England

Strandlengja nálægt Cornwal í Englandi
 

Ferðir til Englands - gimsteins krúnunar!

Þú getur ekki heimsótt England án þess að smitast af gestrisni heimamanna. Hér eru náttúran og sveitaþorpin alveg jafn unaðsleg og stórborgirnar með öllum sínum ensku krám, sjarma og fjölbreytileika. Bókaðu ferðina þína til Englands hjá KILROY travels og þú færð bestu verðin og upplifanirnar.

London, höfuðborg Englands, býður uppá ógrynni kennileita, með Big Ben og London Tower í fararbroddi. Hví ekki að heimsækja vaxmyndasafn Madam Tussaud eða ferðast uppí London Eye? London Eye er hæsta útsýnishjól í heimi og á björtum degi geturðu séð í allt að 40 kílómetra fjarlægð. Í London er algert skilyrði að fara á Oxford Street eða næstu hliðargötur hennar og versla. Einnig er hippahlutinn Camden Town sannarlega heimsóknar verður, ásamt hinum fræga Camden Market. 

England er þó svo miklu meira en London. Til dæmis eru háskólabæirnir Oxford og Cambridge rómaðir fyrir fegurð og tilvalið að fara í stutta ferð að skoða þá, en einnig hin fallegu héruð Lake District, hið dularfulla Stone Henge og að sjálfsögðu hinn huggulega fæðingarbæ William Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Allt eru þetta sögufrægir staðir og þess virði að heimsækja.

Fyrir tónlistar- verslunar og fótboltaunnendur er hér Bítlabærinn Liverpool, Manchester og Birmingham, næststærsta borg landsins. Birmingham er mikil fjölmenningarborg sem hægt er að sjá í formi spennandi veitingastaða og verslunar.

Að ferðastu um England

Að ferðast um í Englandi á bíl eða í lest er notaleg og þægileg upplifun. Það er auðvelt, allir eru vingjarlegir og maður á ekki í neinum vandræðum með tungumálið. Stór hluti af Englandi er flatlendi og falleg landsbyggð með ökrum og miklum laufskógum. Norður og Vestur-England bjóða uppá aflíðandi hóla og hæðir og falleg stöðuvötn. Hér má til dæmis nefna hið fræga vatn Lake District.

Aðrar hliðar Englands

Landsbyggðir norður Englands eru eilítið dramatískari. Hér eru stöðuvötn, hæðir, kastalar og stórfenglegar strandlengjur. Þjóðgarðar eru margir og vel varðveittar miðaldarborgir eins og til dæmis York. En auk þess eru hér fótboltabæirnir Blackpool og Manchester.

Ef þú stefnir í suður mætir þér kyrrlátara landslag. Hér eru heiðarlönd með friðsælum vegum og vatnsfarvegum, glitrandi mýrlendi á austurströndinni og bæirnir Stratford og Cambridge. 

Suðurströndin býður uppá furðanlega góðar strendur og dvalarstaði. Hér geturðu dvalist á sjarmerandi gistiheimili og tekið afslappað frí. Í suðurhlutanum eru einnig bæirnir Winchester og Salisbury með sínum fallegu dómkirkjum aðeins steinsnar frá Stonehenge.

Suðvestur af London finnurðu Cornwall sem býður uppá frábærar strendur til brimbretta iðkunnar. Kofar með stráþökum í fögru Cotswolds. Cider frá Somerset og ekki má gleyma hinum ljúfengu 'cream teas' í Devon. 

Næturlíf í Englandi

Krár, klúbbar, barir - næsti betri en sá fyrri! Það er ekki bara næturlífið í London sem er magnað, þú finnur líka dúndrandi næturlíf allsstaðar í Englandi, jafnvel í litlu þorpunum finnurðu hjarta félagslífsins á þorpskránni! Allar helstu borgir Englands bjóða uppá svakalegt næturlíf. Manchester, Liverpool, Newcastle, aðeins til að nefna nokkrar borgir.  Matarupplifanir

Margir rægja enska matargerð fyrir að hafa matinn of bragðdaufan eða ofeldaðan.  Við hjá KILROY erum alls ekki sammála því á Englandi er suma af bestu veitingastöðum og kokkum heims að finna. Svo má ekki gleyma enska bjórnum sem Englendingar eru svo stoltir af, sérstaklega bitter, ale og stout. Og það er aldrei erfitt að fá einhvern til að drekka með sér.  

Hafa samband