Papúa Nýju-Gínea

Fólk í Papúa Nýju-Gínea
 

Papúa Nýju-Gínea - eitt ósnertasta land heim

Papúa Nýja-Gínea er einn dularfyllsti, leynilegasti og villtasti staður í heimi. Þetta eyríki í suðvestur Kyrrahafi, norður af Ástralíu og austur af Indónesíu, er hinn fullkomni áfangastaður fyrir þá sem vilja ferðast eins frumstætt og hægt er og fara til eins afskekktra staða og mögulegt er. Bókaðu ferðina þína til Papúa Nýju-Gíneu með KILROY.

Ferð til Papúa Nýju-Gíneu er ferð í annan heim. Eða ferðalag aftur í tímann sem sýnir okkur besta mögulega dæmið um hvernig jörðin okkar leit út fyrir löngu síðan. Það mætti nota líkingu og segja að Papúa Nýja-Gínea sé eins og risaeðla frá fornum tímum sem sé enn til.

Port Moresby: Höfuðborg Papúa Nýju-Gíneu

Mikill meirihluti þeirra sem ferðast til Papúa Nýju-Gíneu kemur fyrst til höfuðborgarinnar, Port Moresby. Þar búa um það bil 250.000 manns og borgin er vel tengt stórborgum svæðisins í gegnum Jackson alþjóðaflugvöllinn. Þaðan er t.d. hægt að fljúga til Brisbane, Cairns og Sydney í Ástralíu sem og til Singapúr, Hong Kong, Manila, Tokyo, Kuala Lumpur og Nadi á Fiji.

Port Moresby býður ekki upp á margt fyrir ferðamenn svo það er kannski best að forða sér sem fyrst úr borginni og út í hin spennandi ævintýri sem bíða þín í mismunandi hlutum Papúa Nýju-Gíneu.

Papúa Nýja-Gínea, þar sem ferðin er ævintýri í sjálfri sér

Í Papúa Nýju-Gíneu er ekkert til sem heitir að flýta sér. Hér um slóðir er lítið gert fyrir ferðamenn og á sama hátt er ekkert auðvelt eða einfalt. En þetta er einmitt ástæðan fyrir því að sumir ferðamenn hrífast enn meira af þessum áfangastað, eftir auðvitað að hafa heillast af náttúrufegurð og menningarlegu aðdráttarafli svæðisins. Í Papúa Nýju-Gíneu verður maður að vera undirbúinn fyrir næstum algjöran skort á ferðamannakerfi og aðstöðu fyrir ferðamenn og ferðin sjálf og mikið af praktískum málefnum sem tengjast henni verða stór hluti af ævintýraupplifuninni.

Dýralíf og náttúrulíf Papúa Nýju-Gíneu

Ástralía og Indónesía (og Salómon eyjar) eru nálægustu nágrannalönd Papúa Nýju-Gíneu og náttúru- og dýralíf þessara tveggja landa á mest sameiginlegt með Papúa Nýju-Gíneu. Dýralífið er sér kafli útaf fyrir sig – hér búa jafnmargar spendýrategundir og í Ástralíu þrátt fyrir að Papúa Nýja-Gínea sé níu sinnum minni en Ástralía. Hér eru líka fleiri tegundir af fuglum og froskum en hjá stóra nágrannanum í suðri og að sumu leyti er hægt að segja að Papúa Nýja-Gínea sé líffræðilega minni útgáfa af Ástralíu. Löndin tvö hafa margar af sömu tegundum sem hafa þó þróast mismunandi. Í þurrlendi og flatlendi Ástralíu hegða dýrin sér öðruvísi en í landslagi Papúa Nýju-Gíneu sem einkennist af röku fjalllendi, eldfjöllum, klettum og regnskógum. Dæmi um þetta eru kengúrur sem finna má í báðum löndunum. Í Ástralíu hoppa þær um í flötu eyðimerkurlandslaginu en í Papúa Nýju-Gíneu lifa þær í trjám.

Hættulegir staðir í Papúa Nýju-Gíneu

Papúa Nýja-Gínea er ekki alltaf öruggt land. Glæpir eru tíðir í sumum pörtum landsins og þú verður að fara virkilega varlega í sumum hlutum Port Moresby, Lae og Mt Hagen. Það sama á við um hálandasvæðin og eftirtalin svæði; Southern Highlands, Enga, Western Highlands, Chimbu og Eastern Highlands. Það ættu allir að halda sig fjarri gömlu Panguna námunni í Bougainville.

Helsta aðdráttarafl Papúa Nýju-Gíneu

Ef þú gætir örlítið að þér getur þú þó skoðað Papúa Nýju-Gíneu og upplifað landið sem þann spennandi og framandi stað sem það er. Ferð til Papúa Nýju-Gíneu ætti alltaf að innihalda ferð á Kokoda Track sem er 96 km. löng ævintýraganga í gegnum frumskóg, yfir kletta, um krefjandi hlíðar og sleip, blaut þrep. Slóðin fer upp og niður og þessi klikkaða ganga er frábært ævintýri, jafnvel þó þú gangir aðeins hluta af leiðinni.

Kokoda Track er hinsvegar þekktust fyrir söguleg tengsl sín en þar börðust ástralskir, bandarískir og japanskir hermenn í seinni heimsstyrjöldinni – á móti hverjum öðrum og á móti landsvæðinu. Á göngunni má sjá fjölmarga minnisvarða um stríðið en þú færð einnig tækifæri til að hitta fólkið sem býr nálægt gönguleiðinni. Af ýmsum góðum ástæðum ákveða aðeins örfáir að ferðast alla 96 km. leiðina. Við mælum með því að gera eins og flestir ferðamennirnir; fara í hóp sem  hægt er að skrá sig í á staðnum og ganga lítinn hluta leiðarinnar.

Ef þú vilt fá innsýn í hefðbundna menningu innfæddra ættir þú að heimsækja þorpið Tari en þar getur þú skyggnst inn í hefðbundið líf Huli-fólksins. Ef við lítum á náttúruna verðum við að mæla með bestu pörtum Central, Oro og Milne Bay héraðanna. Þar finnur þú dásamleg kóralrif, frumskógsklæddar hlíðar fjallanna og vingjarnlega íbúa svæðisins. Þegar kemur að því að kafa eða snorkla eru mörg spennandi skipsflök frá seinni heimsstyrjöldinni í hafinu hér í kring. Í þessu samhengi er gaman að skoða Tufi, Alotau og Samarai eyju. 

Ást, krikket og kanó-hátíð

Ef þú ert að ferðast um norðurhluta svæðisins, yfir Solomon Sea, kemur þú að hinum dásamlegu Trobriand eyjum þar sem þú gætir dottið í lukkupottinn og komist í kynni við hina framandi Milamala hátíð og einkenni hennar; „frjálsar“ ástir, krikket og yams rótina sem er notuð í ýmislegt hér um slóðir. Í Milne Bay héraðinu er borgin Alotau, höfuðborg héraðsins og einhver vingjarnlegasta, öruggasta og mest heillandi borg í Papúa Nýju-Gíneu. Ef þú ert þarna á réttum tíma gætir þú fengið að upplifa Milne Bay Kundu & Canoe hátíðina, en þar er mest spennandi að sjá innfædda „stríðsmenn“ róa á kanóum í hafinu – og það er frekar tryllt!

Já, Papúa Nýja-Gínea er algjörlega einstök og einn af villtustu og áhugaverðustu stöðum í heimi.

Hafa samband