Krabi

Krabi - við elskum öll ljósbláan (semí grænan) sjó!
 

Krabi

Krabi er gullfallegt og ósnert fiskiþorp sem hefur ekki enn verið uppgötvað af svo mörgum túristum. Fyrir flesta er Krabi áningarstaður á leiðinni til annara staða. En ef þú ert klettaklifrari ættir þú virkilega að íhuga að stoppa í Krabi lengur en bara fáeinar nætur. Ferðalag til Krabi er einn af sérstökustu upplifunum sem KILROY bíður upp á. Ef þig langar til Krabi þá getum við hjálpað þér að skipuleggja ferð.

Krabi er á suð-vesturströnd Taílands og er umkringt stórum kalksteinsklettum. Við þetta litla fiskiþorp liggur mikilvæg höfn þaðan sem ferjur fara til Koh Lanta, Koh Phi Phi og stranda Ao Nang og vegna þessa liggur beinast við að stoppa á leiðinni til annara hluta Taílands.

Veðurfar í Krabi

Í Krabi er hitabeltisloftslag þar sem meðalhiti á daginn er um 33 gráður og mikill raki. Mest er regnið á monsoon tímabilinu milli maí og október.

Matur og drykkur í Krabi

Í Krabi er næturmarkaður með gómsætum og ódýrum hefðbundnum mat staðarins, með sterkum múslimskum áhrifum. Annar markaður sem er heimsóknar virði er morgunmarkaðurinn. Komdu snemma, hann lokar klukkan 8 að morgni!

Að gera og sjá á Krabi

Eitt af aðal aðdráttaröflum Krabi eru kalksteins tvíburaklettarnir Kanap Nam sem standa eins og tveir verðir - sinn hvoru megin við ána. Krabi er líka einn af fáum stöðum í Taílandi sem bjóða upp á klettaklifursferðir. Klifrarar allstaðar að úr heiminum koma hingað til að skora á þessa kalksteins risa. Orðrómur segir að aðeins í suður Frakklandi sé sambærilega erfitt að klifra og á þessu svæði.

Samgöngur í og við Krabi

Flestir taka lest eða rútu til Krabi frá Bankok eða Phuket, en þú getur líka flogið beint á alþjóðlega flugvöllinn í Krabi sem liggur bara 10 km frá borgarmörkunum. Vegna þess að Krabi liggur á ströndinni er mikið af samgöngum á svæðinu á bátum. Annars er auðvelt að komast á milli á leigubílum eða bílaleigubílum.

Hafa samband