Zanzibar

Spice island - Zanzibar
 

Zansibar - Saffran, köfun og sjávargola við ströndina

Stórkostlegar strendur, falleg kóralrif, afslappað andrúmsloft og bragðgóðar smokkfisksstangir bíða þeirra ferðamanna sem eru á leið til Zanzibar - leynilegu kryddeyjanna í Indlandshafi.

Zanzibar er fallegur eyjaklasi í Indlandshafi. Eyjarnar hafa að nokkru leyti sjálfsstjórn en eru þó hluti af lýðveldinu Tansaníu. Eyjarnar í eyjaklasanum eru staðsettar í um 25-50 kílómetra frá meginlandinu og eru Pemba og Unguja þær vinsælustu. Venjulega þegar fólk talar um Zanzibar eyju, á það við Unguja sem er sú stærri af þessum tveimur en hún er þekkt fyrir fallegar strendur og glæsileg kóralrif.

Magnaðar strendur Zanzibar

Zanzibar eru stundum kallaðar „kryddeyjarnar“ (Spice Islands) en það nafn fengu þær frá áralangri hefð fyrir kryddframleiðslu sem í dag samanstendur af sjávarþangi, saffrani, kanil, múskati og pipar. Ferðamennska er einnig orðin mikilvæg atvinnugrein þar sem hún eykst á hverju ári. Ekki sleppa því að fara í „spice tour” en þar færð þú góða fræðslu um þau krydd sem ræktuð eru á eyjunni. Vissir þú að kanill er börkur af sígrænu tré? 

Hvað á ég að gera og skoða á Zanzibar?

Zanzibar borg er höfuðborg eyjanna og er staðsett á Unguja. Gamall hluti borgarinnar, Stone Town, er á heimsminjaskrá UNESCO. Hann nær utan um langa sögu arabískra viðskipta og þar sérðu klárlega leifar frá mismunandi menningarheimum því hér blandast bresk, portúgölsk, persnesk-afrísk og arabísk áhrif.

Stone Town - Zanzibar

Steinabærinn var eitt sinn stolt borgarinnar, nú er hann einungis skuggi þeirra daga þegar velmegunin var og hét. Þrátt fyrir þetta er margt sem gerir borgina spennandi, s.s. þröngar götur, fallegar moskur, House of Wonders, Arabíska virkið  ásamt andrúmsloftinu gera gamla bæinn heillandi. Þegar rútan stoppar við stóra markaðinn ættir þú að skella þér inn og kaupa fílahvítlauk (sérkenni eyjanna) og góð avókadó.

Vinsælustu ferðamannastaðirnir í Stone Town eru Kenyatta Road og Shangani Road. Stoppaðu við í Forodhani Gardens en þar getur þú smakkað alls konar mat frá Zanzibar eins og smokkfisk eða sykurreyrsafa. Nálægt matarmarkaðinum er annar markaður þar sem þú getur fundið hinar fullkomnu gjafir til að taka með þér heim. Búðu þig undir samningaviðræður!

Hinar hvítu sandstrendur á austurhluta Unguja eru vinsælastar meðal sóldýrkenda. Þar eru einnig margir frábærir staðir til að kafa á, sérstaklega í kringum Mnemba eyju; hákarlar, skjaldbökur og kóralfiskar í öllum regnbogans litum. Hljómar vel! Hægt er að kaupa dagsferðir til Mnemba frá Nungwi.

Það er einstök upplifun að kafa á Zanzibar

Í norðvestri liggur hin fallega Kendwa strönd en þar eru fjölmargir barir og góðir veitingastaðir. Partýgestir flykkjast hingað á hverjum laugardegi fyrir fullt tungl en þá er haldið hið fræga Full moon partý. Athugaðu að einungis er hægt að ganga meðfram ströndinni til og frá Nungwi þegar það er fjara.

Finndu einnig skemmtilegu gönguleiðirnar í Jozani Forest og sjáðu Red Colobus apana sem búa þar en eru því miður í útrýmingarhættu.  

Að ferðast um Zanzibar

Það krefst sterkra tauga að keyra á Zanzibar þar sem margir af vegunum eru ekki í góðu standi. Mun auðveldara er að ferðast á hafi og þá er talsvert fljótlegra að fara frá höfnum landsins; Dar es Salaam, Pemba, Mombasa, Tanga og Mtwara, með spíttbát eða ferju heldur en með skipi. Það eru tveir flugvellir í Pemba og Unguja. Á Unguja, Zanzibar eyju, getur þú komist á milli staða með dala-dala, þ.e.a.s. strætó, eða leigubíl.

Hvenær ættir ég að fara til Zanzibar?

Hafgolan kælir á heitum sumardögum og því er landið frábær áfangastaður hvenær sem er ársins. Í apríl og maí er meiri úrkoma en á móti kemur að þá er gróðurinn fallegri ásamt því að það rignir yfirleitt ekki alla daga.

Prófaðu að kitesurfa á Zanzibar

Við mælum með!

Þrátt fyrir að margir ferðamenn dvelji í Unguja er áhugavert að heimsækja Pemba. Þar er andrúmsloftið rólegt og þægilegt ásamt því að þar átt þú eftir að finna magnaða köfunarstaði. 

Hefur þig alltaf langað að prófa kitesurfing? Þá er Zanzibar málið! Hér finnur þú frábær kitesurfing námskeið þar sem þú getur þróað kitesurfing hæfileika þína ásamt því að kynnast öðrum skemmtilegum bakpokaferðalöngum alls staðar að úr heiminu. 

Vertu ábyrgur ferðamaður!

Þegar þú ert að kafa eða snorkla gæti það kannski freistað þín að brjóta smá kóralbút sem minjagrip en hugsaðu þig tvisvar um því þetta drepur kóralrifin. Einnig mælum við ekki með því að þú kaupir vörur úr skeljum þar sem það ýtir einungis undir eyðingu kóralrifjanna.

Zanzibar er samfélag íhaldssamra súnní-múslima og því mikilvægt að þú virðir það með því að klæða þig ekki þannig að þú sýnir ekki of mikið hold og drekkir í hófi - sérstaklega í borgum og bæjum. Mundu einnig eftir því að múslimir fasta á Ramadan.

Langar þig að heimsækja Zanzibar?
Hafðu samband

Hafa samband