Kosta Ríka

Surfer í Kosta Ríka
 

Kosta Ríka - einstök paradís

Á Kosta Ríka getur þú skoðað fallegar strendur, farið í köfun, gengið á eldfjöll, upplifað frumskóga, skoðað tilkomumikið dýralíf og margt margt fleira. Hér njóta bakpokaferðalangar sín. Bókaðu ferð þína til Kosta Ríka með KILROY!

Það gerast ýmis ævintýri á Kosta Ríka

Kosta Ríka bíður uppá ótrúlega fjölbreytilegt landslag þrátt fyrir að vera aðeins 51.000 km2. Til gamans má geta að landið er aðeins stærri en Sviss. Í þessu fallega landi eru 35 þjóðgarðar sem samtals þekja 11% af landinu. Enginn annar staður getur stært sig af jafn mörgum dýrategundum á svona litlu svæði! Hægt er að finna yfir 850 mismunandi fuglategundir í þessari litlu paradís. Já Kosta Ríka er svo sannkallað draumaland náttúru- og dýralífsunnenda!

Herlegheit Kosta Ríka

La Fortuna er fallegt svæði sem er fyrst of fremst þekkt fyrir eldfjallið Arenal. Eldfjallið var á meðal tíu virkustu eldfjalla í heimi fram til 2010 en liggur nú í dvala (skrifað 2017). Hægt er að fara fjölbreyttar skoðunarferðir um svæðið og ekk sleppa því að prófa einhverja af heitu laugunum.

Fossafall er afar vinsælt sport - já hér er hægt að láta sig falla í gegnum fossa. Og nóg er af fossunum á Kosta Ríka! 

Hið svokallaða "white water rafting" er mjög vinsælt sport og hægt að iðka á mörgum stöðum á Kosta Ríka.  Landið er hinn fullkomni staður spennufíkla og ævintýramanna. 

Upplifðu heillandi náttúru - Kosta Ríka

Mounteverde Cloud Forest

Fjöllin á þessu náttúrusvæði eru tilvalin til lengri gönguferða - og ekki skemmir fyrir stórbrotið útsýnið. Fáðu þér  morgunmat á einum af stórbýlunum og athugaðu hvort þú spottir ekki hinn einstaklega fallega Quetsal fugl. Þessi staður er mjög sérstakur, sérstaklega vegna þokunnar sem á það til að umlykja regnskóginn. 

Manuel Antonio og Quepos

Hjá Manuel Antonio við Kyrrahafsströndina er að finna vinsælasta þjóðgarð landsins. Hér eru framandi dýr, má nefna slöngur, apa, risavaxnar eðlur, letidýr og að sjálfsögðu fugla í öllum heimsins litum. Við mælum með að ráða leiðsögumann því með þeirra hjálp getur þú séð miklu fleiri dýr en þú gerir á eigin vegum. Þessir sérfræðingar vita nákvæmlega hvar þeir eiga að leita!

Hæ hæ - Kosta Ríka

Þorpið Quepos býr yfir miklum sjarma og hér er virkilega hægt að slappa af og njóta lífsins. Þorpið er rétt hjá skóginum og ströndunum. Hér er brimbrettaliðið, bakpokaferðalangarnir, fjölskyldur á ferðalagi, hástéttafólk - allt úir og grúir af fjölbreyttu fólki, jafn fjölbreyttu og flóran og dýralífið sem umlykur þetta skemmtilega þorp.

Tortuguero þjóðgarður

Þessi tilkomumikli garður er mikilvægasti varpstaður sæskjaldbaka í allri Mið-Ameríku og Karíbahafi. Ef maður kemur hingað á varptímanum sem er frá apríl til október geturðu séð fyrstu skref þessarra stórkostlegu dýra þegar þau leggja leið sína, strax eftir klekjun, í átt til hafs.  

Þorir þú? - Kosta Ríka

Það er þriggja tíma sigling frá Puerto Limon til Tortuguero. Á leiðinni geturðu séð krókodíla, otra, apa, fljótaskjaldbökur, leðurblökur og fugla í öllum stærðum og gerðum. Algerlega ómissandi ferð! 

Að kafa á Kosta Ríka - upplifðu nýjan heim

Hvort sem þig langar að læra að kafa, bæta við þig frekari köfunarréttindum eða einfaldlega skella þér í fundive þá finnur þú það allt á Kosta Ríka. Upplifðu hina einstöku litadýrð sem leynist undir yfirborði sjávar. Hver veit nema þú rekist á skjaldbökur eða hákarla! Láttu drauminn rætast og lærðu köfun á Kosta Ríka

Einstök upplifun að kafa á Kosta Ríka

Jaco - fullkominn surfstaður

Hér er hinn fullkomni brimbrettastaður þar sem heimselítan kemur að æfa og keppa. Ef þú hefur brennandi áhuga á þessu vatnasporti ertu kominn á réttan stað! Hér geturðu fengið kennslu í brettabruni og hér eru bestu strandpartíin! Jaco er tilvalinn staður til að hitta aðra bakpokaferðalanga og jafnvel eignast nýjan samferðamann.  San Jose

Vegna stimpils Kosta Ríka sem brimbrettaparadís, býður höfuðborgin San Jose uppá góð og ódýr brimföt. Hér geturðu fyllt bakpokann þinn af fötum frá gæðamerkjum s.s. Volcom, DC og O'Neill. San Jose býður einnig uppá margt annað, til dæmis er einungis tveggja tíma keyrsla til Kyrrahafsins og Karíbahafsins. Strendur Karíbahafs henta vel þeim sem kjósa að liggja í sólbaði og synda í lygnu vatni en strendur Kyrrahafs draga meira að þá sem vilja fara á brimbretti.   

Paradís surfara - Kosta Ríka

San Jose er skipt í nokkur svæði og bestu og öruggustu svæðin eru frá 1-9, þar sem mælt er með að búa. Plaza de La Cultura og dómkirkjan í San Jose eru meðal staða sem skilyrði er að skoða á meðan dvalist er í borginni. 

Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru, því er bara eitt í stöðunni: Smelltu á þig bakpokann og skelltu þér af stað á vit ævintýranna - núna! 

Langar þig til Kosta Ríka?
Hafðu samband!

Hafa samband