Kína

Frá Peking er auðvelt að ferðast að Kínamúrnum. Elstu hlutar hans eru frá fimmtu öld fyrir Krist.
 

Kína - heill heimur útaf fyrir sig

Af hverju ekki að gerast svolítið djarfur á meðan þú ert úti í hinum stóra heimi ? Þú getur t.d. kannað eina elstu siðmenningu heims í einu stærsta hagkerfi heims, sem enn fer ört vaxandi. Ferðalagið getur staðið yfir frá vetri til sumars og tekið þig frá búddískum til múslímskra svæða án þess að þú þurfir nokkru sinnum að fara yfir landamæri. Bókaðu ferð til þessa mikilfenglega lands með KILROY!

Það virðist kannski ótrúlegt, en innviðir Kína gera það að verkum að auðvelt er að ferðast um landið. Tungumálið gerir það hins vegar þó nokkuð flókið! Þá átt þú einnig eftir að uppgötva fljótt að stærð Kína gerir það nánast ómögulegt að ætla sér að ná að skoða allt landið - og jafnvel bara hálft landið. En óháð því hvaða svæði þú velur þér að skoða, þá á heimsókn þín til Kína alltaf verða ógleymanleg.

Í Kína getur þú séð pöndur - KILROY

Vertu tilbúin(n) fyrir endalausan mannfjölda, skerandi hávaða á götunum, sterkri lykt sem hangir í loftinu og að allt sé ólíkt því sem þú þekkir heiman frá. Í stuttu máli; vertu viðbúin(n) fyrir óreiðu og glundroða. En ef þú leyfir þér að missa þig í undrun og heillun yfir öllu því sem þetta furðulega land hefur upp á að bjóða þá átt þú eftir að njóta þess til hins ýtrasta.

Peking - Heillandi höfuðborg Kína

Þú getur byrjað ferð þína um Kína í Peking. Gefðu þér nægan tíma til að skoða hin fjölmörgu áhrifamiklu mannvirki borgarinnar, t.d. Himnahofið og Forboðnu borgina sem var valdamiðstöð Kína í yfir 500 ár. Þú ættir einnig að skoða Tiananmen torg, eitt af mögnuðustu opnu svæðum veraldar og staður sem býr yfir mikilli sögu. Enginn alvöru bakpokaferðalangur má svo láta fram hjá sér fara að ganga á Kínamúrnum frá Jinshanling til Simatai.

Markaður í Peking - Kína

Þetta er aðeins lítið brot af þeim áhugaverðu stöðum sem hægt er að sjá í Peking og nágrenni. Úr mörgu er að velja, t.d. mælum við með að skoða Sumarhöllina sem er ótrúlega falleg bygging staðsett í friðsælum og fögrum garði sem liggur að vatni.
Ef þú ert svo orðin(n) þreytt(ur) á öllum túristastöðunum er kominn tími til að kanna hutongs (mjó stræti) og önnur hverfi borgarinnar sem öll eru þéttsetin af fólki og iðandi af spennandi lífi. Þú getur t.d. gert þetta með því að leigja hjól, en það er vinsæll faramáti hjá heimamönnum.

Bátsferð um Yangtze ánna

Ef þig langar að upplifa mikilfengleika Kína og sjá hið stórbrotna fjallasvæði "The Three Gorges" sem umkringir Yangtze ána, þá er tilvalið að fara í bátsferð um þessa stærstu á Kína. Útsýnið er magnað og svona ferð er frábær afslöppun. Ef þú færð nóg af náttúruskoðun um borð þá geturðu alltaf skellt þér í kínverskt karókí og skálað nokkrum stórum.

Í Kína finnur þú friðsæl þorp og mikla náttúrufegurð

Shanghai - París Kína

Á ferðalagi um Kína væri næsta stopp mögulega hin nútímanlega og einstaka stórborg Shanghai sem er ólík öllum öðrum borgum landsins. Hér mætast Vestrið og Austrið. Þú færð góða tilfinningu fyrir borginni með því að ganga meðfram fljótinu "The Bund" á fallegum degi; öðru megin við fljótið standa gamlar, virðulegar byggingar í frönskum nýlendustíl og hinumegin stendur Pudon hverfið sem hefur nýlega verið endurreist og hýsir nýtískulega skýjakljúfa sem margir eru þess virði að heimsækja - það er t.d. erfitt að toppa útsýnið af 88. hæð í Jinmao byggingunni.

Nálægt fljótinu finnur þú eina fjölförnustu verslunargötu veraldar Nanijing Lu sem er upplýst af neonljósum og gefur góða mynd af hinum ört vaxandi kínverska kapítalisma. Ekki gleyma að heimsækja einn af fjölmörgu mörkuðum svæðisins - eftir þá heimsókn verður þú orðin(n) atvinnumaður í prútti! Ef þú vilt slaka á getur þú farið í garðana í Hangzhou og Suzhou sem eru tilvalin tilbreyting frá ysi stórborgarinnar. Hápunktarnir hér eru án efa hið fræga West Lake og te akrarnir í Hangzhou.

Yangshuo - Kína

Suðurhluti Kína: Yangshuo

Ef ferð þín heldur svo áfram til suður Kína er ómissandi að koma við í Yangshuo. Farðu í bátsferð á Lí Jiang eða slappaðu af í einu af nærliggjandi þorpunum og njóttu stórbrotsins fjalla-útsýnisins. 

Vesturhluti Kína: Xi'an og silkileiðin

Það er tilvalið að heimsækja vesturhluta Kína ef annasamar og háværar göturnar þreyta þig. Ferðastu með lest til þessa landshluta og skoðaðu í leiðinni hina frægu silkileið sem liggur við hlið járnbrautateinanna.

Á leið þinni ættir þú að sjá sögufrægustu minjar Kína: Terracotta herinn í Xi'an. Í Xi'an mælum við með að þú klífir borgarmúrinn og röltir um múslímska hlutann þar sem þú getur heimsótt gömlu moskuna eða tapað þér á mörkuðum borgarinnar.  

Ef þú fylgir svo silkileiðinni lengra vestur skaltu koma við í borgunum Urumqi og Turpan. Það mun koma þér á óvart hversu hreint og rólegt er í þessum borgum og þær búa yfir mörgum áhugaverðum stöðum til að fanga athygli þína í nokkra daga. Þó svo að vínviðirnir gefi frá sér góðan skugga skaltu samt ekki fara þangað að sumri til. Óbærilegur hitinn mun þreyta þig. Í staðinn geturðu ferðast til hins kenjótta hálendis í Tíbet, en að komast um á því svæði er erfiðara, þarfnast mikils undirbúnings og þú þarft helst að ferðast um á fjórhjóladrifnum bíl. Þú munt sjá hina frægu Potala höll þegar þú nálgast Lhasa og svo máttu alls ekki missa af fjölbreyttu lífinu í grennd við Jokhang Hofið. 

Terracotta herinn - Xi'an - Kína

Að klífa hina heilögu tinda Kína

Í Kína eru fimm heilög fjöll sem eru dreifð um landið og við mælum með að þú notir 1-2 daga í að skoða hvern tind. Þú getur ferðast upp með lyftu en við mælum frekar með að klífa stigana sem eru skornir í fjöllin. Það er miklu erfiðara, en mun meira spennandi en að taka lyftuna!

Dreifbýli Kína

Ef flóttinn til hins víðáttumikla sléttlendis Vestursins var ekki nóg fyrir þig, eða hreinlega kemst ekki á dagskrána í þetta sinn, geturðu skoðað dreifbýlli svæði Kína. Ef þú vilt kynnast smá sveitafíling mælum við með að þú gistir á "Nong djaa le" sem er þægileg tilbreyting frá háværum farfuglaheimilum borganna. Þú munt gista í herbergi með lágmarks aðstöðu á sveitabýli en sjarminn mun koma í stað óþægindanna, þú getur t.d. búist við að hádegisverðurinn hafi verið spriklandi fyrr um morguninn. Til að auka upplifunina reyndu þá að læra nokkur algeng orð á kínversku eða reyndu jafnvel að kynnast Kínverja sem talar ensku og getur túlkað fyrir þig.


Ferðir til Kína með KILROY

Ógleymanlegt götulíf Kína                                

Þegar þú ferð í gegnum myndirnar frá ferðalaginu eftir að þú kemur heim muntu eflaust uppgötva að lífið á hinum iðandi og háværu strætum Kína hafi haft mestu áhrifin á upplifun þína, t.d. þegar þú smakkaðir hikandi framandi mat frá götusala - en þér mun örugglega finnast maturinn góður! Eða þegar þú settist á gangstéttarbrún og blandaðir geði við innfædda, skoraðir jafnvel á þá í "campei" (kínverskum drykkjuleik). Undir lok dagsins munu hinir nýju vinir þínir jafnvel bjóða þér á karókí bar þar sem skálað verður í Qingdao bjór undir misfögrum tónum. Áður en farið er í háttinn gætirðu svo komið við í garðinum við hlið farfuglaheimilisins þar sem þú gistir og farið í Tai Chi tíma - til að koma líkamanum í lag eftir átök kvöldsins. 

Hvernig er best að ferðast til Kína?

Við mælum með að hafa samband við ferðaráðgjafa okkar og ræða um ferðina þína til Kína. Einna helst mælum við með að byrja ferðalagið á að fara í skipulagða ævintýraferð um Kína, en þannig er mun auðveldara að komast á milli staða og fá sem mest útúr ferðalaginu þínu á sem minnstum tíma. Hægt er að sérsníða ferðir eftir þínu höfði sem fara til þeirra áfangastaða sem henta þér.

Langar þig að heimsækja Kína?
Hafðu samband

Hafa samband