Indónesía

Óspillt náttúra og falleg fjöll - Indonesía
 

Indonesía - 18.108 eyjar

Kannaðu hinar fjölmörgu hliðar Indónesíu! Töfrandi útsýni, skemmtileg menningarblanda og þúsundir ókannaðra eyja sem bjóða uppá ólýsanlega fegurð. Óviðjafnanlegar strendur, ofsafengin eldfjöll, glæsilegir regnskógar og margt, margt fleira.

Bedugal ulun danu hofið - Indónesía

Indónesía er mikið eyjaland því hér eru samtals 18.108 eyjar. Eyjaklasinn er talinn vera sá stærsti í heimi og er stærsti hluti hans ókannaður þar sem aðeins um 6.000 eyjar eru í byggð. Indónesía liggur að Malasíu, Ástralíu, Filippseyjum og Indókína. Í landinu eru margir mismunandi menningarhópar. Það eru um 700 tungumál töluð og 320 þjóðfélagshópar í landinu. Meirihluti íbúa eru múslimar. Vegna hins breiða þjóðfélagshóps eru hér haldnar margar stórar hátíðar á ári hverju sem eru þess virði að upplifa. Jarðarfararveislan Torajan er haldin í Sulawesi milli ágúst til október, páskahátíðin er haldin á eyjunni Larantuka Island og svo má ekki gleyma nýárshátíð Balinese sem er í mars - apríl.  

Hvað á ég að gera í Indónesíu?

Indónesía er mikið ævintýraland fyrir ferðamenn þar sem landið býður uppá ógrynni spennandi staða til að kanna og upplifa. Balí er vel þekktur áfangastaður en Sumatra, Lombok og Kalimantan eru einnig frábærir og ævintýralegir staðir sem eiga skilið að vera heimsóttir. Þú ættir að ferðast til Kelimutu vatnanna, sem eru staðsett í gígum nálægt bænum Moni. Prófaðu líka frumskógagöngu um Lombok regnskógi, kafaðu í tæru vötnum Sumantra og sökktu þér í Kalimantan óbyggðirnar! Já ferð um Indónesíu er afar fjölbreytileg.

Í Indónesíu finnur þú einnig fjöldann af sjálfboðastörfum sem tengjast samfélagsþjónustu  og dýravernd. Lengdu ferð þín og taktu þátt í gefandi starfi! Verkefnin eru flest staðsett á Balí en þaðan getur þú síðan auðveldlega ferðast á milli eyjarnar

Þú finnur fallegar strendur á Indónesíu

Java og Jakarta

Java er sú fjölbyggðasta af öllum eyjum Indónesíu. Hér finnurðu virk eldfjöll og 1000 ára gamla minnisvarða og stórvirki. Höfuðborgin Jakarta er hér staðsett. Hún er afar menguð en á sama tíma er hún spennandi stórborg sem dregur að þúsundir ferðamanna. Þú munt annaðhvort elska hana eða finnast hún hávær og óreiðumikil. Jakarta er vinsælasta borg Indónesíu og hefur að geyma marga skemmtilega markaði og hina stóru Kraton, höll soldánsins. Hið ævaforna hofsvæði Borobudur er eitt af stærstu minnisvörðum búddista í suðaustur-Asíu og Prambanan er stærsta hofsvæði hindúa í landinu.

Afþreying í Indónesíu

Kannaðu Indónesíu neðansjávar! Í Indónesíu eru margir af flottustu köfunarstöðum jarðar. Mörg þúsund kílómetra rif bjóða uppá stórkostlega falleg svæði með ríkum líffræðilegum fjölbreytileika. Í Sulawesi er hægt, meðal annars, að kafa niður að skipsflaki skammt fyrir utan borgina Makassar og einnig kafa um fallega kóralveggi hjá Bunaken National Marine Park. Hér geturðu séð hákarla og skjaldbökur. Indónesía er algert möst fyrir kafara! Ef þú ert hins óreyndur kafari þá ættir þú að byrja ferðina á því að læra köfun.

Einstök upplifun að kafa í Indónesíu

Klifur er vinsælt sport í Indónesíu. Klifraðu uppá Mt Merapi til að sjá ótrúlega sólarupprás eða skrepptu í göngu um dalina hjá eldfjallinu Bromo. Margir ferðamenn ferðast til Indónesíu í þeim eina tilgangi að fara í þessa göngu.

Og ekki má gleyma surfinu. Í Indónesíu finnur þú marga frábæra surfskóla bæði fyrir byrjendur og lengra komna og getur þú valið að fara á námskeið frá einum degi upp í nokkrar vikur. 

Mikilvægt að vita!

Almennt er öryggið á Indónesíu talið frekar gott. Samt sem áður þá hefur landið orðið fyrir mörgum náttúruhamförum síðustu ár. Aceh og Norðurhluti Sumatra eru enn að ná sér frá flóðbylgjum árið 2004. Á Súmötru hafa orðið mjög öflugir jarðskjálftar. Varast skal skriðuföll sem verða vegna rigningar. Sum héröð Súmötru eiga einni í átökum svo hafa skal það einnig í huga. Þegar ferðast er til Aceh, Mið-Sulawesi, Maluku eða Papua skal afla sér upplýsinga áður en lagt er í ferð til þessa svæða vegna ófriðarástands sem ríkir á þessum svæðum. Mælt er með að ferðast ekki til eldfjallsins Mount Kelud eða nálægra svæða í austurhluta Java. Síðan í lok árs 2007 hefur svæðið verið yfirlýst hættusvæði vegna hugsanlegs eldgoss.  Mt Merapi í miðhluta Java og Mt Karangetang á Siau eyju eru einnig með mikla virkni og ráðlagt er að leggja ekki leið sína þangað heldur. Almennt séð skaltu endilega skoða fréttir og veðurspár áður en þú leggur uppí ferð til Indónesíu. Einnig skaltu vera á varðbergi gagnvart vasaþjófum í almenningssamgöngum í Jakarta.  

Mount Bromo í Indónesíu

Umhugsunarefni

Skoðaðu hvenær hátíðar standa yfir í Indónesíu þar sem þær geta haft áhrif á ferðasamgöngur og gistiverð. Indónesía er vistfræðilega rík af grösugum suðrænum frumskógum en frumskógar eru í útrýmingarhættu útaf ólöglegu skógarhöggi og ofnýtingu. Vertu ábyrgur ferðamaður og forðastu að kaupa vörur byggðar úr tré.      Ferð til Borneó getur falið í sér frumskógargöngu með tilheyrandi afslöppun á ströndinni. 

Langar þig að ferðast til Indónesíu?
Hafðu samband!

Hafa samband