San Jose

Hjólaferð í San Jose í Kosta Ríka
 

San Jose í Kosta Ríka

San Jose er höfuðstaður og stærsta borg Kosta Ríka. Íbúar eru 350.000 talsins sem þýðir að 1/3 þjóðarinnar býr hér. Þótt borgin sé ekki svo stór er San Jose samt lífleg og ólgandi borg þar sem manni leiðist aldrei!

Borgin er morandi í háskólanemum sem koma allstaðar að úr heiminum til að stunda nám við Universidad de costa Rica háskólann. Heimamenn eru vinalegir, gestrisnir og hjálpsamir þegar þörf er á.

Samgöngur í San Jose

Það besta við San Jose í Kosta Ríka er hvað það er auðvelt að komast leiðar sinnar hér, jafnvel þótt maður kunni enga spænsku. Það eru engar strendur við San Jose en bæði Karabíska- og Kyrrahafið eru hvort fyrir sig bara 3 klst rútuferð burtu – hvort í sína áttina. Það eru frábærar strendur við bæði höfin en ef þú ert fyrir brimbretti er betra að stefna á Kyrrahafið – öldurnar eru rosalegar! Það er úr svo mörgum frábærum stöðum að velja, passaðu bara að þú farir upp í rétta rútu – það eru bæði til hraðrútur og þær sem fara minna beina leið... stundum þarf maður að skipta 100 sinnum til að komast á áfangastaðinn.

San Jose skiptist í mismunandi svæði og merkilegt nokk munt þú ekki finna nein venjuleg heimilisföng neinstaðar í Kosta Ríka! Vinsælasta svæðið í miðbænum heitir Avenida 1 og númerin hækka almennt eftir því sem lengra er komið út úr miðbænum. Hús og byggingar eru yfirleitt lágreist og skreytt í skærustu litum.

Að versla í San Jose

Það er furðu gott að versla í San Jose, sérstaklega ef þú hefur áhuga á brimbrettum eða hjólabrettum. Borgin er stútfull af surf-, skate- og street klæðnaði og þú getur fundið merki eins og Volcom, DC og Globe á frábæru verði. Búðirnar eru yfirleitt skreyttar mjög frumlega.

Veitingar í San Jose

Miðbærinn býður upp á allt sem þú þarft: götumarkaði, kaffihús, pöbba og alþjóðlegar kaffihúsa- og veitingahúsakeðjur. Vinsælasti markaðurinn er El Mercado Sentral sem liggur í miðri borginni, en þar finnur þú ferskustu og gómsætustu framandi ávextina, ferskt kjöt og fisk. Markaðurinn er troðinn og hávær að Kosta Ríkönskum sið en andrúmsloftið er líflegt og skemmtilegt. Ef þig langar í enn meira úrval, þá er El Pueblo lítil borg þar sem finna má meira en 50 bari, veitingastaði, listagallerí og verslanir. Þar er stundum svolítið túristalegt, svo ef þú fílar það ekki, taktu stefnuna á háskólasvæði San Pedro í staðin, á götuna Calle de la Amargura. En passaðu uppá eigurnar þínar, þar er nokkuð um vasaþjófa.

Ég upplifði aldrei að ég væri í neinni hættu í San Jose eða Kosta Ríka almennt, ég hitti bara brosandi og vinalegt fólk. Það er alger skylda að heimsækja San Jose áður en farið er í frumskógarferðalög og sólböð á ströndunum!

Hafa samband