Koh Samet

Koh Samet - hinn töfrandi ljósblái sjór Koh Samet
 

Koh Samet - slökun og ljósblár sjór

Koh Samet er lítil eyja skammt frá Bangkok og líkt og Koh Chang er öll eyjan þjóðgarður. Það tekur bara einn dag að ganga þvert yfir eyjuna. Ef þig langar ekki að ganga getur þú komist á milli annaðhvort á songthaew (rútu með opnum hliðum - mjög ódýrt), eða leigt þér reiðhjól.

Flestar strendur á Koh Samet liggja á austurströnd eyjunnar. Þær eru hvítar sandstrendur í hæsta gæðaflokki og mismunandi stærðum. Flestar strendur á Koh Samet eru ekki lengri en 200 metrar.

Koh Samet er friðsamur og rólegur staður fyrir jafnt taílenska sem erlenda ferðamenn. Það er svolítið næturlíf á Hat Sai Kaew (Demantaströndin), sem er stærsta strönd eyjunnar. Eftir því sem suðar kemur eru færri ferðamenn á Koh Samet.

Veðurfar á Koh Samet

Á Koh Samet er nokkurskonar míkró-veðurkerfi sem er töluvert þurrara en svæðin um kring – oft er þurrt þar þótt það rigni á nærliggjandi eyjum.

Ekki missa af stórkostlegu sólsetrinu frá klettunum á suðvesturhlið Koh Samet.

Hafa samband