Lombok

Bátur á Lombok, Indónesíu
 

Lombok – hitabeltisævintýraeyja

Ert þú komin/n með nóg af öllum ferðamönnunum á Balí? Kíktu yfir til Lombok og njóttu þín í afslöppuðu andrúmslofti á þessari dásamlegu ævintýraeyju.

Lombok er mun minna þróuð en nágrannaeyjan Balí en býður hins vegar upp á betri strendur, stærri eldfjöll og fjölbreyttara landslag. Þar er ekki eins mikið af ferðamönnum en flestir þeirra eru bakpokaferðalangar sem koma þangað til að kafa, snorkla, fara í gönguferðir og/eða surfa við frábær skilyrði.

  • Senggigi - þar finnur þú fjölda matvöruverslanir, banka og veitingastaði. Ströndin þar er ekkert rosalega sérstök og þó nokkuð meira er um ferðamenn þar.
  • Senaru og Segenter - lítil og skemmtileg þorp sem vert er að kanna.
  • Kuta - þar finnur þú rólegar og fallegar strendur ásamt frábærum stöðum til að surfa.
  • Pura Lingsar - kannaðu þetta nokkur hundruð ára gamla hof og kynntu þér hindúisma og menningu frumbyggja á Lombok
  • Komodo og Rinca - eru litlar eyjar austur af Lombok. Sjáðu hina stóru Komodo dreka (gríðarstórar eðlur sem eru um 3-4 metrar á lengd) en þetta er eini staðurinn til að skoða þessi skrímsli.
  • Flores - njóttu þess að slaka á í afslöppuðu andrúmslofti ásamt því að kanna lítil róleg sveitaþorp og fallega strandlengju. 

Lombok, Indónesía - KILROY

Hvað á ég að gera á Lombok?

Nálægt Lombok finnur þú frábæra staði til köfunar, flestir umhverfis Gili eyjar en einnig við suðurhluta eyjarinnar, Blongas Bay, þar sem þú getur séð sleggjuháfa og skötur. Það er einstök upplifun að fylgjast með litríku neðansjávarlífinu hvort sem þú kafar eða snorklar. Og það er alveg þess virði að eyða bæði tíma og pening í hinar svokölluðu Liveaboard köfunarferðir. Þá finnur þú frábær surf skilyrði við Kuta ströndina. Þú verður að prófa að surfa á ferðalgi þínu um Indónesíu.

Gunung Rinjani gönguleiðin er ótrúlegt ævintýri! Gangan tekur um átta tíma og er hún klárlega upplifun sem þú átt aldrei eftir að gleyma. Eyddu nóttinni undir stjörnubjörtum himninum ef þú færð tækifæri til þess!

Hvernig er best að komast á milli staða?

Það ganga ferjur á milli Lembar og Padagbai á Balí. Það er einnig ferjutenging við Sumbawa. Ef þig langar að heimsækja Gili eyjar þá gengur ferja þangað frá Sengigi. Einnig hefur þú ætíð möguleikann á að fljúga en það er flugvöllur í Praya.

Til þess að komast á milli staða á Lombok er best að nota almenningsvagna sem heita bemos. Þú kemst með þeim um allt á eyjunni. Ef þú vilt meira frelsi þá getur þú leigt vélhjól eða bíl!

Komodo Dragon á Komodo eyjunni í Indónesíu - KILROY

Hvenær er best að heimsækja Lombok?

Veðrið á Lombok er frábært allt árið um kring og skiptist niður í tvö mismunandi tímabil - regn og þurrka. Besti tíminn til að heimsækja Lombok er yfir regntímabilið, frá október til mars. Athugaðu að það rignir ekki mikið á þessum tíma og loftið er ekki eins rakt. Hins vegar hentar þetta tímabil ekki eins vel fyrir gönguferðir. 

Langar þig að ferðast til Lombok?
Hafðu samband

Hafa samband