Nicaragua

Corn Island ströndin
 

Ferðir til Nicaragua - það besta í Mið-Ameríku

ATH: Í auknablikinu má finna mikið af vegatálmum í landinu sem valda truflunum á helstu samgönguleiðum en vegatálmarnir eru uppsettir vegna óreiða. Vinsamlegast hafðu samband við íslenska sendiráðið fyrir frekari upplýsingar.

Í Nicaragua finnur þú afslappað andrúmsloft, vinalega heimamenn, frábæra köfunarstaði, heillandi strendur, tilkomumikil eldfjöll og fullt af rommi. Bókaðu ferð til Nicaragua með KILROY.

Sjaldséður gimsteinn í Mið-Ameríku

Það er enn í dag nokkuð fátítt að fólk ferðist til Nicaragua en það gerir það enn betra fyrir þig. Það gefur þér tækifæri að upplifa þetta litla, fallega og heillandi land í friði og ró.

Nicaragua er eitt af fátækustu löndunum Mið-Ameríku og er það sérstaklega þekkt fyrir kaffi framleiðslu sína. Einnig telja margir að landi framleiði besta rommið! Ekki gleyma því að fá þér Flor de Cana blandað í ferskan mangó safa!

Það er margt að skoða og upplifa í Nicaragua. Við mælum sérstaklega með því að þú kynnir þér menningu og tónlist Garifuna fólksins, upplifir surfmenninguna og rannsakir neðansjávarlífið í einstakri köfunarferð ásamt því að skoða öll eldfjöllin, vötnin og regnskógana.

Marsella ströndin í Nicaragua - KILROY

Managua

Þú ert ekki að ferðast til Nicaragua fyrir höfuðborgina, en hún er samt þess virði að sjá og mjög líklega er hún upphafspunkturinn þinn fyrir önnur ferðalög um landið. Í Managua finnur þú ódýra gistingu, veitingastaði og gott úrval af börum og búðum. Ekki missa af því að skoða Parque Histórico Nacional Loma de Tiscalpa en það er líklegast áhugaverðasti hluturinn að sjá. Einnig mælum við með því að þú skoðir „the old Cathedral‟. Mundu einnig að ekki vera að spara of mikið peninginn - taktu leigubíl og þá sérstaklega þegar það er orðið dimmt! Það er nokkuð um glæpi í vissum hlutum borgarinnar. 

Granada

Granada er fallegur bær með spænska blæ en hann var einmitt stofnaður af spánverjum árið 1524 og hefur náð að halda sjarma sínum og arkitektúr. Hér finnur þú notalegar steinlagðar götur, hestakerrur og hús í stíl við nýlendutímann. Bærinn liggur við vatnið Lago de Nicaragua, stærsta stöðuvatni Mið-Ameríku, en þar finnur þú yfir hundrað smærri eyjur til að kanna. Taktu ferju til Islan De Ometepe eyjunnar þar sem þú getur farið í magnaða göngu upp á eldfjöll og notið útsýnisins yfir vatnið og aðrar eyjur á svæðinu. 

Granada í Nicaragua - KILROY

Menningarlegur hápunktur Nicaragua

Bæði frá Managua og Granada er auðvelt að komast til Masaya, sem er miðstöð listar og menningar í Nigaragua. Hér færð þú innsýn inn í það hvernig landið var áður en Spánverjar tóku yfir. 

Bærinn sjálfur er kannski ekkert svo aðlaðandi en þetta er frábær staður til að upplifa hið daglega líf Nicaragua búa. Þar getur þú skoðaða eða verslað frábært hand- og listaverk á Artesanias markaðinum og ekki láta eldfjallið Volan Masaya framhjá þér fara. 

Hvað á ég að gera í Nicaragua?

Ferð til Nicaragua býður bæði upp á afslöppun og marga spennandi afþreyingar möguleika. Þú gætir t.d. gengið upp á hið reykmikla Concepcion eldfjall á eyjunni Lago de Nicaragua og slakað svo á í heitum hverjum á svæðinu. Einnig getur þú farið til Maribios og skellt þér á sandbretti á Cerro Negro eldfjallinu. 

Ometepe vatnið og eldfjöll í fjarska - Nicaragua

Langar þig að kafa? Heimsæktu eyjaklasann Islas del Maiz, eru í Karabíahafinu við strendur Nicaragua, og skoðaðu neðansjávarlífríkið. Þú átt eftir að sjá skötur, litríka fiska, skjaldbökur og jafnvel hákarla synda um. Einnig eru þar magnaðari neðansjávarhellar og einstök kóralrif.

Að ferðast um Nigaragua

Eins og á svo mörgum öðrum stöðum í Mið- og Suður-Ameríku ertu að mestu að ferðast með rútum. Njóttu þess að ferðast í líflegum lókal rútum fullum af heimamönnum, hænum og geitum á leiðinni á markaðinn. Það er þó einnig stærri rútufyrirtæki sem fara lengri vegalengdir og bjóða upp á meiri þægindi, þar má meðal annars nefna Transnica og Tica. 

Langar þig að ferðast um Nicaragua?
Hafðu samband

Hafa samband