Peking

Forboðnaborgin í Peking, Kína.
 

Peking - Menning og meiri menning

Óteljandi menningarminjar, dásamlegur matur og hutong, þröng hverfi sem gefa innsýn í hefðbundið mannlíf Kína gerir borgina að heinum heitasta áfangastað Asíu. Bókaðu ferðina þína til Peking með KILROY.

Í Peking finnur þú mörg af frægustu kennileitum Kína; Kínamúrinn, Himnahofið (e. Temple of Heaven), Forboðna borgin (e. Forbidden City) og Sumarhöllin. Peking hefur þetta allt saman og meira til!

  • Kínamúrinn: Þú getur ekki sleppt því að heimsækja Kínamúrinn! Leiðin er Simatái til Jinshanling er frábær kostur fyrir útirvistarferðalanginn en hún er um fjögurra klukkustunda ganga. Þar sem sú leið fer yfir minna endurgerða hluta múrsins krefst hún ákveðinnar hæfni sem leiðir til að færri ferðamenn eru á þessum slóðum.

  • Forboðna borgin og himnahofið: Það er einstök upplifun að ganga inn fyrir borgarmúra Forboðnu borgarinnar. Þar finnur þú gríðarstórt opið svæði sem afmarkast af gömlum rauðmáluðum byggingum og fallegum gylltum þökum. Mættu þangað snemma að morgni en þá eru mun færri ferðamenn á ferlinu og þú gætir e.t.v. upplifað andrúmsloft þess tíma þegar þetta svæði var einungis opið fyrir keisarann og fylgdarlið hans. Svolítið lengra í suðurátt er stór garður þar sem Himnahofið stendur. 

  • Sumarhöllin: Gerðu heimsókn þína í Sumarhöllina að dagsferð, þar sem hún er í raun frekar garður heldur en höll. Frá toppnum getur þú horft yfir vatnið og jafnvel séð glytta í útlínur háhýsi borgarinnar, Peking. Ef er ekki of mikið að gera þarna er þetta frábær staður til að slaka á.

  • Tiananmen torg: Á ferðalagi þínu um Peking átt þú ekki eftir að missa af stærsta torgi í heims (500 x 880 metrar). Þar má sjá Kínverja sitja og láta tímann líða, fólk að iðka Tai Chi og börn að leika sér með flugdreka. Á Tiananmen torgi byggði Mao Zedong grafhýsi sitt, þar sem þú getur enn séð smurðan líkama hans. Farðu snemma á fætur einn morguninn og fylgstu með athöfninni þegar fánarnir eru dregnir að húni við torgið.

Peking - KILROY

Kannaðu „hutong" borgarinnar

Þar sem svo mikið er að gera og sjá í Peking gætir þú eytt öllum þínum tíma í að fara á milli áhugaverðra staða. Þú ættir þó að gæta þess að skoða líka borgina sjálfa, ekki bara frægustu staðina. Þegar þú kemur heim og hugsar til baka um ferðalag þitt um Kína muntu líklega komast að því að það var hið daglega götulíf sem hafði mest áhrif á þig.

Kínverks matargerð - einstök upplifun

Vertu skapandi, leigðu hjól og hjólaðu í gegnum "hutongs" (gömul hverfi með þröngum stígum). Stoppaðu og fáðu þér ferskt "baozi". Þú munt njóta bragðsins af þessu gufusoðna deigi sem fyllt er með kjöti eða grænmeti. Þar sem þú ert strax til í að prófa kínverska matargerð - ættir þú að fá þér Peking önd - veldu lítinn stað sem þú sérð að íbúar borgarinnar versla. Þeir eru bestir! Þar sem kokkarnir tala líklega ekki annað tungumál en mandarínsku er líklega besti kosturinn að benda á hráefnin. Þú getur líka gengið um og bent á eitthvað sem aðrir eru að borða, en þú munt aldrei vita hvað var í því!

Og stoppa þar! 

Þegar þú hefur lokið við máltíðina dettur þér ef til vill í hug að kíkja á kínverska óperu. Það er hins vegar hundleiðinlegt. Það er miklu skemmtilegra að velja Kung Fu sýningu eða aðra menningarlega skemmtun í hinum stóru leikhúsum.

Til að upplifa nútímamenningu Kínverja ættir þú að fara á karókí bar, syngja lag með Bítlunum eða jafnvel Elvis Presley! Nefndu bara orðið "Karaoke" við Kínverja og hann mun fylgja þér á fullkominn bar. Kvöldið verður stórskemmtilegt, ekki síst ef þú tekur Kínverja með þér. Þú veist að þeim finnst gaman að drekka, ekki satt? Mundu að "campei" þýðir "skál í botn"! 

Langar þig að heimsækja Peking?
Hafðu samband

Hafa samband