Nusa Lembongan

Einstakar strendur og kristaltær sjór
 

Nusa Lembongan - indónesísk paradís

Langar þig að heimsækja litla og rólega eyju og komast út fyrir ferðamannastrauminn á Balí? Nusa Lembongan er ekki í nema um klukkutíma fjarlægð frá Balí með bát en eins og annar heimur er viðkemur umferð og áreiti. Njóttu þess að slaka á í sólinni og upplifa einstök augnablik á Nusa Lembongan.

Nusa Lembongan Kid Scooter

Nusa Lembongan er ekki nema 8 ferkílómetrar að stærð. Þér á líklega eftir að finnast allt ganga svolítið hægt í byrjun en mundu þá bara að setjast niður og njóta umhverfisins. Þú átt líklega oft eftir að heyra setninguna „Hurry slowly”!

Alls ekki hafa samt áhyggjur á því að það verði of rólegt. Þú finnur fjölda mismunandi afþreyingarmöguleika á Nusa Lembongan eins og að kafa, snorkla og surfa. Einnig getur þú leigt þér vespu og kannað þannig eyjuna á þínum eigin hraða.

Hvað á ég að gera á Nusa Lembongan?

Ekki sleppa því að kafa! Í boði eru margar spennandi köfunar- og snorklferðir. Njóttu þess að upplifa einstaklega litríka neðansjávarveröld - Nusa Lembongan er þekkt fyrir að vera frábær staður til að sjá Manta Rays. Þá eru einnig skilyrðin fyrir surf einstaklega góð við eyjuna, hvort sem þú ert algjör byrjandi eða reyndur surfari.

Nusa Lembongan - diving

Taktu þér tíma og kannaðu:

Devil´s Tear: sjáðu hvernig öldurnar berja klettavegginn - upplifðu kraft hafsins. Einnig er magnað að taka sér tíma og fylgjast með sólarlaginu.

Dream Beach: ein fallegasta strönd eyjunnar. Njóttu þess að liggja á hvítum sandi og synda í kristaltærum sjónum. Þú getur auðveldlega eytt heilum degi hér!

Mangrove forest: ekki missa af því að fara í siglingu inn í Mangrove forest. Þar áttu eftir að upplifa einstakt fugla- og plöntulíf ásamt því að þú færð frábært tækifæri til að snorkla

Nusa Ceningan: er minni eyja staðsett á milli Nusa Lembongan og  Nusa Penida. Auðvelt er að komast til hennar en það liggur brúa á milli eyjanna sem þú getur gengið eða ekið yfir á vespu. Auðvelt er að ferðast um eyjuna og á leið þinni átt þú eftir að upplifa einstakt útsýni. 

Mangrove forest - Nusa Lembongan

Hvenær er best að ferðast til Nusa Lembongan?

Veðurfarið á Nusa Lembongan er mjög svipað og á Balí þar sem þurratímabilið er frá apríl til október og rigningartímabilið frá nóvember til mars. Þá er háannatíminn júlí og ágúst, yfir páska, jól og áramót. 

Besti tíminn til að ferðast til Nusa Lembongan er í apríl, maí, júní og september - rétt fyrir og eftir háannatímann og ekki á rigningartímabilinu. Á þeim tíma eru oft tilboð á bæði gistingu og afþreyingu og minna af öðrum ferðamönnum að reyna að ná sömu öldu og þú eða í sjónum þegar þú ert að kafa.

Langar þig að heimsækja Nusa Lembongan?
Hafðu samband

Hafa samband