Chile

Santiago
 

Chile - einn ótrúlegasti staður Suður-Ameríku

Það að uppgötva Chile er minnisstæð upplifun fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk. Dramatísk náttúran er einstök og það er alltaf nóg að gera fyrir ævintýrafólk. Sjáðu mörgæsirnar, hvali, firði, snævi þakin Andes fjöllin og ótrúlegt útsýni yfir strandlengjuna.

Landamæri Chile liggja að Perú, Bólivíu og Argentínu sem þýðir að héðan er gott að ferðast milli landa. Chile nær 4300 km frá Perú til Magellan sundsins. Landafræði Chile er óvenjuleg - eintómt haf öðru megin og næstum eintóm Andes fjöllin hinumegin.

Santiago de Chile

Höfuðborg Chile er nútíma stórborg og efnahagur hennar einn sá örast vaxandi af öllum löndum Suður Ameríku. Skýjakljúfarnir og líflegt götulífið mynda sterka andstæðu við t.d. La Paz. Það er svo margt að sjá og kanna í Chile að þú vilt líklega halda áfram ferðinni frá höfuðborginni frekar fljótlega.

Punta Arenas 

Suðlægasta borg Chile og hefur lengi laðað að rannsóknar- og ferðamenn hvaðanæva að. Þú getur farið í siglingu um suðurskautið alla leið að mörgæsabyggðum við Otway Sound, auk þess sem þú sérð seli, hvali og ótrúlegt útsýni.

San Pedro de Atacama

Er lítið nýlenduþorp. Þaðan er auðvelt að komast að goshverum, eldfjöllum, saltbreiðum og stöðuvötnum norður Chile. Atacama eyðimörkin er þekkt fyrir að vera þurrasti staður jarðar og fyrir marga er hún eitt aðal aðdráttarafl Chile. Þú getur líka farið í skoðunarferð um hinn afskekkta Valley of Moon (Tungldalinn).

Parque Nacional Lauca

Hér er um við með risavaxinn þjóðgarð sem er heimili lamadýrahjarða, alpaca og yfir 100 fuglategunda. Lago Chingará er eitt hæst liggjandi stöðuvatna jarðar, við rætur Payachata eldfjallanna.

Þú getur líka siglt um Chileönsku firðina á leiðinni frá Puerto Montt til Puerto Natales. Útsýnið mun ekki valda þér vonbrigðum.

Easter Island (Rapa Nui - Páskaeyjan) 

3700 km vestur af meginlandi Chile finnur þú fyrir meira pólýnesískum straumum en Chileönskum. Þessar eyjur eru einhverjar þær mest einangruðu í heimi og búa yfir næstum yfirnáttúrulegu andrúmslofti. Uppgötvaðu risastóru Moai steinstytturnar og ekki gleyma myndavélinni þinni.

Að gera og sjá í Chile:

Vinsælasti staðurinn fyrir bakpokaferðamenn er líklega Parque Nacional Torres del Paine þjóðgarðurinn, sérstaklega frá desember og fram í mars. Það eru ekki margir sem hafa tækifæri til að upplifa þvílíkan stað, en þeir sem gera það gleyma því aldrei. Þessi þjóðgarður er paradís fjallgöngufólks – hann býður upp á fullt af góðum gönguslóðum og tjaldstæðum. Afskekkt náttúran hér er sannarlega dramatísk! Passaðu að taka frá nokkra daga fyrir gönguferðir því þú villt örugglega vera hér í einhvern tíma.

Vatnasvæðið býður upp á margt sem er athyglisvert að sjá og gera fyrir útivistarfólk. Þú getur gist í Puerto Montt og farið í dagsferðir til Chiloé eyjarinnar, eða heimsótt þjóðgarðana að skoða fossa, vötn og fjöll. Það er fullt að gera, prófaðu að fiska, farðu í gönguferð um fallegu göngustígana, á hestbak, fjallahjól eða í gljúfraklifur.

Ferðaráð KILROY:

Innanlands er best að fljúga, því vegalengdirnar í Chile eru svo gríðarlegar. Frá því um miðjan desember fram í miðjan mars er háannatími svo verðlagið er hærra þá.

Hafa samband