Indland

Hið einstaka Taj Mahal - Indland
 

Indland - á vit ævintýranna

Indland er ævintýralegur áfangastaður fyrir alla ferðalanga. Í þessu næst fjölbýlasta landi heims, með yfir milljarð íbúa, átt þú eftir að upplifa ævintýralega menningarheima. Taktu eftir því hvernig fátækrahverfin og stórborgirnar fléttast saman! Það eru margir hápuntkar en eitt er vitað að á Indlandi áttu þú eftir að upplifa marga ótrúlega hluti. Bókaðu ferð þína til Indlands með KILROY.

Það eru nokkrir vel þekktir staðir á Indlandi sem eru algjörlega þess virði að sjá, en hafðu í huga að það eru oft litlu hlutirnir sem eiga eftir að veita þér ævintýralegstu upplifanirnar. Langar þig til Indlans? Hafðu samband við ferðaráðgjafa okkar og fáðu aðstoð við að skipuleggja ferð þína!

Upplifðu hina einstöku menningu í Indlandi

Hvað á ég að gera á Indlandi?

Þó eru nokkrir staðir sem þú ættir alls ekki að láta fram hjá þér fara þegar þú heimsækir Indland. Taj Mahal í borginni Agra er stærsta aðdráttarafl Indlands. Við erum sannfærð um að þessi bygging er sú fallegasta og fullkomnasta sem við höfum augum litið. En Indland býður upp á svo margt fleira að sjá og upplifa. Þar á meðal eru staðir eins og fallegu Mharaja hallirnar umhverfis Rajasthan, gróðursælu árbakkana við Kerala Backwaters á suðvesturströnd Indlands, Gullna hofið í Amritsar, strendur Goa og hippamarkaðinn í Ajuna. Einnig er skemmtileg upplifun að fylgjast með kameldýramarkaðinum í Pushkar í miðri Rajasthans eyðimörkinni. 

Jaipur hawa Mahal höllin á Indlandi

Farðu einnig til Dharmsala, þar sem Dalai lama býr í útlegð sinni, en þar getur þú upplifað tíbetska menningu og farið á safarí í einum af stærstu þjóðgörðum Indlands. Líklegt er að þú eigir eftir að rekast þar á tígrisdýr!

Hátíðir Indlands

Ef þú vilt upplifa menningu og þjóð mælum við sterklega með að þú heimsækir Hubli sem er með mjög hátíðlegt og fjörugt næturlíf eða að þú skellir þér á Hindu hátíðina Holi, einnig þekkt sem hátíð litanna (festival of colors) eða litir Indlands (Colors of India). Við lofum þér að það á eftir að verða einstök upplifun!

Hvernig væri að þátt í hátíð litanna á Indlandi?

Stórborgirnar Mumbai, Delhi, Kolkata og Chennai

Á Indlandi býr gríðarlegur mannfjöldi og landið er því ríkt af stórum borgum. Ein stærsta borg heims Mumbai er staðsett á vesturströnd landsins, en svo er höfuðborg landsins Delhi í Norðri, Kolkata (Calcutta) í austri og Chennai (Madras) í suð-austri - svona til að nefna þær allra stærstu.

Á Indlandi eru sem sagt ótrúlega margar borgir - margar sem þú hefur ekki einu sinni heyrt um. En þær eiga það allar sameiginlegt að vera afar heillandi og fullar af ringulreið og litríku götulífi. 

Skemmtileg stræti finnast víða - Indland

Að ferðast um Indland

Að ferðast um Indland er án efa mikil upplifun. En það krefst þess þó að þú sýnir mikla þolinmæði og hafir nægan tíma. Vegalengdirnar eru miklar og mannfjöldinn gríðarlegur.

Lestarkerfið nær yfir nánast allt landið og virkar fínt, en lestarnar eru alltaf yfirfullar af fólki og fara hægt yfir. Þú getur keypt miða í eina af dýrari lestunum en upplifunin verður þó ekki sú sama. Athugið að miðaverð fer eftir hraða lestanna, hvort þú ferðast yfir dag eða nótt, á hvaða farrými þú ferðast o.s.frv. 

Bakpokaferðalag um Indland - KILROY

Bara það að kaupa miðann á eftir að verða mikil upplifun fyirr þig - en það krefst gríðarlegrar þolinmæði! Það getur tekið þig nokkrar klukkustundir og einnig þó þú notir túrista-skrifstofuna í Delhi sem sérhæfir sig í að aðstoða ferðamenn. En mundu að það eru einmitt þessar einföldu og hversdagslegu upplifanir sem á endanum verða ógleymanlegar.

Það er ódýrt að ferðast með rútu um Indland - en rúturnar eru þó flestar gamlar svo öryggið er ekki alltaf í hámarki. Íhugaðu frekar að leigja leigubílstjóra í einn til tvo daga. Það er ódýrt og gefur þér mikið frelsi því þú getur ákveðið hvert þú vilt fara og hvenær þú vilt fara! Þessi leið veitir þér þó eflaust ekki eins mikla nálægð við heimamenn, jafnvel þó að flestir leigubílstjórarnir séu skemmtilegir og vilji glaðir gegna hlutverki leiðsögumanns.

Prufaðu rickshaw - Indland

Annað sem gerir ferðalag um Indland öðruvísi og ógleymanlegt eru öll dýrin sem virðast flykkjast á vegina. Búðu þig undir að ökutækin sviga á milli kúa, úlfalda, fíla o.s.frv. Mundu svo að semja alltaf við bílstjórann um verð áður en lagt er af stað - það sama á við ef þú ákveður að prófa tuk-tuk, sem við mælum eindregið með! Tuk-tuk er vélknúinn rickshaw (hjólavagn) sem getur komið þér hratt á milli staða.

Besti ferðatíminn

Indland er öfgafullt á margan hátt, líka hvað varðar veðurfar. Stærð landsins gerir það að verkum að mikill munur er á milli landsvæða. Þú skalt því kynna þér vel veðuraðstæður í þeim hluta sem þú ætlar að ferðast til áður en þú leggur af stað.

Á Indlandi eru þrjár árstíðir; heita, kalda og blauta tímabilið. Almennt má segja að sumrin, þ.e. frá maí til september/október, séu mjög heit og blaut en hitinn getur farið allt uppí 45°C. Það er alltaf heitt í suðurhluta Indlands en í norðri í grennd við Delhi er aðeins kaldara á veturna. Ef þú ætlar að heimsækja marga landshluta í sömu ferðinni mælum við með október og nóvember sem besta ferðatíma því þá sleppur maður við helsta regntímabilið sem og heitasta og kaldasta tímann. 

Einstakt útsýni yfir bogina Varanasi - Indland

Gisting á Indlandi

Það er auðvelt að finna ódýra gistingu á ferðalagi um Indland. Við mælum með að þú bókir fyrstu næturnar áður en þú leggur af stað. Þannig munu þín fyrstu kynni verða mun þæginlegri. Ferðaráðgjafa KILROY geta aðstoðað þig varðandi nánari upplýsingar um komupakka.

Annars munt þú á ferð þinni rekast á mjög ódýrar gistingar sem bjóða uppá en-suite aðstöðu fyrir 2-3 gesti í herbergi. Ef þú hins vegar kýst meiri þægindi finnur þú einnig auðveldlega lúxushótel á viðráðanlegu verði. 

Þú átt eftir að finna fullt af skemmtilegum mörkuðum á Indlandi

Matur á Indlandi

Indversk matargerð er himnesk! Ef þér finnst asískur matur góður er Indland rétti staðurinn fyrir þig. Maturinn er bragðmikill, sterkur, litríkur, spennandi og í rauninni allt nema leiðinlegur. Vertu samt varkár því hreinlæti er ekki forgangsatriði á öllum stöðum. Í raun og veru er erfitt að verða ekki örlítið lasin(n) á einhverjum tímapunkti á ferðalagi um Indland. En svona er lífið á Indlandi. Í Delhi er þó að finna ýmis alþjóðlegar veitingastaðakeðjur svo við og við geturðu tekið pásu frá indverskri matarupplifun. 

Langar til að upplifa Indland?
Hafðu samband!

Hafa samband