Santiago

Santiago - skýjakljúfar
 

Santiago – skýjakljúfar, surf og salsa

Santiago, höfuðborg Chile er stórborg sem býður gesti sýna velkomna. Ólíkt flestum öðrum borgum í Suður-Ameríku er borgin nokkuð skipulögð og stílhrein en á sama tíma finnur þú spennandi hverfi sem hafa hinn þekkta Suður-Ameríska sjarma. Bókaðu ferð þína til Santiago með KILROY!

Auðvelt er að ferðast til Santiago. Borgin er mjög nútímavædd, staðsett í stærsta dal Chile og umvafin snævi þöktum Andesfjallstoppum og eldfjöllum. Í dag er borgin miðja alls sem tengist fjármálum og viðskiptum í Chile. Með um sex milljónir íbúa er mikið um að vera í borginni og hafa á síðustu árum risið upp hinir ýmsu skýjakljúfar og ein hæsta bygging Suður- Ameríku, Constanera Center, þar sem finna má 300 m háan turn, verslunarmiðstöð og hótel. Þrátt fyrir að vera mjög annasöm borg er hún í senn aðlaðandi, með mikinn sjarma og býður uppá frábært útsýni yfir snævi þakta fjallstoppa, eldfjöll og vínekrur.

 

Santiago - einstakt útsýni

Langar þig að kynnast heimamönnum?

Í Santiago er mikið af skemmtilegum torgum og görðum sem oft eru samkomustaðir heimamanna. Við torgið Plaza de Armas finnur þú nokkrar af áhugaverðustu byggingunum í Santiago eins og Catedral Metropolitan og Gothic kirkjuna Basilica del Salvador. Við torgið er einnig hið bóhemíska hverfi Barrio Brasil sem við fystu sýn virðist vera yfirgefið. Ef þú hins vegar kannar það betur kemur í ljós að þar er mikið af vinsælum börum og verslunum. Á ferð þinni um Santiago ættir þú einnig að stoppa við á torginu Plaza Brasil en þar koma heimamenn mikið saman og þá sérstaklega um helgar. Garðurinn Cerro Santa Lucia hefur að geyma skemmtilega gosbrunni og er notalegt að hvíla sig þar eftir langan dag. Garðurinn Metropolitano er yndisleg græn oasis upp á San Critsobal hæðinni með útsýni yfir alla borgina. Farðu upp með kláfnum og njóttu útsýnisins. Sundlaugin Piscina Tupahue er einnig þess virði að heimsækja. Hún er staðsett á San Cristobal hæðinni með einstakt útsýni yfir alla borgina.

Listir og Saga

Santiago er ekki einungis sjarmerandi borg á yfirborðinu heldur hefur hún að geyma áhugaverða sögu og minjar. Safnið Museo Chileno de Arte fræðir þig um sögu frumbyggja Chile áður en Spánverjar tóku yfir. Á Museo de Arte Contemporaneo er að finna samtíma ljósmyndasýningar og skúlptúra. Ef þú hefur áhuga á Yoko Ono og Miró listaverkum verður þú að heimsækja Museo del la Solidarida Salvador Allende í Barrio Brasil.

Vardero veggurinn

Ferskur matur og gæða vín

Santiago er himnaríki fyrir þá sem elska sjávarrétti og góð vín. Við borgarmörkin má finna nokkrar af heimsins bestu vínökrum sem þú getur heimsótt og farið í vínsmökkun. Nokkrir af best veitingastöðum Santiago er að finna í Bella Vista Patio hverfinu og ef þú villt prufa eitthvað nýtt ættir þú að panta sérgrein staðarins, ceviche (skelfisksalat). Eftir kvöldmatinn er tilvalið að kíkja á barinn og er þá sniðugt að fá leiðsögn heimamanna um götur Suecia þar sem parýið er alla daga vikunnar.

Hvað er hægt að gera í Santiago?

Santiago hefur frábæra staðsetningu. Þar ertu ekki aðeins nálægt hafinu og vínökrum heldur ertu ekki nema í um klukkutíma fjarlægð frá nokkrum af heimsins bestu skíðasvæðunum. Ef þú ert að leita frekar að sól, strönd og sjó þá er hin stórskemmtilega strönd Vina del Mar rétt hjá, vinsæl meðal heimamanna. Nálægt henni er svo surf staðurinn Pitchilemu. Þegar kvöldið nálgast og hárið er orðið þurrt er tilvalið að skella sér á einn af salsa börum borgarinnar og upplifa hinn ástríðufulla salsa dans. Ef þú hefur ekki reynslu á því svið þá eru fjölmargir staðir sem bjóða upp á kennslu á lágu verði. Auðvitað getur þú einnig aðeins kíkt við og upplifað ástríðuna í gengum heimamenn sem eru margir hverjir með dansinn í blóðinu.

Að ferðast um borgina og gisting.

Í Santiago er hágæða metro kerfi sem kemur þér auðveldlega á milli helstu staða borgarinnar. Hægt er líka að fara á milli með strætó eða fyrir þá sem vilja hreyfa sig meira að leigja hjól. Colectivo leigubílar eru þá einnig hentugir en þeir ganga ákveðnar leiðir. Að leigja bíl aðeins til að keyra um borgina er hins vegar ekki góð hugmynd. Varðandi gistingu þá býður borgin uppá margar tegundir allt frá skemmtilegum hostelum til 5 stjörnu hótela.

Hvenær á að heimsækja Santiago?

Ef þú villt upplifa Santiago í sínu best þá mælum við með að farir að vori til (frá september – desember þar sem hún er sunnan við miðbaug). Ef þú villt hins vegar upplifa skíðasvæðin þá er best að fara á milli júní og ágúst.

Langar þig til Santiago?
Hafðu samband

Hafa samband