Koh Tao

Koh Tao - köfun
 

Koh Tao – Skjaldbökueyjan

Koh Tao þýðir bókstaflega Skjaldbökueyjan - og ef þú snorklar eða tekur köfunarpróf ættir þú að koma auga á eina eða tvær skjaldbökur í nágrenni eyjunnar.

Koh Tao er hluti af Chumphon eyjaklasanum í vestuströnd Tælands. Hinar eyjurnar eru Koh Samui (sem er stærst) og Koh Phangan (þar sem hið víðfræga Full moon Partý er haldið). Koh Tao er róleg eyja að staðaldri og þar er gífurlega gott að vera. Nánast allt á Koh Tao tengist köfun á einhvern hátt og meiri hluti íbúa hennar vinna við þá grein ferðamennskunar. Vegir á eyjunni er vægast sagt ekkert sérstaklega góðir en hægt er að komast á flest alla staði gangandi. Margir leigja sér líka skellinöðru og skoða alla kima eyjunnar þannig. 

Koh Tao er fallegur staður og fullkominn til að læra að kafa

Að læra að kafa í Koh Tao

Ef þú ferð til Koh Tao þá verður þú að kafa. Enn betra væri að taka köfunaréttindi! Koh Tao er einn bestu staður heim til að kafa og enn fremur er það ódýrara að læra þar en á flestum öðrum stöðum í heiminum. 

Það eru ýmsir hlutir sem þú getur séð þegar þú ert að kafa í Koh Tao. Þar má nefna litrík kóralrif, neðansjávarleiktækjagarð, Skjaldbökur, hvalháfa (whale shark), sæhesta, allskonar kóralfiska, hákarla og margt fleira. Sjón er sögu ríkari! 

Hver veit nema þú finnur svo Nemo og Dóru (Angelfish og Clown fish). Báðar tegundir eru á svæðinu. 

Koh Tao þýðir skjaldbökueyjan, ekki að ástæðulausu

Hvenær er best að kafa á Koh Tao?

Stutta svarið er allt árið í kring! Allir mánuðir hafa sýna kosti og galla. Janúar og febrúrar marka upphaf köfunartímabilsins. Skyggni er 10-20 metrar (sem telst gott) og sjórinn er rólegur. Í mars og apríl er svo kallað "whale shark season" í Koh Tao. Það sem nokkuð góðar líkur er að rekast á þessar ótrúlega vinalegu skepnur. Það er ágætt að kafa í maí og júní en þá eykst vindurinn og því geta sumir staðir á eyjunni verið betri en aðrir.

Í júlí, ágúst og september er soldið rigning en á þessum tíma er skyggni allt að 30m+, sem er mjög mikið. Þvi vilja margir halda því fram að þetta séu bestu mánuðurnir til að kafa á Koh Tao. Oktober er venjulega rólegur mánuður en er samt mjög gott að kafa. Nóvember er oft talinn versti mánuðurinn til að kafa á Koh Tao. Því þá byrjar rigningartímbilið þar. Að því sögðu þá er það samt ágætur mánuður því rigningin á það til að vera í smá tíma í senn og milli þess er vel hægt að kafa og njóta þess. Desember er mjög rólegt á eyjunni en aðstæður eru góðar. 

Við viljum þó ítreka að miðað við allt eru allir mánuðir ágætir og hafa sína kosti og galla! 

whaleshark

Eitthvað annað að gera en Köfun á Koh Tao?

Hægt er að sigla, klifra í klettum, spranga og hoppa fram af björgum, fara á “wake” bretti, í yoga eða matreiðslutíma. Einnig er vinsælt að fara í Muay Thai Boxing eða bara liggja flatmaga á öllum yndislegu ströndunum sem eyjan hefur upp á að bjóða. 

Ein hugmynd að góðri dagsferð frá Koh Tao er að heimsækja eyjuna Koh Nang Yuan. Það er frægur staður til að snorkla og kafa og eini gististaðurinn á Koh Nang Yuan er köfunarskólinn þar.

sunset_koh_tao

Samgöngur til og á Koh Tao

Auðveldast er að fljúga til Koh Samui og taka þaðan ferju til Koh Tao. Það er þó einnig dýrasti kosturinn. Því mælum við oftast með því að taka rútu og svo ferju á eyjunar. 

Frá Bangkok til Chumphon til Koh Tao

Auðvelt er að kaupa sér rútu miða í Bangkok til Koh Tao. Ferðalagið tekur um það bil hálfan sólarhring. Byrjað er í nokkra klukktíma rútuferð frá Bangkok til Chumphon. Í Chumphon er svo tekið ferja til Koh Tao en sú ferð tekur 2-3 tíma. Rúturnar eru oftast mjög þæginlegar (betri en á Íslandi) og boðið er upp á næturferðir þar sem þú getur sofið mest allan tímann eða dagsferðir sem lagt er af stað snemma um morgun. 

Frá Surat Thani

Ef þú varst í Phuket eða Krabi þá er auðvelt að kaupa sér rútumiða til Surat Thani. Þaðan fer ferja til Koh Samui, Koh Phanan og loks til Koh Tao. Mögulegt er að fara í nætursiglingu. 

Frá öðrum eyjum

Frá Koh Samui tekur um það bil 1 klukutíma í hraðbát. Og enn styttra er að fara frá Koh Phangan. Athugið að sama gildir um ef ferðast er frá Koh Tao á hinar eyjarnar. 

longtailboats

Ferðaráð KILROY

Til að byrja með þá viljum við hvetja þig til þess að læra kafa. Upplifunin er engri lík. 

Prófaðu að fá þér morgunmat eða samloku á matarstöndunum sem eru útum alla eyjuna. Morgunmaturinn inniheldur eina ferskustu ávexti sem þú hefur fengið, jógúrt, morgunkorn og smá sýrop. Ótrúlega gott. 

 

Hafa samband