Antigua

Eldfjall í Antigua
 

Antigua - Fallega borgin frá nýlendutímanum

Hin fallega nýlenduborg Antigua er umkringd eldfjöllum en það býður upp á fjölbreytt tækifæri til útivistar. Hér færðu eitt besta kaffi í heimi og er tilvalin staður til að læra spænsku!

Kaffi og nýlendutíminn

Hin heillandi gamla höfuðborg Antigua er 35 km frá Guatemala City. Spánverjar stofnuðu hana árið 1543 og nú er hún á heimsminjaskrá UNESCO. Árið 1773 eyðilagðist stór hluti borgarinnar í mörgum jarðskjálftum en byggingarnar hafa verið endurreistar. Antigua er staðsett í dal sem er umkringdur af þremur stórum eldfjöllum. Volcán de Fuego er virkt og þú getur séð reyk koma frá því. Borgarmyndin er undir miklum áhrifum frá spænskum nýlendustíl, en þar eru fallegir húsagarðar og steinlagðar götur. Andrúmsloftið er yfirleitt mjög afslappað.

Í Antigua er öll þjónusta sem þú þarfnast en þar eru bankar, Internet, kaffihús, tískuvöruverslanir, skemmtilegir barir, listagallerí, söfn og rústir gamalla bygginga. Skelltu þér á kósý kaffihús og fáðu þér eitt af besta kaffi í heimi sem ræktað er í hlíðum eldfjalla Antigua. Farðu á gott veitingahús og borðaðu á þig gat.

Antigua er líka frábær staður til að djamma á.  

Hjarta borgarinnar er Central Park. Arco de Santa Catalina er eitt af mörgum áhugaverðum fornminjasvæðum borgarinnar. Cathedral Metropolitana varð að hluta til fyrir skemmdum í jarðskjálftunum en hefur verið endurgerð að fullu.  

Nálægt borginni eru þorp og bæir sem við mælum með því að heimsækja eru sem dæmi; Ciudad Vieja, Jocotenango, San Juan El Obispo, Santa María de Jesús, San Bartolomé Milpas Altas og Santa Catalina Barahona.

Semana Santa

Antigua er þekkt fyrir áhugaverð trúarleg hátíðarhöld í páskavikunni, Semana Santa, í apríl. Þetta er stærsta hátíð ársins og þú mátt búast við því að hundruð innfæddra sem og útlendinga, komi til að upplifa þessa mögnuðu hefðbundnu hátíðarhöld. Skrúðgöngurnar eru þess virði að fylgjast með og þú munt heillast af reykelsisilminum, söngnum og margra metra löngum, fallegum skreytingum meðfram götunni en þær eru gerðar úr ferskum blómum og lituðu sagi. Þess má geta að þarna er einnig hátíð hjá vasaþjófum.

Chichicastenango

Þessi frægi markaður er á mánudögum og fimmtudögum. Þar selja indjánarnir hágæða listmuni, vefnaðarvöru og kaffi.

Afþreying í Antigua: 

Farðu í dagsferð til að sjá virkt eldfjall, Volcán Pacaya (2552m) en það er mjög magnað að sjá fljótandi hraunið með berum augum!Fjallahjólreiðar og hestaferðir eru góð leið til að kanna sveitaumhverfið.

Klæddu þig í dansskóna og dansaðu salsa og merengue! Það eru fjölmargir dansskólar í borginni þar sem þú getur farið á námskeið eða fengið einkatíma og í ýmsum þeirra er hægt að prófa fyrsta tímann frítt. Salsakvöld eru haldin á mörgum börum.

Gisting í Antigua: 

Það er ekki vandamál að finna kósý gistiheimili nema í kringum Semana Santa hátíðarhöldin. Á því tímabili er best að bóka langt fram í tímann því annars gætir þú lent í því að þurfa að sofa undir berum himni eða borga háar fjárhæðir fyrir gistingu!

Ferðast í Antigua:

Það er mikið af ferðaskrifstofum og rútufyrirtækjum í Antigua. Í boði eru fjölbreyttar ferðir t.d. til Monterrico strandbæjanna, Panajachel in Lago Atitlán, Chichicastenango, eða að La Ceiba Mayarústunum í Honduras. Hedman Alas rútufyrirtækið starfar líka á eyjunum í Honduras flóa á ströndinni við Karíbahafið. Þú ættir einnig að skoða það að fara í skipulagða ævintýraferð til að sjá meira.

Í Antigua, er auðvelt að komast á milli staða í leigubíl, en vegalengdir eru ekki langar og það er auðvelt að rata í borginni. Því getum við mælt með því að fara ferða sinna fótgangandi á meðan bjart er.

Rútur til Guatemala City, Ciudad Vieja og San Miguel Dueñas fara frá vesturhlið markaðarins. Ef þú vilt stunda hreyfingu og skoða þig um á sama tíma getur þú leigt fjallahjól af einhverjum af hinum fjölmörgu hjólaleigum borgarinnar.

Öryggi:

Antigua er talin ein af öruggustu borgum í Guatemala, en það er öruggara að vera ekki einn á ferð eftir myrkur. Gera má ráð fyrir því að allir vasaþjófar landsins komi á Semana Santa hátíðarhöldin svo við mælum með því að ferðamenn viti af þessum snjöllu atvinnumönnum. Ef þú lendir í einhverju er lögreglustöð í Parque Central.

Hafa samband