Tansanía

Fílar í Serengeti þjóðgarðinum - Tansanía
 

Tansanía - Gleðigjafi Afríku

Tansanía hefur allt - safarí, fjallgöngur, strandarfíling og stórborgarbrag. Frá Kilimanjaro og Serengeti í norðri, til simpansa í Gombe Stream þjóðgarði í vestri og strandanna á Zanzibar í austri. Bókaðu ferðina þína til Tansaníu hjá KILROY!

Höfuðborgin Dar Es Salaam er algengur byrjunarreitur á ferðalagi um landið. Borgin samanstendur af skemmtilegri blöndu af afrískri, arabískri og indverskri menningu. Nafnið Dar Es Salaam er arabískt og getur lauslega verið þýtt sem "friðsæl höfn" þótt sú lýsing eigi ekkert sérlega vel við. Nútímaborgin Dar Es Salaam er hávaðasöm og erilsöm en veitir skemmtilega nasasjón af lífinu í stórborgum Afríku.

Markaðurinn í Dar Es Salaam - KILROY

Heimsæktu hinn gríðarstóra Karialoo markað, stærsti markaður í Tansaníu, sem er pakkaður af suðrænum vörum og mat sem þú hefur líklega ekki séð áður. Kannaðu næturklúbbana og upplifðu hamagang afrískrar tónlistar. Bæði norðan og sunnan megin við borgina eru lítil þorp við sjávarsíðuna þar sem þú getur tjaldað beint á ströndinni. Það er algjörlega þess virði að eyða nokkrum dögum í Dar Es Salaam áður en þú heldur lengra inn í landið til að upplifa stórbrotna náttúru og dýralíf.

Norður-Tansanía - Náttúran, dýralífið og gönguferðirnar

Í norðri finnur þú hinn sanna kjarna Afríku. Hérna færð þú tækifæri til að upplifa ótrúlegt dýralíf og einstakar náttúruperlur eins og fjallið Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. Reimaðu á þig gönguskóna og búðu þig undir að komast á toppinn. Það eru nokkrar leiðir til að komast upp fjallið og getur þú t.d. valið gönguferðir sem taka allt frá sjö til 14 daga. Leiðin upp getur verið ansi erfið en afrakstur erfiðisins skilar sér tífalt tilbaka! Það geta ekki allir státað sig af að hafa staðið á hæsta tindi Afríku.

Á toppnum! - Kilimanjaro

Safaríferð - upplifðu heim dýranna!

Safarí þýðir að ferðast á Swahili, sem passar fullkomlega - þú ferðast um og fylgist með dýrum í sínu náttúrulega umhverfi. Það er einstök tilfinning að upplifa heim dýranna með eigin skilningarvitum. Bókaðu magnaða safaríferð í hinum fræga Serengeti þjóðgarð þar sem þú átt eftir að sjá ljón í sólbaði, fíla á röltinu og gríðarstórar dýrahjarðir á beit. Nokkurra daga ferð um Serengeti er eitthvað sem þú átt aldrei eftir að gleyma! 

Arusha er annar þjóðgarður sem liggur á milli Kilimanjaro og Meru fjalls. Hann er frekar lítill í samanburði við garð eins og Serengeti en hér er mjög fjölbreytt náttúru- og dýralíf. Hápunktar garðsins eru Ngurdoto gígur, Momela vötn og Meru fjall. 

Fílahjörð á röltinu í Serengeti - KILROY

Vesturhluti Tansaníu

Í hinum fræga Gombe Stream þjóðgarði getur þú fylgst með simpönsum í sínu náttúrulega umhverfi. Garðurinn er mjög nálægt landamærum Búrúndí, á mörkum Tanganiyka vatns, og eina leiðin til að ferðast þangað er á bát. Hér ert þú kominn djúpt inn í meginland Afríku. Kannast þú við söguna af Jane Goodall, sem síðan 1960 hefur rannsakað atferli simpansa? Í Gombe finnur þú rannsóknarmiðstöð sem nefnd er eftir Jane og ef þú ert heppinn getur þú rekist á kvenkyns simpansann Fifi, sem var aðeins þriggja ára þegar Jane Goodall byrjaði rannsóknir sínar. Fifi er eini eftirlifandi simpansinn frá hinum upprunalega hópi. Það er alveg sérstök upplifun að sjá þessa simpansa. Menn og simpansar deila 98% af erfðavísum sínum, svo þér gefst hér sjaldgæft tækifæri til að horfa í augu fjarlægs frænda. Auk heimsfrægu simpansana er hægt að sjá aðrar apategundir og bavíana. Garðurinn er einnig heimili yfir 200 fuglategunda!

Simpansar í Gombe þjóðgarðinum - KILROY

Við enda Tanganiyaka vatns nálægt landamærum Sambíu er fossinn Kalambo. Fossinn er 235 metra hár og er annar stærsti foss Afríku. Til gamans má geta að Glymur, hæsti foss Íslands, er 190 metra hár. 

Dreymir þig um að ferðast til Tansaníu?
Hafðu samband

Hafa samband