Manila

Fort Santiago, Manila
 

Manila - mögnuð stórborg

Upplifðu hina iðandi höfuðborg Filippseyja, Manila. Þar getur þú lært um sögu landsins í gegnum frábær söfn, skoðað fallegar kirkjur og heimsótt heillandi garða. Ekki gleyma því að smakka allan matinn! Þú átt ekki eftir að vera í vandræðum með að finna góðan mat. Mundu að enda daginn á því að fara á Baywalk og horfa á sólarlagið. Bókaðu ferð til Manila með KILROY!

Manila er höfuðborg Filippseyja með um 15 milljónir íbúa. Borgin er mjög skemmtileg stórborg þar sem þú átt eftir að finna leifar frá nýlendutímabilinu sem og afleiðingar seinni heimstyrjaldarinnar bæði í arkitektúrnum og menningunni. Auðveldast er að lýsa Manila sem mjög líflegri og fjölmenningarlegri borg.

Algengt er að ferðamenn stoppi í Manila aðeins í nokkra tíma á leið sinni til annarra áfangastaða. Hins vegar hefur borgin upp á mikið að bjóða og því alveg þess virði að eyða þar nokkrum dögum og uppgötva leyndarmálin hennar.

Útsýnið yfir Manila - Filippseyjar

Hvað á ég að gera í Manila?

Í Manila átt þú eftir að finna frábær söfn, heillandi kirkjur og stórkostlegar hallir. Flest kennileiti borgarinnar eru að finna í spænska bænum - Fort Santiago í Santa Clara ST. 

Ekki gleyma að heimsækja Intramuros og Rizal garðinn - einn mikilvægasti garður landsins. Þar finnur þú þjóðminjasafn Filippseyja, kínverska og japanska garða, Butterfly Pavilion og frábærar lista sýningar.

Ef þig langar að kynnast filippseyskri menningu betur ættir þú að heimsækja Ayala safnið á Makati Ave. Þar finnur þú frábærar sýningar um sögu og list á Filippseyjum. Til að fá sem mest úr heimsókn þinni þar er sniðugt að fara í ferð með leiðsögumanni um safnið. Langar þig að sjá filippseyskan ballett eða fara á sinfóníu tónleika? Í menningar miðstöðinni á Roxas Blvd í Malate finnur þú fjöldann af mismunandi sýningum.

Langar þig kannski að gera eitthvað meira spennandi og finna adrenalínið flæða - stoppaðu þá við í skemmtigarðinum Star City!

Sinulog hátíðin í Manila, Filippseyjum - KILROY

Upplifðu einnig hið auðuga kínahverfi í Binodo - og ekki gleyma að ganga eftir hinni frægu Ongpin götu. Njóttu þess að drekka te á tehúsunum og borða frábæran mat á öllum litlu og kósý veitingastöðunum. Langar þig að upplifa eitthvað alveg nýtt? Stoppaðu við í kínverska grafreitnum þar sem hinir dauðu eru einnig að gera það gott - þú munt skilja það þegar þú sérð hina ótrúlega stóru grafreiti þar sem öll aðstaða er til staðar - hver getur verið án baðherbergis þegar hann er dauður? Að auki finnur þú þar heillandi hof eins og Chong hock Tong, byggt árið 1850. 

Eins og þú getur búist við í stórborg finnur þú alla þjónustu í Manila eins og banka, pósthús, spítala, verslunarmiðstöðvar, veitingastaði og bari. Manila er himnaríki fyrir þá sem vilja versla - svo ekki pakka of miklu!. Eftir verslunar maraþon getur þú farið á Batangas ströndina og upplifað einstakt sólarlag frá Baywalk. 

Langar þig í ævintýralegt næturlíf? Þá er það Makati og Malate staðirnir sem þú átt að heimsækja. Þar finnur þú marga góða bari og klúbba þar sem þú getur dansað fram eftir nóttu!

Njóttu lífsins á ströndinni - Manila, Filippseyjar

Önnur nálæg afþreying!

Pinatuabo fjallið er staðsett í um 2-3 klukkutíma fjarlægð frá borginni og tilvalið að skella sér þangað í göngu. Einnig er góð hugmynd að fara upp að Pagsanjan fossunum og skella sér í smá sund ferð eða jafnvel kanó ferð. Að lokum getur þú farið í hestaferð um Lake Taal en margir segja að það sé mun skemmtilegra að upplifa svæðið á hestbaki heldur en gangandi - sérstaklega í kringum rigningartímann!

Hvernig er best að ferðast um Manila?

Þegar þú lendir á alþjóðlega flugvellinum Ninoy Aquino getur fyrsta tilfinningin þin verið mikil örtröð og langar biðraðir. Ekki hafa áhyggjur! Flugvöllurinn er ekki langt frá miðbæ Manila og um leið og þú ert komin/n upp í leigubílinn verða hlutirnir mun áhugaverðari.

Umferðin í Manila er oft á tíðum gífurleg og asinn getur verið mikill í borginni - hugsaðu þig þvi tvisvar um áður en þú ákveður að leigja bíl. Light Rail Transit kerfið (LRT) og Metro kerfið (MR) er mjög gott. Í LRT eru tvær línur: L1 gengur á milli Monumento og Bacalaran og L2 á milli Santolan og Racto. Með því að nota þennan faramóta kemstu hraðar á milli og ekkert stress yfir því að vera fastur/föst í umferðaröngþveiti. Mundu þó að bæði MRT og LRT geta verið mjög troðin og þar með himnaríki fyrir vasaþjóða. Passaðu því vel alla vasa og töskur!

Við mælum með því að þú notir ekki lestina á milli Manila og Bicon en hún er mjög hæg og getur stundum verið hættuleg.

Manila, Filippseyjar - KILROY

Hvenær á ég að ferðast til Manila?

Loftslagið í Manila er heitt allt árið um kring. Athugaðu að fellibyljatíminn er frá júní til nóvember.

Ferðaráð!

Fylgstu vel með farangrinum þínum á flugvellinum - þar eru oft einstaklingar sem vilja bera hann fyrir þig og biðja um pening á eftir.

Ef þú talar spænsku eða ensku átt þú ekki eftir að vera í neinum vandræðum - flestir heimamenn tala bæði tungumálin frekar vel.

Langar þig að ferðast til Manila?
Hafðu samband!

Hafa samband