Mumbai

Ævintýri gerast daglega í Mumbai
 

Mumbai - framandi og öfgafullt

Mumbai er eins og alvöru indverskt krydd, masala, því hún fer sem eldur um öll skilningarvit þín. Mumbai er masala í bókstaflegum skilningi þar sem borgin er indæl blanda alls, blanda sem þú gleymir ekki svo auðveldlega.

Mumbai á Indlandi er borg þar sem andstæður mætast. Borgin er ákaflega lífleg og framandi stórborg en þar er einnig gríðarleg fátækt. Því má segja að Mumbai geymi drauma og þrár. Kryddaðu lífið með Mumbai! 

Mumbai í Indlandi - KILROY

Um Mumbai

Besta leiðin til að kanna og upplifa hið einstaka andrúmsloft Mumbai er að fara fótgangandi á milli staða. Þannig sérðu best hvernig borgin er í raun og veru. Hún er hringiða þar sem viðskiptamenn, fjármálafólk, betlarar, götusölumenn, hórur og töff ungmenni frá Malabar Hill (Beverly Hills hverfi Mumbai) lifa hlið við hlið.

Spjallaðu við Mumbai yfirstéttina á Leopold cafè eða Club Mondegar. Borðaðu yfir þig af dal (linsubaunarétti) og hrísgrjónum sem borið er fram á bananalaufum og kostar aðeins nokkra dollara á næsta matsölustað, eða fáðu þér alvöru veislumat, maharaja á einhverjum af betri veitingastöðum borgarinnar.

Hvað á ég að gera í Mumbai?

Þú getur orðið leikari í einn dag í Bollywood – sem er stærsti kvikmyndaiðnaður í heimi og framleiðir 500-600 myndir á ári! Farðu að versla á einhverjum af hinum fjölmörgu, litríku mörkuðum. Skoðaðu hellana á Elephanta eyju, eða horfðu á sólsetrið og njóttu lífsins á Chowpatty ströndinni. Tækifærin sem þér bjóðast eru endalaus!  

Bollywood dans í Mumbai - Indlandi

Og ef þú gengur nokkurn spöl frá Colaba, þar sem flestir bakpokaferðalangar gista, er það eins og að ferðast hundruð ára aftur í tímann. Nýtískulegu kaffihúsin, veitingahúsin og loftræstar verslunarmiðstöðvar verða einfaldir ávaxtamarkaðir, hrörlegir kofar og opin ræsi. Áhrifin sem þetta hefur á ferðamenn dvelja með þeim alla ævi. Litirnir, lyktin, bragðið, umferðin, ringulreiðin og andstæðurnar eru yfirþyrmandi.

Hvar er best að gista í Mumbai?

Ódýru hótelin eru staðsett á hafnarsvæðinu, Colaba, þar sem herbergið kostar um 40-50$ á nótt. Andrúmsloftið er afslappað og hafgolan er hressandi.

Að komast á milli staða í Mumbai

Auðveldasta leiðin til þess að komast á milli staða er í leigubíl, en gættu þess að fylgjast með reikningnum. Góð regla er að biðja bílstjórann að setja mælinn í gang eða semja um verð áður en þú ferð upp í bílinn. Almenningsvagnar fara um mestalla borgina – og eru ódýr þjónusta!

Gífurleg mannmergð á götum Mumbai - Indland

Hvernig er maturinn í Mumbai?

Í Mumbai færðu brot af því besta af indverskri matargerð. Við mælum með því að þú prófir eina af „búllunum“ þar sem þú færð frábæran mat fyrir lítinn pening. Ef þú getur ekki valið af matseðlinum mælum við með tali – hrísgrjón og/eða chapati (brauð), dal, nokkrum karrýréttum, chutney og súrum gúrkum. Fáðu þér svo dásamlegan mangódrykk, mango-lassi, með þessum bragðgóða mat! Namm!

Næturlífið - nokkrir sniðugur staðir í Mumbai

  • Enigma – Glamúrveröld Mumbai!
  • Leopold Cafè & Bar – Týpískur bar fyrir næturlíf Mumbai en þar finnur þú blöndu af bakpokaferðalöngum, indversku miðstéttarfólki og austur-afrískum viðskiptamönnum.
  • Club Mondegar – Frábærir kokteilar og bjór af krana!

Hvernig er verðalagið í Mumbai? 

Yfir höfuð er Indland mjög ódýrt land. Það kostar um 5$ að borða á veitingastöðum og 3-4 km ferð í leigubíl kostar um 3$.

Þarf ég vegabréfsáritun?

Þú munt þurfa vegabréfsáritun sem ætti að vera búið að ganga frá áður en þú ferð til Indlands. Fáðu nánari upplýsingar hjá Indverskasendirráðinu.

Hvernig er veðurfarið í Mumbai?

Þú ættir að forðast að vera þarna á regntímabilinu sem varir frá júní til september.

Langar þig að ferðast til Mumbai?
Hafðu samband

Hafa samband