bakpokaferðalög því þaðan er auðvelt og ódýrt að ferðast til annarra áfangastaða Eyjaálfu. Bókaðu ferðina þína til Sydney með KILROY.

Það er engin furða að Sydney sé vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Ástralíu - borgin er bæði falleg og stórbrotin. Hið fræga óperuhús í Sydney og Harbour Bridge, sem er í næsta nágrenni, eru bæði stórfengleg og áhrifamikil og hafnarbakkinn er ávalt fullur af lífi og skemmtilegri stemningu. Ef þú hefur áhuga á að krydda upp á dvöl þína í Sydney með votti af ævintýramennsku og adrenalíni getur þú m.a. fengið að 'klifra' efst upp á Harbour Bridge - þú verður eflaust skjálfandi á beinunum á leiðinni upp en hlýtur þó frábært útsýni að umbun. 

Afþreying í Sydney

Sjarmi borgarinnar liggur einna helst í menningarlegri fjölbreytni hennar, umburðarlyndu andrúmslofti og hinum mörgu og ólíku afþreyingarmöguleikum sem Sydney hefur upp á að bjóða. Vegna staðsetningar borgarinnar og stöðu hennar sem miðstöð bakpokaferðalanga sem ferðast á milli Evrópu, Asíu og annarra áfangastaða Eyjaálfu laðar Sydney að sér fólk frá öllum heimshornum og er því frábær staður til að hitta aðra bakpokaferðalanga. Sydney er í raun eins og lítil útgáfa af Ástralíu; þar finnur þú lítil og notaleg hverfi, stóra skýjakljúfa, langar og fallegar strendur í útjaðri borgarinnar og í aðeins klukkutíma fjarlægð er þjóðgarður sem hefur að geyma hin fallegu Blue Mountains sem er nauðsynlegt fyrir alla þá sem heimsækja Sydney að gefa sér tíma til að skoða. Í þjóðgarðinum muntu eflaust rekast á eina eða tvær kengúrur, en þær er þó einnig hægt að skoða inni í miðri borg í dýragarðinum Wildlife þar sem einnig er að finna kóalabirni, pokadýr, snáka og köngulær. Á sædýrasafni Sydney má svo m.a. sjá skjaldbökur og hákarla.

Frábærar strendur Sydney

Strendur borgarinnar verðskulda sérstaka athygli! Bondi Beach er sú frægasta; breið, falleg og þar myndast stórar öldur svo hún er tilvalin fyrir þá sem vilja skella sér á brimbretti - bæði þá fyrir reynslubolta og þá sem vilja læra surf. Notaleg íbúðabyggð er rétt við ströndina og á svæðinu öllu er mjög skemmtilegt andrúmsloft.  Ef siglt er í stutta stund frá höfninni í Sydney er hægt að nálgast aðra vinsæla strönd, Manly Beach, sem er aflappaðri en Bondi Beach og ekki eins þétt setin af olíubornum sólardýrkendum. 

Gisting í Sydney

Í Sydney er hægt að lifa nokkuð hagstætt því þar er að finna mikið framboð af ódýrri gistingu, sérstaklega á svæðunum Kings Cross, Bondi Beach og Darlinghurst. Þar geturðu einnig fundið ódýra bari og veitingastaði og ef þú vilt kynna þér næturlíf borgarinnar mælum við með stöðunum við Oxford Street og King's Cross.

Must see: Óperuhúsið í Sydney

Afþreying: Læra að surfa

Verslun: Oxford, George & Pitt Streets; aðallega áströlsk vörumerki í brimbrettabúnaði og fötum. 

Besta ströndin: Bondi Beach

Þú verður að prófa: Tooheys bjór og Áströlsk vín.

KILROY mælir með:

Farðu í Royal National Park nálægt Sydney. Þetta er þjóðgarður sem er í 45 mínútna lestarferð frá Sydney. Náttúran er stórkostleg hérna og þú getur fengið þér sundsprett á fallegum auðum ströndum.

Hafa samband