Jakarta

Útsýnið yfir Jakarta
 

Jakarta - iðandi stórborg við miðbauginn

Jakarta er höfuðborg Indónesíu, staðsett á eyjunni Java. Í borginni búa um 9 milljónir manns en hún er þekkt fyrir að vera frekar þéttbýl litrík og fjölmenningarleg. Stoppaðu þar í nokkra daga og upplifðu borgarlífið áður en þú heimsækir aðra áfangastaði í Indónesíu. Bókaðu ódýra ferð til Indónesíu með KILROY

Í miðbæ Jakarta finnur þú breiðar götur, falleg minnismerki og stórt viðskiptahverfi byggt úr gleri og marmara. Göturnar eru fullar af lífi og umferðin er oft á tíðum mjög mikil. Þá getur stundum myndast mikil mengun yfir borginni vegna hinna stóru þjóðvega sem liggja í gegnum hana. 

Skýjakljúfarnir í Jakarta - KILROY

Að versla í Jakarta!

Ef þú þarft að versla áður en þú byrjar ferðalagið um Indónesíu er gott að gera það í Jakarta. Þar finnur þú marga markaði og verslunarmiðstöðvar um alla borg. Stærsta verslunarmiðstöðin er staðsett í suðurhluta borgarinnar. 

Hvað á ég að borða í Jakarta?

Matargerðin í Jakarta er einstök! Það verður ekki erfitt fyrir þig að finna góðan mat. Smakkaðu indónesíska sjávarrétti matreidda úr kókoshnetumjólk, bananalaufum og fersku grænmeti. Þú átt eftir að upplifa sannkallaða matarást í Indónesíu! Og einnig til að bæta það þá er mikið um innflytjendur svo þú getur einnig fundið matargerð alls staðar að úr heiminum. 

Borobudur hofið í Jakarta, Indónesíu - KILROY

Hvað á ég að gera í Jakarta?

Þegar þú ert búin/n að ganga um götur borgarinnar, heimsækja skemmtilega markaði og smakkað einstakan mat þá er tilvalið að heimsækja Taman Ismail lista miðstöðina. Þar finnur þú skemmtilega blöndu af nútíma- og hefðbundinni list. Einnig mælum við með því að að þú heimsækir gömlu höfnina Sunda Kelpa, gamla bæinn í Jakarta og safnið Gajah. Á þessum stöðum átt þú eftir að fá góða innsýn inn í indónesíska menningu!

Eyjahopp í Indónesíu - byrjar í Jakarta!

Indónesía er stórt land, það eru um það bil 5000 kílómetrar frá austurhlutanum til vesturhlutans. Indónesía samanstendur af yfir 18.000 eyjum sem allar hafa sitt sér einkenni. Skelltu þér í hið vinsæla eyjahopp og kannaðu mögnuð eldfjöll, heillandi regnskóga, litrík kóralrif og magnað dýralíf.

Bakpokaferðalag um Indónesíu - Jakarta

Borgin Jakarta er kannski ekki hinn hefðbundni áfangastaður en vegna staðsetningar sinnar og hins alþjóðlega flugvallar, Soekarno-Hatta, er vinsælt að byrja bakpokaferðalagið um Indónesíu þar. Annars er eyjan Java áfangstaður sem allir ættu að heimsækja. Java er hjarta Indónesíu!

Hvenær á ég að ferðast til Indónesíu?

Veðurfarið í Indónesíu er mjög svipað allt árið og er hitinn alltaf í kringum 30°C. Þú þarft því ekki að hafa miklar áhyggjur á að veðrið breytist mikið á dvöl þinni en mundu að taka með regnstakk - þú átt eftir að lenda í hitabeltisrigningu á ferð þinni. 

Langar þig að ferðast til Jakarta?
Hafðu samband!

Hafa samband