Tasmanía

Það er mikið um kóalabirni í Tasmaníu
 

Ferðir til Tasmaníu - eyjan sunnan Ástralíu

Margir ferðast til Ástralíu án þess að heimsækja eyjuna Tasmaníu sem liggur suður af Viktoríufylki. Ferðamenn ættu þó að nýta tækifærið því eyjan býður upp á dásamlega náttúrufegurð og áhugaverða sögu og menningu. Bókaðu ferð til Tasmaníu með KILROY!

Ef þú hefur ferðast alla leiðina til Ástralíu mælum við sterklega með því að þú farir einnig til litlu eyjunnar við suðurenda landsins, hinnar fallegu Tasmaníu. Eyjan er að mörgu leyti ólík Ástralíu en á sama tíma lýsandi fyrir landið. Þar er mikið, harðgert landsvæði sem einkennist af villtri náttúrufegurð, heillandi landslagi og spennandi dýralífi - við erum að tala um kengúrur og kóalabirni út um allt! Á sama tíma á borgarlíf Tasmaníu sér mikla sögu og fylgir ýmsum tískustraumum. Tasmanía er sannarlega einstök.

Cradle Mountain, Tasmaníu

Hin villta Tasmanía

Þér mun ekki leiðast í Tasmaníu. Það hversu fáir ferðamenn heimsækja eyjunna er sannarlega kostur. Þú hefur mikla möguleika á njóta ósnortinnar náttúrunnar. Þú getur meðal annars farið í göngu, hjólað, farið í rafting eða siglt á kajak í villtri en á sama tíma friðsællri náttúrunni.

Besti staðurinn til að fara í gönguferð er miðsvæðis á eyjunni en þar er 65 km löng ganga eftir slóð sem nefnist Overland Track og liggur í gegnum Cradle Mountain-Lake St Clair þjóðgarðinn. Þessi ganga tekur sex daga og er frábær upplifun – en þú verður að hafa í huga að veðurfar getur breyst á milli klukkutíma. Þess vegna verður þú að gæta vel að því hverju þú pakkar niður. Ímyndaðu þér bara að þú sért að pakka fyrir ferð til Íslands!

Við getum líka mælt með því að heimsækja Freycenet þjóðgarðinn sem er nálægt smábænum Coles Bay á austurströnd Tasmaníu. Þar má finna mikið af ósnortnum ströndum og víkum og þar eru líka frábær tækifæri fyrir góðar gönguferðir. Þú munt sérstaklega njóta hinna dásamlegu, nánast bleiku, granítkletta sem þessi þjóðgarður er frægastur fyrir.

Á austurströnd Tasmaníu finnur þú fullt af heillandi strandbæjum, sandströndum og töfrandi útsýni yfir hina fallegu strandlengju. Fyrir utan Freycenet þjóðgarðinn er það áhugaverðasta hér hinn fallegi Wine Glass flói og Mt William þjóðgarðurinn.

Borgin Hobart og hin sögulega Port Arthur

Aðalborg Tasmaníu er Hobart, en borgin er annar hápunktur ferðarinnar um austurströndina. Borgin ber af sér sögulegan þokka en hún er næstelsta borg Ástralíu. Þar er mikið um vinsæl kaffihús, frábærar hátíðir og flotta bari. Staðsetning borgarinnar og nálægð hennar við Mt Wellington og sjóinn er ekki slæm, en ef þú vilt eyða heilum degi við hafið mælum við með dagsferð á hina dásamlegu Seven Mile Beach!

Port Arthur, Tasmaníu

Ferðalagið þitt um suðaustur Tasmaníu ætti einnig að leiða þig til Port Arthur sem er sögulegt svæði frá þeim tíma þar sem fangar voru með fyrstu íbúum Ástralíu. Hér getur enginn forðast það að verða fyrir áhrifum af harkalegri arfleifð og grimmilegum afleiðingum þess tíma þegar Tasmanía var fanganýlenda. Staðurinn hefur eitthvað sorglegt og myrkt við sig en er um leið ótrúlega hrífandi.  

Vesturhluti Tasmaníu

Þú hefur ekki upplifað „alvöru“ Tasmaníu fyrr en þú hefur komið á vesturhluta eyjarinnar. Stærsti hluti þessa landsvæðis er villtur og ósnortinn og það er ekki alltaf auðvelt að ferðast um svæðið. Þetta er einstakur staður og virkilega frábrugðinn öðrum hlutum landsins, sérstaklega þar sem þarna eru afar fáir ferðamenn. Þetta er að sjálfsögðu frábært fyrir þig! Eitt af því sem þú verður að skoða á suðvesturhorninu er hinn stórbrotni Franklin-Gordon Wild Rivers þjóðgarður sem býður upp á frábær skilyrði fyrir rafting, klifur og gönguferðir. Þar eru djúp árgljúfur, þykkir regnskógar og fallegar gönguleiðir. Svo er það annar dásamlega fallegur þjóðgarður, Southwest National Park sem er staðsettur á stóru landsvæði á suðvesturhluta eyjunnar. Þessi þjóðgarður er undraverður; ósnortinn regnskógur, risatré – þar eru gríðarstór gúmmítré, fornar furur, stórbrotnir burknar og rakur mosi eins langt og augað eygir. Auk þessa sérðu hvíta fjallstinda sem speglast í fjallavötnunum og á sumrin fjölbreytta flóru villtra blóma. Ef þetta er ekki nóg til að fá þig til að draga fram myndavélina þína eru þar líka fallegar ár, gljúfur og fossar. Southwest þjóðgarðurinn er einfaldlega dásamlegur, enda einn af ósnortustu og einangruðustu stöðum í heimi – þú getur því ímyndað þér náttúrufegurðina.

foss, Tasmanía

Ferðin þín á þessar slóðir Tasmaníu verður ekki einungis hápunktur ferðar þinnar um Ástralíu heldur líklega hápunktur ferða þinna um alla mest töfrandi staði heimsins. Þess vegna segjum við: Þú verður að fara til Tasmaníu!

 

Hafa samband