Bandaríkin

New York - Hér er hægt að gera allt, taktu þér bara tíma og njóttu þess.
 

Ferðir til Bandaríkjanna - Go west!

Ferð til Bandaríkjanna er ferð til lands þar sem allt er stórt! Bílarnir eru stærri, skýjaklúfarnir eru hærri, eyðimerkurnar og þjóðgarðarnir eru hrikalega víðáttumiklir og margir. En Bandaríkin eru ekki bara stærri - landið er í alla staði frábær áfangastaður fyrir ferðamenn. Við bjóðum ódýrt flug, gistingu og ævintýri. Ferðastu með KILROY til Bandaríkjanna!

Að koma til Bandaríkjanna er einstök upplifun. Hér er svo endalaust margt hægt að skoða. Þú getur skoðað stórar borgir sem iða af lífi og menningu eða upplifað magnaða náttúru með fullt af afþreyingu og möguleikum fyrir hinn orkumikla ferðamann. Það má með sanni segja að ekkert annað land búi yfir jafn fjölbreyttu og stórbrotnu landslagi og Bandaríkin; stórskornar strandlengjur, víðáttumiklar strendur, yfirgefnar sléttur, aflíðandi hólar og hæðir, háir fjallgarðar, mýrlendi, skógar og eyðimerkur. Þú getur upplifað þetta allt og meira til!

Yosomite þjóðgarðurinn, USA

Leigðu bíl í Bandaríkjunum - gleymdu rútum og lestum

Ef þú hefur tvær vikur eða svo til að eyða í Bandaríkjunum, skaltu einbeita þér að einu sérstöku landsvæði. Ef þú hefur hins vegar nægan tíma mælum við með að þú skellir þér í road trip. Að krúsa um frá einum landshluta til annars er algjört snilldar ferðalag sem er ekki almennilega hægt að lýsa í fáum orðum. Að fara á milli stranda er vinsælast og á þennan máta hefurðu fullkomið frelsi til að upplifa landið á þeim hraða sem þú vilt. Það getur verið erfitt að plana langt road trip svo við mælum með að þú spjallir við ferðaráðgjafa og lesir þér vel til um svæðin sem þú ætlar að heimsækja. Þú getur að sjálfsögðu leigt bíl og keypt flug í gegnum KILROY, en við erum með sérstaklega hagstæð verð fyrir ungt fólk og námsmenn!

Lestu okkar bestu road trip ráð hér!

Þjóðgarðar Bandaríkjanna

Bandaríkin eru fræg fyrir margt, en þjóðgarðarnir eru það sem Bandaríkjamenn eru stoltastir af. Þessi náttúruundur eru vinsælustu ferðamannastaðir Bandaríkjanna og ef þú hefur komið til einhverra þeirra þá veistu af hverju. Það er ekki bara Yellowstone og Yosomite, heldur einnig Everglades í Flórída, Redwood trees í Kaliforníu, sjávarstrendurnar í Acadia og Cape Cod og fleira. Svo má ekki gleyma einu af stærstu undrum veraldar: Miklakljúfur í Arisóna.

Grand Canyon, USA

Vetur, Sumar, Vor og Haust

Sama hvaða árstíð þú velur til þess að heimsækja Bandaríkin getum við ábyrgst að það verður fullt af gera og sjá fyrir þig. Ef þú ert að sækja í útivist eru þó takmörk fyrir því sem þú getur gert yfir helstu vetrarmánuðina. Sumrin eru þéttsetin/sækin og verð eru hærri, svo ef þú ert sveigjanlegur með ferðatíma þá ráðleggjum við að þú skellir þér yfir vor-eða haustmánuðina. Stórar borgir eins og New York, Washington D.C. og Los Angeles eru góðar til heimsóknar allan ársins hring, sérstaklega ef þú ert í verslunarhugleiðingum í og í kringum verslunarmiðstöðvar og verslunargötur. Flórida er sólrík og heit flesta vetrarmánuðina. Ef þú vilt skoða eitthvað frábrugðið hinu hefðbundna bandaríska lífi, skaltu fara til Alaska eða Hawaii

Hafa samband