Delhi

Bakpokaferðir til Delhi
 

Delhi - mögnuð upplifun!

Fólkið, lyktin, dýrin og hljóðin í Delhi skilja engan eftir ósnortinn og þegar þú hefur komist yfir menningarsjokkið muntu virkilega kunna að meta borgina. Hlustaðu ekki á það þegar fólk segir að borgin sé fátæk, skítug eða að allir fái Delhi maga (e. Delhi belly).

Ráð númer eitt í Delhi - Taktu með þér trefil!

Þegar þú stígur út úr flugstöðvarbyggingunni átt þú strax taka eftir því hvað allt er ólíkt því sem þú hefur áður upplifað. Ekki einungis er fólk allsstaðar heldur einnig er andrúmsloftið afar rykmettað. Jafnvel seint um kvöld er fólk að störfum á byggingarsvæðum og það væri seint hægt að kalla göturnar hljóðlátar. Fylgdu því tískunni og taktu með þér trefil til að halda fyrir vit þín.

Gífurleg mannmergð í Delhi - KILROY

Hvernig er best að komast frá flugvellinum í Delhi?

Auðveldasta leiðin er að láta einhvern sækja þig. Og við mælum alltaf með því. Þetta getur verið í gegnum hótelið eða ferðina sem þú ert búin/n að bóka.

Því næst er að taka leigubíl. Á Indlandi eru umferðarreglurnar öðruvísi en þær voru áður; nú er meginreglan orðin "þeir stærstu verða fyrstir". Nema þú sért svo lítill að þú getir troðið þér á milli. Allar mögulegar tegundir af farkostum reyna að koma sér áfram í umferðaröngþveitinu og nýta flautuna óspart. Þú flautar þegar þú vilt fara fram úr, til að biðja hægari farartæki fyrir framan þig um að færa sig. Oft er það þannig að ökumenn færa sig á aðra akrein til að hleypa hraðari farartækjum fram úr. Dýrunum sem draga vagna í vegkantinum virðist vera alveg sama um allt flautið, þau halda bara hægfara ferð sinni áfram.

Miðbær Delhi

Miðbær Nýju-Delhi er mjög fallegur en áhugavert er að sjá fjölbreytileikann í þeim hverfum sem þar mætast. Hið stóra, glæsilega alþingishús er umkringt af stórum görðum og það sama má segja um konungshöllina. Ferðamannastraumurinn liggur að Sigurboganum (e. Arch of Triumph) en hann stendur við endann á Ceremonial Avenue sem byrjar við konungshöllina.

Delhi Bahai hofið - KILROY

Hof í Delhi

Mundu efti því að taka með síðbuxur og langermabol, sama hver veðurspáin er - þú þarfnast þessa fatnaðar ef þú ætlar að skoða eitthvert af hinum fallegu hofum í Delhi. Í sum þeirra færð þú ekki að fara inn í nema fætur þínir séu huldir en samt þarf þú að fara úr skónum áður en þú ferð inn. Sum hof rukka aðgöngugjald en heimsóknir í flest þeirra er ókeypis aðgangur. Mjög áhugavert er að skoða Lótushofið (e. The Lotus Temple), þar sem helgiathafnir eru haldnar daglega. Einnig mælum við með Quatab Minar, suður af Delhi, þar sem þú finnur meðal annars fyrstu mosku Indlands og eitt af undrum Indlands, hina sjö metra háu járnsúlu. Gakktu hringinn í kringum súluna og snúðu baki í hana - það færir þér heppni!

Að ferðast um Delhi

Það er auðvelt að ferðast um í Delhi. Þar eru leigubílar, hjól og autoriksha (þriggja hjóla farþegavélhjól) alls staðar. Fátæktin er mikil og er algengt að ferðamenn séu plataðir af riksha og autoriksha bílstjórum. Algengt er að þeir fara með ferðamenn inn í búðir til að fá þóknun frá búðareigendum, viðskiptavinirnir þurfa ekki endilega að kaupa neitt, bílstjórinn fær samt sinn hlut. Ef hins vegar viðskiptavinurinn kaupir eitthvað frá silki-, skartgripa- eða minjagripabúðinni fær bílstjórinn meiri þóknun. Þú átt líklega eftir að heyra nokkrum sinnum "Við stoppum í smástund í verslun, bara til að skoða, þú þarft ekki að kaupa - bara skoða".

Riksha, algengur ferðamáti í Delhi - KILROY

Til að komast hjá þessu getur þú alltaf greitt bílstjóranum aðeins meira eða það sem hann hefði fengið frá búðinni. Þetta gæti hljómað eins og vitleysa, það fer eftir því hvernig ferðamaður þú ert, en við erum að tala um mjög lágar upphæðir (um 50 krónur). Ef þú vilt taka leigubíl er auðveldast að semja um verð fyrirfram. Þú getur líka leigt bílstjóra/leiðsögumann í heilan dag og skipulagt ferðina fyrirfram.

Hótel í Delhi og önnur gisting

Mundu að hótelstaðallinn í Indlandi er talsvert öðruvísi en heima. Þriggja stjörnu hótel gæti verið virkilega óaðlaðandi staður. Það gæti því stundum verið góð hugmynd að borga aðeins meira fyrir gistingu, eða koma með eigin svefnpoka til að nota á hótelinu.

Hægt er að fá gistingu í hvaða verðflokki sem er. Það er auðvelt að sjá skilti fyrir gistihús, farfuglaheimili, hótel o.fl. Mundu eftir því að skoða alltaf herbergið áður en þú ákveður þig og á flestum gistihúsum er auðvelt að fá betra verð ef þú kaupir nokkrar nætur í senn. Jafnvel þó það sé heitt úti geta næturnar verið kaldar og því er kannski mikilvægara en þú heldur að geta farið í heita sturtu á gististaðnum. Kalda vatnið í Delhi er mjög kalt!

Jama Masjid í Delhi - KILROY

Ferðaráð frá okkur! 

Ef þú hefur ekki mjög miklaferðareynslu þá mælum við hiklaust með að fara í skipulagða ferð. Og ef það hentar þér ekki, pantaðu þá allavega fyrstu næturnar að heimannn. Ferðaráðgjafi okkar getur aðstoðað þig með þetta. 

Vertu með varann á þér þegar þú ferð út að kvöldi til, sérstaklega ef þú ert ung, vestræn kona. Taktu með þér magatöflur, til vara, líklega þarftu þó ekki að nota þær! Gefðu Delhi smá tíma til að heilla þig, þú munt fljótlega læra að meta mannmergðina og lyktina!

Langar þig að ferðast til Delhi?
Hafðu samband

Hafa samband